Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 11:57 Benjamín Netanjahú er hér í forgrunni en vinstra megin við hann er Israel Katz, varnarmálaráðherrra Ísrael. Hann segist hafa skipað hernum að undirbúa umfangsmikinn brottflutning Palestínumanna frá Gasaströndinni. EPA-EFE/ABIR SULTAN Ráðamenn í Ísrael segjast vera byrjaðir að undirbúa umfangsmikinn brottflutning Palestínumanna frá Gasaströndinni. Er það í takt við hugmyndir Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um þjóðernishreinsun á svæðinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til á fundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, á dögunum að allir Palestínumenn yrðu fluttir frá Gasaströndinni og Bandaríkjamenn tækju svæðið yfir. Síðan þá hafa embættismenn í Bandaríkjunum reynt að draga úr ummælum Trumps og reynt að halda því fram að fólkið fengi að snúa aftur en án þess þó að fara nánar út í útfærslu hugmyndarinnar. Sjá einnig: Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Hugmynd Trumps hefur verið gagnrýnd harðlega víðast hvar í heiminum og hefur henni alfarið verið hafnað af Palestínumönnum sem óttast að þeir myndu aldrei fá að snúa aftur. Ráðamenn í Egyptalandi og öðrum ríkjum Mið-Austurlanda segja slíkar aðgerðir myndu grafa verulega undan stöðugleika á svæðinu, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Netanjahú var í viðtali hjá Sean Hannity á Fox News í gær, þar sem hann sagði hugmynd Trumps vera merkilega og að skoða þyrfti hana betur og framfylgja henni. „Þetta er fyrsta góða hugmyndin sem ég hef heyrt.“ Times of Israel segir að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hafi tilkynnt í morgun að hann hefði skipað hernum að undirbúa áætlun fyrir það að leyfa þeim íbúum Gasa sem vilja fara þaðan sjálfviljugir að gera það. Katz kallaði hugmynd Trumps „hugrakka“. Í yfirlýsingu sem hann birti meðal annars á X, sagði hann að ríki eins og Spánn, Írland, Noregur og önnur sem hefðu gagnrýnt hernað Ísraela á Gasaströndinni væru „lagalega skyldug“ til að taka á móti íbúum svæðisins. Ef ráðamenn þar höfnuðu því, væri það sönnun á hræsni þeirra. I have instructed the IDF to prepare a plan that will allow any resident of Gaza who wishes to leave to do so, to any country willing to receive them.Hamas has used the residents of Gaza as human shields, built its terror infrastructure in the heart of the civilian population,…— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) February 6, 2025 Í upphafi innrásar Ísraela á Gasaströndina, í kjölfar árása Hamas-liða og annarra á suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023, reyndu ráðamenn í Ísrael að fá Egypta til að taka við íbúum Gasastrandarinnar og átti það að vera tímabundið. Því var hafnað. Trump hefur á undanförnum vikum talað um að Egyptar eða Jórdanir gætu tekið móti íbúum Gasa en því hefur einnig verið hafnað og hugmyndin fordæmd af ráðamönnum í Mið-Austurlöndum. Kom eigin fólki og Netanjahú á óvart Þegar Trump nefndi hugmynd sína um að Bandaríkin tækju yfir Gasaströndina og byggðu hana upp sem „Rivíeru Mið-Austurlanda“ kom hann ráðgjöfum sínum og starfsmönnum á óvart. Samkvæmt frétt New York Times hefur Trump nefnt þessa hugmynd á undanförnum vikum en hún hafði aldrei verið rædd almennilega innan veggja Hvíta hússins. Hann las hugmyndina upp af blaði sem hann mætti með á blaðamannafundinn með Netanjahú en starfsmenn hans munu ekki hafa vitað af því og engin undirbúningur fyrir opinberun hugmyndarinnar eða umræða um það hvernig hún ætti að ganga eftir hafði átt sér stað. Trump kom einnig Netanjahú á óvart en forsætisráðherrann heyrði þessa hugmynd Trumps fyrst rétt áður en þeir gengu fram á blaðamannafundinn. Ítrekaði hugmyndina í morgun Nú í morgun skrifaði Trump frekar um hugmynd sína á hans eigin samfélagsmiðli þar sem hann sagði að eftir að Ísraelar væru búnir að ljúka hernaði sínum á Gasa, myndu þeir færa Bandaríkjunum svæðið. „Palestínumennirnir, fólk eins og Chuck Schumer [Leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings], væru þá búnir að koma sér fyrir í mun öruggari og fallegri samfélögum, með ný og nútímaleg heimili, á svæðinu,“ skrifaði Trump. „Þau hefðu raunverulegt tækifæri á því að vera hamingjusöm, örugg og frjáls.