Enginn Íslendingur í haldi ICE Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 10:23 Útsendrar Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, eða ICE, hafa staðið í fjölmörgum aðgerðum til að vísa fólki úr landi frá því Donald Trump tók við embætti. AP/David Zalubowski Hvorki borgaraþjónusta utanríkisráðuneytis Íslands, né sendiráð Íslands í Washington D.C. er með mál fimm Íslendinga sem eru á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir fólk sem fengið hefur höfnun um dvalarleyfi og vísa á úr landi á sínu borði. Ráðuneytið hefur fengið staðfestingu frá heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna að enginn Íslendingur sé í haldi þar í landi. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Fréttir af umræddum lista voru sagðar í byrjun vikunnar en hann var svar við fyrirspurn Fox News til Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) fyrir frétt sem birt var þann 11. desember síðastliðinn. Listinn er frá nóvember en nær mörg ár aftur í tímann. Á honum eru tæp ein og hálf milljón manna, flokkaðir eftir ríkisföngum sem þeir höfðu þegar þeir komu fyrst til Bandaríkjanna. Til marks um það hve langt hann nær aftur í tímann má benda á að á honum eru 337 menn frá Sovétríkjunum, sem liðuðust í sundur í desember 1991. Sjá einnig: Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Listinn tengist hertum aðgerðum ríkisstjórnar Donalds Trump, hvað varðar innflytjendamál og ætlanir þeirra að vísa fjölda innflytjenda sem eru ólöglega í Bandaríkjunum úr landi á næstunni ekki með beinum hætti. Í ársskýrslu ICE fyrir 2024 segir svo að einum Íslendingi hafi verið vísað frá Bandaríkjunum í fyrra. Árið 2023 voru þeir tveir og svo einn, tveir og einn á ári fyrir það. Bandaríkin Donald Trump Innflytjendamál Íslendingar erlendis Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Ráðuneytið hefur fengið staðfestingu frá heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna að enginn Íslendingur sé í haldi þar í landi. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Fréttir af umræddum lista voru sagðar í byrjun vikunnar en hann var svar við fyrirspurn Fox News til Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) fyrir frétt sem birt var þann 11. desember síðastliðinn. Listinn er frá nóvember en nær mörg ár aftur í tímann. Á honum eru tæp ein og hálf milljón manna, flokkaðir eftir ríkisföngum sem þeir höfðu þegar þeir komu fyrst til Bandaríkjanna. Til marks um það hve langt hann nær aftur í tímann má benda á að á honum eru 337 menn frá Sovétríkjunum, sem liðuðust í sundur í desember 1991. Sjá einnig: Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Listinn tengist hertum aðgerðum ríkisstjórnar Donalds Trump, hvað varðar innflytjendamál og ætlanir þeirra að vísa fjölda innflytjenda sem eru ólöglega í Bandaríkjunum úr landi á næstunni ekki með beinum hætti. Í ársskýrslu ICE fyrir 2024 segir svo að einum Íslendingi hafi verið vísað frá Bandaríkjunum í fyrra. Árið 2023 voru þeir tveir og svo einn, tveir og einn á ári fyrir það.
Bandaríkin Donald Trump Innflytjendamál Íslendingar erlendis Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira