HK hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína eftir áramót en Haukarnir hafa tapað báðum sínum.
Leó Snær Pétursson og Tómas Sigurðarson voru markahæstir hjá HK með sex mörk hvor en Sigurður Jefferson Guarino skoraði fimm mörk. Jovan Kukobat varði þrettán skot.
Össur Haraldsson skoraði sjö mörk úr sjö skotum fyrir Haukaan og Hergeir Grímsson var með fimm mörk og fjórar stoðsendingar.
Þetta var jafn og spennandi leikur þar sem liðin voru að skiptast á að ná forystunni. Staðan var 15-15 í hálfleik. HK-ingar náðu góðum endaspretti og tókst að landa frábærum sigri.
Eftir þessi úrslit þá eru Haukarnir í fimmta sæti með 18 stig en HK er áttunda og síðasta sætinu sem hefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.