Innlent

Allir þurfi að vera í verk­falli á sama tíma

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í 13 leikskólum og 7 grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir.

SÍF höfðaði mál gegn Kennarasambandinu á þeim forsendum að verkföll skuli ná til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. Verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

„Þetta staðfestir okkar skoðun, lögin segja það, og við túlkum lögin þannig, en Kennarasambandið var með aðra túlkun á því og var að boða í einstaka skólum en ekki öllum skólum hjá sama vinnuveitanda,“ segir Inga.

Hún segir að hún hafi ekki náð að skoða dóminn, og hann eigi eftir að rýna betur. Niðurstaðan þýði þó að allir þurfi að vera í verkfalli hjá sama stéttarfélagi og sama vinnuveitenda.

Til að verkföllin yrðu lögmæt þyrftu því allir til dæmis leikskólar Reykjavíkur að vera í verkfalli á sama tíma, en ekki bara sumir eins og verið hefur.

Næsti fundur deiluaðila með ríkissáttasemjara er á dagskrá klukkan níu í fyrramálið.

Hefur ekki verið einhver gangur í viðræðunum undanfarið? Ertu bjartsýn á morgundaginn?

„Það er náttúrulega stöðugt verið að reyna ná saman og við bara sjáum hvernig gengur núna. Það verkefni fer ekki frá okkur,“ segir Inga.


Tengdar fréttir

Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt

Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt.

Stefna kennurum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambandsins, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×