“ Í kjölfarið segir Trump að Bandaríkjamenn myndu endurreisa Gasaströndina í samvinnu með öðrum ríkjum og að svæðið yrði á endanum eitt það stórfenglegasta á jörðinni. Engir bandarískir hermenn þyrftu að koma að þessar áætlun og stöðugleiki myndi nást fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann nefnir ekki í færslu sinni að brottflutningur íbúa Gasastrandarinnar eigi að vera tímabundinn, eins og Trump-liðar og Ísraelar hafa reynt að halda fram á undanförnum dögum. Færsla Trumps á TruthSocial. Bandaríkin Palestína Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20 Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til á fundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, á dögunum að allir Palestínumenn yrðu fluttir frá Gasaströndinni og Bandaríkjamenn tækju svæðið yfir. Síðan þá hafa embættismenn í Bandaríkjunum reynt að draga úr ummælum Trumps og reynt að halda því fram að fólkið fengi að snúa aftur en án þess þó að fara nánar út í útfærslu hugmyndarinnar. Sjá einnig: Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Hugmynd Trumps hefur verið gagnrýnd harðlega víðast hvar í heiminum og hefur henni alfarið verið hafnað af Palestínumönnum sem óttast að þeir myndu aldrei fá að snúa aftur. Ráðamenn í Egyptalandi og öðrum ríkjum Mið-Austurlanda segja slíkar aðgerðir myndu grafa verulega undan stöðugleika á svæðinu, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Netanjahú var í viðtali hjá Sean Hannity á Fox News í gær, þar sem hann sagði hugmynd Trumps vera merkilega og að skoða þyrfti hana betur og framfylgja henni. „Þetta er fyrsta góða hugmyndin sem ég hef heyrt.“ Times of Israel segir að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hafi tilkynnt í morgun að hann hefði skipað hernum að undirbúa áætlun fyrir það að leyfa þeim íbúum Gasa sem vilja fara þaðan sjálfviljugir að gera það. Katz kallaði hugmynd Trumps „hugrakka“. Í yfirlýsingu sem hann birti meðal annars á X, sagði hann að ríki eins og Spánn, Írland, Noregur og önnur sem hefðu gagnrýnt hernað Ísraela á Gasaströndinni væru „lagalega skyldug“ til að taka á móti íbúum svæðisins. Ef ráðamenn þar höfnuðu því, væri það sönnun á hræsni þeirra. I have instructed the IDF to prepare a plan that will allow any resident of Gaza who wishes to leave to do so, to any country willing to receive them.Hamas has used the residents of Gaza as human shields, built its terror infrastructure in the heart of the civilian population,…— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) February 6, 2025 Í upphafi innrásar Ísraela á Gasaströndina, í kjölfar árása Hamas-liða og annarra á suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023, reyndu ráðamenn í Ísrael að fá Egypta til að taka við íbúum Gasastrandarinnar og átti það að vera tímabundið. Því var hafnað. Trump hefur á undanförnum vikum talað um að Egyptar eða Jórdanir gætu tekið móti íbúum Gasa en því hefur einnig verið hafnað og hugmyndin fordæmd af ráðamönnum í Mið-Austurlöndum. Kom eigin fólki og Netanjahú á óvart Þegar Trump nefndi hugmynd sína um að Bandaríkin tækju yfir Gasaströndina og byggðu hana upp sem „Rivíeru Mið-Austurlanda“ kom hann ráðgjöfum sínum og starfsmönnum á óvart. Samkvæmt frétt New York Times hefur Trump nefnt þessa hugmynd á undanförnum vikum en hún hafði aldrei verið rædd almennilega innan veggja Hvíta hússins. Hann las hugmyndina upp af blaði sem hann mætti með á blaðamannafundinn með Netanjahú en starfsmenn hans munu ekki hafa vitað af því og engin undirbúningur fyrir opinberun hugmyndarinnar eða umræða um það hvernig hún ætti að ganga eftir hafði átt sér stað. Trump kom einnig Netanjahú á óvart en forsætisráðherrann heyrði þessa hugmynd Trumps fyrst rétt áður en þeir gengu fram á blaðamannafundinn. Ítrekaði hugmyndina í morgun Nú í morgun skrifaði Trump frekar um hugmynd sína á hans eigin samfélagsmiðli þar sem hann sagði að eftir að Ísraelar væru búnir að ljúka hernaði sínum á Gasa, myndu þeir færa Bandaríkjunum svæðið. „Palestínumennirnir, fólk eins og Chuck Schumer [Leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings], væru þá búnir að koma sér fyrir í mun öruggari og fallegri samfélögum, með ný og nútímaleg heimili, á svæðinu,“ skrifaði Trump. „Þau hefðu raunverulegt tækifæri á því að vera hamingjusöm, örugg og frjáls.“ Í kjölfarið segir Trump að Bandaríkjamenn myndu endurreisa Gasaströndina í samvinnu með öðrum ríkjum og að svæðið yrði á endanum eitt það stórfenglegasta á jörðinni. Engir bandarískir hermenn þyrftu að koma að þessar áætlun og stöðugleiki myndi nást fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann nefnir ekki í færslu sinni að brottflutningur íbúa Gasastrandarinnar eigi að vera tímabundinn, eins og Trump-liðar og Ísraelar hafa reynt að halda fram á undanförnum dögum. Færsla Trumps á TruthSocial.
Bandaríkin Palestína Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20 Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20
Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50