Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 13:16 Vegir hafa víða farið illa í íslenskri veðráttu en samkvæmt nýrri skýrslu er vegakerfið meðal þeirra innviða sem svokölluð innviðaskuld bitni hvað verst á. Vísir/Vilhelm Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í Hörpu í hádeginu í dag. Í skýrslunni er fjallað um ástand og framtíðarhorfur inviða á Íslandi. Þessi mikla innviðaskuld er sögð draga úr lífskjörum landsmanna að því er fram kemur í skýrslunni. Framtíðarhorfur eru metnar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Einnig er lagt mat á endurstofnvirði innviða á Íslandi sem er áætlað um 6.700 milljarðar króna. Það jafngildir 147% af vergri landsframleiðslu og er að sögn hærra hlutfall en „í flestum öðrum löndum“. Taflan sýnir samantekt af helstu niðurstöðum skýrslunnar sem fjallar um stöðu og ástand innviða á Íslandi.Samtök iðnaðarins Innviðum var gefin einkunn á skalanum 1 til 5 og var niðurstaðan 3. „Einkunnin 3 gefur til kynna að umtalsvert viðhald sé nauðsynlegt til að halda starfsemi innviða gangandi og að verulega fjárfestingu þurfi til að bæta ástand þeirra til lengri tíma,“ segir um einkunnagjöfina. Taflan hér að ofan sýnir einmitt einkunnagjöf fyrir einstaka innviðaflokka auk upplýsinga um endurstofnsvirði, uppsafnaða viðhaldsskuld og mat á framtíðarhorfum. Meðal annarra niðurstaðna sem þar eru reifaðar er að íslenskt innviðakerfi hafi ekki fylgt eftir vexti hagkerfisins. „Hægur vöxtur innviðakerfisins er hamlandi fyrir framtíðarvaxtarmöguleika hagkerfisins og getur haft alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins,“ segir meðal annars. Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsVísir/Egill Þá er sagt sláandi að staða innviða hafi ekki farið batnandi á undanförnum árum þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnvalda til að bæta úr stöðunni. Þetta vekji upp spurningar um viðnámsþrótt samfélagsins og hvort innviðir hafi burði til þess að virka sem skyldi þegar á reynir og því nauðsynlegt að bregðast við. Skuldum safnað í formi vanræktra innviða „Má með réttu segja að viðhaldsskuldin sé form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera þar sem ríki og sveitarfélög eru að velta skuld yfir á komandi kynslóðir með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi. Kostnaðurinn af slíkri skuldasöfnun fyrir samfélagið allt er mikill í formi minni afkastagetu og lægra þjónustustigs,“ segir í helstu niðurstöðum. Hagsmunasamtökin sem standa að skýrslunni kalla eftir því að stjórnvöld bregðist tafarlaust við og ráðist í aðgerðir. „Með því að nýta þá möguleika sem fjárfesting í innviðum býður upp á er hægt að styrkja stoðir samfélagsins og leggja grunn að bættum lífsgæðum til framtíðar. Aukin innviðafjárfesting getur verið lykill að sjálfbærum hagvexti.“ Vegagerð Byggingariðnaður Samgöngur Rekstur hins opinbera Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í Hörpu í hádeginu í dag. Í skýrslunni er fjallað um ástand og framtíðarhorfur inviða á Íslandi. Þessi mikla innviðaskuld er sögð draga úr lífskjörum landsmanna að því er fram kemur í skýrslunni. Framtíðarhorfur eru metnar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Einnig er lagt mat á endurstofnvirði innviða á Íslandi sem er áætlað um 6.700 milljarðar króna. Það jafngildir 147% af vergri landsframleiðslu og er að sögn hærra hlutfall en „í flestum öðrum löndum“. Taflan sýnir samantekt af helstu niðurstöðum skýrslunnar sem fjallar um stöðu og ástand innviða á Íslandi.Samtök iðnaðarins Innviðum var gefin einkunn á skalanum 1 til 5 og var niðurstaðan 3. „Einkunnin 3 gefur til kynna að umtalsvert viðhald sé nauðsynlegt til að halda starfsemi innviða gangandi og að verulega fjárfestingu þurfi til að bæta ástand þeirra til lengri tíma,“ segir um einkunnagjöfina. Taflan hér að ofan sýnir einmitt einkunnagjöf fyrir einstaka innviðaflokka auk upplýsinga um endurstofnsvirði, uppsafnaða viðhaldsskuld og mat á framtíðarhorfum. Meðal annarra niðurstaðna sem þar eru reifaðar er að íslenskt innviðakerfi hafi ekki fylgt eftir vexti hagkerfisins. „Hægur vöxtur innviðakerfisins er hamlandi fyrir framtíðarvaxtarmöguleika hagkerfisins og getur haft alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins,“ segir meðal annars. Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsVísir/Egill Þá er sagt sláandi að staða innviða hafi ekki farið batnandi á undanförnum árum þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnvalda til að bæta úr stöðunni. Þetta vekji upp spurningar um viðnámsþrótt samfélagsins og hvort innviðir hafi burði til þess að virka sem skyldi þegar á reynir og því nauðsynlegt að bregðast við. Skuldum safnað í formi vanræktra innviða „Má með réttu segja að viðhaldsskuldin sé form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera þar sem ríki og sveitarfélög eru að velta skuld yfir á komandi kynslóðir með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi. Kostnaðurinn af slíkri skuldasöfnun fyrir samfélagið allt er mikill í formi minni afkastagetu og lægra þjónustustigs,“ segir í helstu niðurstöðum. Hagsmunasamtökin sem standa að skýrslunni kalla eftir því að stjórnvöld bregðist tafarlaust við og ráðist í aðgerðir. „Með því að nýta þá möguleika sem fjárfesting í innviðum býður upp á er hægt að styrkja stoðir samfélagsins og leggja grunn að bættum lífsgæðum til framtíðar. Aukin innviðafjárfesting getur verið lykill að sjálfbærum hagvexti.“
Vegagerð Byggingariðnaður Samgöngur Rekstur hins opinbera Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira