Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 22:40 Donald Trump áður en hann skrifaði undir tilskipunina. EPA/FRANCIS CHUNG Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir tilskipun sem bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum. Tilskipunin er ein af mörgum sem hefur áhrif á réttindi trans einstaklinga í Bandaríkjunum. Tilskipunin ber titilinn „að halda körlum frá kvennaíþróttum“ og tekur hún strax gildi. Trans konur og stelpur mega því ekki taka þátt í neinum íþróttaviðburðum sem haldnir eru fyrir konur. „Með þessari tilskipun er stríðinu gegn kvennaíþróttum á enda,“ sagði Trump samkvæmt umfjöllun The Guardian. Allar íþróttastofnanir eiga að breyta reglum sínum í samræmi við tilskipun Trumps. Samkvæmt umfjöllun BBC mun menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna sérstaklega rannsaka framhaldsskóla sem talið sé að munu ekki fylgja tilskipuninni. Þá sé tilskipuninni sérstaklega beint að trans framhaldsskólanemum, háskólanemum og fólki sem stundar íþróttir sem tómstund. Fyrsta dag sinn í embætti skrifaði Trump undir tilskipun sem sagði að formleg stefna bandarískra stjórnvalda sé að einungis séu til tvö kyn, karl og kona. Hann tilkynnti þessa tilskipun í innsetningarræðu sinni og fékk standandi lófaklapp frá viðstöddum. Þá undirritaði hann í síðustu viku tilskipun sem bannar trans einstaklingum undir nítján ára aldri að fara í kynstaðfestingarmeðferð. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem skipar alríkisyfirvöldum að fjarlægja „allar róttækar leiðbeiningar um kynjahugmyndafræði.“ Einhver bandarísk sjúkrahús hafa nú þegar neitað að sjá um kynstaðfestingarmeðferð ungmenna. Í fangelsum landsins eru dæmi um að trans konur séu einangraðar og þeim sagt að þær verði fluttar í fangelsi fyrir karla þar sem þær fá ekki lengur lyf fyrir kynstaðfestingarmeðferð sína. Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Tengdar fréttir Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. 23. janúar 2025 21:23 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Tilskipunin ber titilinn „að halda körlum frá kvennaíþróttum“ og tekur hún strax gildi. Trans konur og stelpur mega því ekki taka þátt í neinum íþróttaviðburðum sem haldnir eru fyrir konur. „Með þessari tilskipun er stríðinu gegn kvennaíþróttum á enda,“ sagði Trump samkvæmt umfjöllun The Guardian. Allar íþróttastofnanir eiga að breyta reglum sínum í samræmi við tilskipun Trumps. Samkvæmt umfjöllun BBC mun menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna sérstaklega rannsaka framhaldsskóla sem talið sé að munu ekki fylgja tilskipuninni. Þá sé tilskipuninni sérstaklega beint að trans framhaldsskólanemum, háskólanemum og fólki sem stundar íþróttir sem tómstund. Fyrsta dag sinn í embætti skrifaði Trump undir tilskipun sem sagði að formleg stefna bandarískra stjórnvalda sé að einungis séu til tvö kyn, karl og kona. Hann tilkynnti þessa tilskipun í innsetningarræðu sinni og fékk standandi lófaklapp frá viðstöddum. Þá undirritaði hann í síðustu viku tilskipun sem bannar trans einstaklingum undir nítján ára aldri að fara í kynstaðfestingarmeðferð. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem skipar alríkisyfirvöldum að fjarlægja „allar róttækar leiðbeiningar um kynjahugmyndafræði.“ Einhver bandarísk sjúkrahús hafa nú þegar neitað að sjá um kynstaðfestingarmeðferð ungmenna. Í fangelsum landsins eru dæmi um að trans konur séu einangraðar og þeim sagt að þær verði fluttar í fangelsi fyrir karla þar sem þær fá ekki lengur lyf fyrir kynstaðfestingarmeðferð sína.
Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Tengdar fréttir Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. 23. janúar 2025 21:23 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. 23. janúar 2025 21:23