Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2025 16:23 Heiða Björg, Dóra Björt og þrír oddvitar til viðbótar hafa fundað um mögulegt meirihlutasamstarf í dag. Vísir/Vilhelm Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. Eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sprengdi meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata á föstudaginn hefur verið óvissa um nýjan meirihluta. Einar efndi strax til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokks fólksins sem ríkti bjartsýni með þar til ljóst varð að Flokkur fólksins yrði ekki með í slíku samstarfi. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, út í það í morgun hvort til greina kæmi að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Inga var afdráttarlaus í svörum að það kæmi ekki til greina meðal flokksmanna. Fyrir vikið er draumur Einars borgarstjóra um þann meirihluta úr sögunni og vinstri meirihluti í kortunum þar sem fimm konur eru í oddvitasætum. Heiða Björg hjá Samfylkingunni, Dóra Björt hjá Pírötum, Sanna Magdalena Mörtudóttir hjá Sósíalistum, Helga Þórðardóttir hjá Flokki fólksins og Líf Magneudóttir hjá Vinstri grænum. Saman næðu þessir flokkar tólf borgarfulltrúum, þeim fjölda sem þarf til að mynda meirihluta. Dóra Björt sagði í samtali við Ríkisútvarpið síðdegis að fulltrúar flokkanna fimm hefðu setið á fundi heima hjá oddvita Samfylkingarinnar. Fimm konur að reyna að taka til eftir karlavesen, eins og hún komst að orði. Gengið verður til kosninga í maí 2026 og því um fimmtán mánuðir til kosninga. Dóra Björt sagði ljóst að flokkarnir fimm yrðu að geta teiknað upp aðgerðarplan sem væri skýrt svo hægt væri að koma hlutum í framkvæmd á svo stuttum tíma. Heiðar Björg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar eiga von á því að staðan myndi skýrast í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki sé góður kostur fyrir Viðreisn að taka þátt í vinstri stjórn í borginni. Uppfært klukkan 16:34: Dóra Björt yfirgaf fundinn um þrjúleytið og Sanna, Helga og Líf um hálf fimm leytið. Allar ætla að ræða við bakland sitt í flokknunum. Hér að ofan má sjá viðtöl sem Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður okkar, náði við þrjá af oddvitunum. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sprengdi meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata á föstudaginn hefur verið óvissa um nýjan meirihluta. Einar efndi strax til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokks fólksins sem ríkti bjartsýni með þar til ljóst varð að Flokkur fólksins yrði ekki með í slíku samstarfi. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, út í það í morgun hvort til greina kæmi að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Inga var afdráttarlaus í svörum að það kæmi ekki til greina meðal flokksmanna. Fyrir vikið er draumur Einars borgarstjóra um þann meirihluta úr sögunni og vinstri meirihluti í kortunum þar sem fimm konur eru í oddvitasætum. Heiða Björg hjá Samfylkingunni, Dóra Björt hjá Pírötum, Sanna Magdalena Mörtudóttir hjá Sósíalistum, Helga Þórðardóttir hjá Flokki fólksins og Líf Magneudóttir hjá Vinstri grænum. Saman næðu þessir flokkar tólf borgarfulltrúum, þeim fjölda sem þarf til að mynda meirihluta. Dóra Björt sagði í samtali við Ríkisútvarpið síðdegis að fulltrúar flokkanna fimm hefðu setið á fundi heima hjá oddvita Samfylkingarinnar. Fimm konur að reyna að taka til eftir karlavesen, eins og hún komst að orði. Gengið verður til kosninga í maí 2026 og því um fimmtán mánuðir til kosninga. Dóra Björt sagði ljóst að flokkarnir fimm yrðu að geta teiknað upp aðgerðarplan sem væri skýrt svo hægt væri að koma hlutum í framkvæmd á svo stuttum tíma. Heiðar Björg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar eiga von á því að staðan myndi skýrast í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki sé góður kostur fyrir Viðreisn að taka þátt í vinstri stjórn í borginni. Uppfært klukkan 16:34: Dóra Björt yfirgaf fundinn um þrjúleytið og Sanna, Helga og Líf um hálf fimm leytið. Allar ætla að ræða við bakland sitt í flokknunum. Hér að ofan má sjá viðtöl sem Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður okkar, náði við þrjá af oddvitunum.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira