Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2025 10:54 Maður kveikir á kerti við Risbergska-skólann í Örebro. EPA/ANDERS WIKLUND Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni. Árásin átti sér stað um hádegi í gær í Campus Risbergska-skólann í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en var hann áður framhaldsskóli. Maðurinn sjálfur er sá ellefti sem lést í árásinni en hann er talinn hafa svipt sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði, samkvæmt SVT. Talið er að hann hafi mögulega skotið í átt að lögregluþjónum fyrst en það er til rannsóknar. Ekki er búið að bera kennsl á alla þá sem dóu í árásinni enn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Sex særðust og tveir þeirra eru enn á gjörgæslu. Að öðru leyti er lítið vitað um fórnarlömb árásarinnar enn sem komið er. Hann hefur ekki verið nafngreindur af lögreglu en blaðamenn Aftonbladet hafa eftir ættingjum árásarmannsins að hann hafi verið mikill einfari og hafi staðið illa félagslega. Hann hafði aldrei verið dæmdur fyrir glæpi og var ekki þekktur af lögreglu. Hann var með skotvopnaleyfi og er sagður hafa notað hálfsjálfvirka byssu sem hann átti löglega til árásarinnar. Lögreglan segir manninn hafa falið byssu sína í gítartösku, eða svipaðri tösku, þegar hann fór inn í skólann. Samkvæmt heimildum Aftonbladet gekk hann um skólann um nokkurt skeið áður en hann fór inn á salerni. Þar mun hann hafa skipt um föt, klætt sig í föt í felulitum og tekið að minnsta kosti eitt vopn upp úr töskunni. Lögregluþjónar munu hafa verið fljótir á vettvang og sáu þeir manninn í skólanum. Þá mun hann hafa kastað frá sér reyksprengju og svipt sig lífi. Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. 4. febrúar 2025 18:21 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi í gær í Campus Risbergska-skólann í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en var hann áður framhaldsskóli. Maðurinn sjálfur er sá ellefti sem lést í árásinni en hann er talinn hafa svipt sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði, samkvæmt SVT. Talið er að hann hafi mögulega skotið í átt að lögregluþjónum fyrst en það er til rannsóknar. Ekki er búið að bera kennsl á alla þá sem dóu í árásinni enn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Sex særðust og tveir þeirra eru enn á gjörgæslu. Að öðru leyti er lítið vitað um fórnarlömb árásarinnar enn sem komið er. Hann hefur ekki verið nafngreindur af lögreglu en blaðamenn Aftonbladet hafa eftir ættingjum árásarmannsins að hann hafi verið mikill einfari og hafi staðið illa félagslega. Hann hafði aldrei verið dæmdur fyrir glæpi og var ekki þekktur af lögreglu. Hann var með skotvopnaleyfi og er sagður hafa notað hálfsjálfvirka byssu sem hann átti löglega til árásarinnar. Lögreglan segir manninn hafa falið byssu sína í gítartösku, eða svipaðri tösku, þegar hann fór inn í skólann. Samkvæmt heimildum Aftonbladet gekk hann um skólann um nokkurt skeið áður en hann fór inn á salerni. Þar mun hann hafa skipt um föt, klætt sig í föt í felulitum og tekið að minnsta kosti eitt vopn upp úr töskunni. Lögregluþjónar munu hafa verið fljótir á vettvang og sáu þeir manninn í skólanum. Þá mun hann hafa kastað frá sér reyksprengju og svipt sig lífi.
Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. 4. febrúar 2025 18:21 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16
Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. 4. febrúar 2025 18:21