Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 12:03 Frá blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í gær. Getty Images/Chip Somodevilla Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að Bandaríkin myndu taka yfir Gasa, eignast landsvæðið og gera úr því glæsibaðströnd Miðausturlanda. Þá hefði hann í hyggju að flytja á brott Palestínumenn sem búa á Gasa og mögulega með hervaldi. Prófessor í alþjóðastjórnmálum segir að með þessari yfirlýsingu sé úti um tveggja ríkja stefnuna, sem hafi þó meira verið í orði en á borði. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti fram yfirlýsingar um yfirtöku á Gasa á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þegar Trump var spurður hvort hann hygðist senda Bandaríska hermenn til Gasa þá svaraði hann því til að hann myndi gera það sem nauðsynlegt þætti til að eignast landsvæðið. Bandaríkjamenn myndu í kjölfarið hreinsa svæðið, ráðast í uppbyggingu og gera Gasa að stað sem Mið-Austurlönd gætu orðið stolt af og talaði um glæsibaðströnd eða „rivíeru“ í því samhengi. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum. „Þetta eru í besta falli þvingaðir fólksflutningar en þetta mætti líka kalla „etníska“ hreinsun á borð við það sem er oft í aðdraganda þjóðarmorðs, ef maður vill halda því fram að það hafi ekki átt sér stað hingað til. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing og með margþættar afleiðingar. Það hefur auðvitað lengi verið reynt að þvinga Palestínumenn burt úr sínu landi. Þessi yfirlýsing segir bara að Bandaríkin muni styðja Ísrael í því að taka þetta svæði algjörlega yfir.“ Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Trump fer fram á að Egyptaland, Jórdanía og fleiri nágrannaríki taki við Palestínumönnum. Silja segir það brjóta gegn fullveldisrétti ríkjanna að ætla þeim að taka við og útvega landsvæði undir milljónir íbúa frá öðru ríki. „Komi nágrannaríkin eins og Egyptaland, eða Jórdanía til móts við þessa kröfu þá skapa þau aðstæður í sínum heimaríkjum sem myndu setja þeirra stjórnkerfi í uppnám því á þetta yrði ekki litið sem neitt annað en þjónkun við Ísraelsríki.“ Fram til þessa hafa Bandaríkin talað fyrir tveggja ríkja stefnunni. „Hún hefur svo sem verið meira í orði en á borði hingað til en allavega hafa Palestínumenn getað unnið að sínu markmiði að verða fullvalda ríki innan þess ramma en það er ekki lengur í boði miðað við þetta,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir prófessor. Ísrael Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. 5. febrúar 2025 10:25 Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20 Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti fram yfirlýsingar um yfirtöku á Gasa á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þegar Trump var spurður hvort hann hygðist senda Bandaríska hermenn til Gasa þá svaraði hann því til að hann myndi gera það sem nauðsynlegt þætti til að eignast landsvæðið. Bandaríkjamenn myndu í kjölfarið hreinsa svæðið, ráðast í uppbyggingu og gera Gasa að stað sem Mið-Austurlönd gætu orðið stolt af og talaði um glæsibaðströnd eða „rivíeru“ í því samhengi. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum. „Þetta eru í besta falli þvingaðir fólksflutningar en þetta mætti líka kalla „etníska“ hreinsun á borð við það sem er oft í aðdraganda þjóðarmorðs, ef maður vill halda því fram að það hafi ekki átt sér stað hingað til. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing og með margþættar afleiðingar. Það hefur auðvitað lengi verið reynt að þvinga Palestínumenn burt úr sínu landi. Þessi yfirlýsing segir bara að Bandaríkin muni styðja Ísrael í því að taka þetta svæði algjörlega yfir.“ Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Trump fer fram á að Egyptaland, Jórdanía og fleiri nágrannaríki taki við Palestínumönnum. Silja segir það brjóta gegn fullveldisrétti ríkjanna að ætla þeim að taka við og útvega landsvæði undir milljónir íbúa frá öðru ríki. „Komi nágrannaríkin eins og Egyptaland, eða Jórdanía til móts við þessa kröfu þá skapa þau aðstæður í sínum heimaríkjum sem myndu setja þeirra stjórnkerfi í uppnám því á þetta yrði ekki litið sem neitt annað en þjónkun við Ísraelsríki.“ Fram til þessa hafa Bandaríkin talað fyrir tveggja ríkja stefnunni. „Hún hefur svo sem verið meira í orði en á borði hingað til en allavega hafa Palestínumenn getað unnið að sínu markmiði að verða fullvalda ríki innan þess ramma en það er ekki lengur í boði miðað við þetta,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir prófessor.
Ísrael Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. 5. febrúar 2025 10:25 Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20 Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. 5. febrúar 2025 10:25
Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20
Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50