Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Lovísa Arnardóttir skrifar 6. febrúar 2025 13:19 Verðlag í Bónus hefur hækkað meira en í Krónunni. Það skýrist ekki síst af því að Euroshopper vörur hafa hækkað meira en vörur frá Gestus og First Price. Vísir/Vilhelm Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1 prósent í febrúar þegar fyrstu mælingar liggja fyrir. Orsök lækkunarinnar eru Heilsudagar í Nettó sem standa yfir fyrstu vikuna í febrúar. Prís er enn ódýrasta verslunin og verðlag í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. Vörurnar sem eru á afslætti í Nettó eru fyrst og fremst vörur sem ekki fást í Krónunni og Bónus. Dagvöruvísitalan hækkaði um 0,35 prósent í febrúar á síðasta ári þegar allur mánuðurinn lá fyrir. Prís enn ódýrasta verslunin Prís er enn ódýrasta verslunin samkvæmt reglulegu eftirliti verðlagseftirlits ASÍ. Þar eru verð mun lengra undir verði en í Bónus, meira heldur en verð í Bónus eru undir verði í Krónunni. Samkvæmt tilkynningu ASÍ eru verð í Nettó svo skammt undan verði í Krónunni. Samanburðurinn er þó aðeins framkvæmdur vöru fyrir vöru, ekki á vörum sem finnast ekki í öðrum verslunum. Það þýðir að Heilsudagar Nettó hnika ekki stöðu verslunarinnar í samanburði við Krónuna og Bónus því það eru fyrst og fremst aðrar vörur sem nú eru á útsölu þar. Euroshopper hækkað Meira en Gestus og First Price Verðlag í Krónunni og Bónus hækkar í svipuðum takti og undanfarna mánuði, um 0,25 prósent í Krónunni og 0,5 prósent í Bónus. Verð í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði samkvæmt tilkynningu ASÍ. Í tilkynningu segir að það skýrist ekki síst af því að vörur frá Euroshopper hafa hækkað meira en vörur frá Gestus og First Price. Þá kemur fram að miðað við febrúar í fyrra vegi hækkanir vissra birgja afar þungt. Verð á vörum frá Nóa Síríus og Freyju hefur á einu ári hækkað yfir 20 prósent og frá Kjörís um 17 prósent, þegar meðalhækkun verðs í Bónus og Krónunni er skoðað. Þá kemur fram í tilkynningunni að í janúar hafi Ölgerðin og Kjörís leitt hækkanir milli desember og janúar. Nú hafa Coca Cola á Íslandi og Emmessís bætt um betur og hækka meira en keppinautar þeirra milli desember og febrúar. Mestu hækkanirnar eru þó hjá Coca-Cola á Íslandi og hjá Ölgerðinni eins og sést á myndinni að neðan. Neytendur Matvöruverslun ASÍ Verðlag Verslun Tengdar fréttir Arion tilkynnir um lækkun vaxta Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær. 6. febrúar 2025 12:48 Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi. 5. febrúar 2025 21:50 Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. 5. febrúar 2025 20:03 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Rekinn korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Vörurnar sem eru á afslætti í Nettó eru fyrst og fremst vörur sem ekki fást í Krónunni og Bónus. Dagvöruvísitalan hækkaði um 0,35 prósent í febrúar á síðasta ári þegar allur mánuðurinn lá fyrir. Prís enn ódýrasta verslunin Prís er enn ódýrasta verslunin samkvæmt reglulegu eftirliti verðlagseftirlits ASÍ. Þar eru verð mun lengra undir verði en í Bónus, meira heldur en verð í Bónus eru undir verði í Krónunni. Samkvæmt tilkynningu ASÍ eru verð í Nettó svo skammt undan verði í Krónunni. Samanburðurinn er þó aðeins framkvæmdur vöru fyrir vöru, ekki á vörum sem finnast ekki í öðrum verslunum. Það þýðir að Heilsudagar Nettó hnika ekki stöðu verslunarinnar í samanburði við Krónuna og Bónus því það eru fyrst og fremst aðrar vörur sem nú eru á útsölu þar. Euroshopper hækkað Meira en Gestus og First Price Verðlag í Krónunni og Bónus hækkar í svipuðum takti og undanfarna mánuði, um 0,25 prósent í Krónunni og 0,5 prósent í Bónus. Verð í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði samkvæmt tilkynningu ASÍ. Í tilkynningu segir að það skýrist ekki síst af því að vörur frá Euroshopper hafa hækkað meira en vörur frá Gestus og First Price. Þá kemur fram að miðað við febrúar í fyrra vegi hækkanir vissra birgja afar þungt. Verð á vörum frá Nóa Síríus og Freyju hefur á einu ári hækkað yfir 20 prósent og frá Kjörís um 17 prósent, þegar meðalhækkun verðs í Bónus og Krónunni er skoðað. Þá kemur fram í tilkynningunni að í janúar hafi Ölgerðin og Kjörís leitt hækkanir milli desember og janúar. Nú hafa Coca Cola á Íslandi og Emmessís bætt um betur og hækka meira en keppinautar þeirra milli desember og febrúar. Mestu hækkanirnar eru þó hjá Coca-Cola á Íslandi og hjá Ölgerðinni eins og sést á myndinni að neðan.
Neytendur Matvöruverslun ASÍ Verðlag Verslun Tengdar fréttir Arion tilkynnir um lækkun vaxta Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær. 6. febrúar 2025 12:48 Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi. 5. febrúar 2025 21:50 Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. 5. febrúar 2025 20:03 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Rekinn korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Arion tilkynnir um lækkun vaxta Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær. 6. febrúar 2025 12:48
Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi. 5. febrúar 2025 21:50
Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. 5. febrúar 2025 20:03