Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 14:28 Kári Kristján Kristjánsson gæti hafa spilað sinn síðasta leik í vetur. vísir/Anton Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu. Frá þessu greinir Kári í samtali við RÚV í dag þar sem hann segir að streptókokkasýking, sem meðhöndluð hafi verið of seint, sé talinn sennilegur orsakavaldur veikindanna. Læknir hefur tjáð Kára að hann þurfi að taka því rólega næstu þrjá mánuðina. Því gæti leiktíðinni verið lokið hjá þessum 41 árs gamla lykilmanni Eyjaliðsins sem komið er í undanúrslit Powerade-bikarsins og mætir þar Stjörnunni. „Ég veiktist helgina sem úrslitaleikurinn á HM var og steinlá næturnar tvær á undan úrslitaleiknum og var í svitakófi,“ segir Kári í viðtali við RÚV en hann vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í HM-stofunni. Kári bætir við: „Þar að auki fann ég fyrir hálssærindum og fékk að lokum sýklalyf þegar í ljós kom að ég var kominn með streptókokka. Svo kom ég mér í gegnum alla umfjöllun í kringum úrslitaleikinn í sjónvarpinu á sunnudeginum langt frá því að vera orðinn góður og hélt svo heim til Vestmannaeyja daginn eftir.“ Kári Kristján Kristjánsson missir víst af bikarhelginni og þarf að treysta á félaga sína til að landa titlinum.vísir/Hulda Margrét Aldrei verið minna tilbúinn í að spila handboltaleik Kári reyndi svo að harka af sér og spilaði útileik gegn Fjölni þriðjudaginn 4. febrúar, tveimur dögum eftir fyrrnefndan lokaþátt HM-stofunnar. „Ég var inni á vellinum í kannski einhverjar tíu mínútur og upplifunin var eins og ég hafi aldrei verið minna tilbúinn líkamlega í að spila handboltaleik og þarna,“ segir Kári við RÚV. Ástandið tók svo að versna enn frekar og Kári fann fyrir sting í bringunni. Hann fór í læknisskoðun og var á endanum sendur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Samkvæmt frétt RÚV var Kári þá kominn með mikla hjartabólgu og höfðu ákveðin gildi hækkað hratt, og fór hann í öryggisskyni í hjartaþræðingu. Um tveir sólarhringar liðu áður en bólgurnar fóru að hjaðna en eins og fyrr segir er talið að streptókokkasýking hafi valdið veikindunum. Kári er mikill keppnismaður og vill ekki útiloka neitt varðandi það að hann spili meira á þessari leiktíð. Sé þess einhver kostur muni hann gera það. Aðeins tvær vikur eru í úrslitadagana í Powerade-bikarnum. „Það er auðvitað hundfúlt að geta ekki spilað á úrslitahelginni í bikarnum og svo styttist í úrslitakeppnina á Íslandsmótinu. En við sjáum bara hvað setur,“ segir Kári. HM karla í handbolta 2025 Olís-deild karla Powerade-bikarinn ÍBV Tengdar fréttir Kári um æxlið í bakinu á sér: „Númer eitt, tvö og þrjú að halda geðheilsunni“ 30. maí 2020 20:00 Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31 Mest lesið George Foreman er látinn Sport Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Enski boltinn Sló met Rashford og varð sá yngsti Fótbolti „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Fótbolti Skoraði í fyrsta landsleiknum Fótbolti Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Handbolti Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Sjá meira
Frá þessu greinir Kári í samtali við RÚV í dag þar sem hann segir að streptókokkasýking, sem meðhöndluð hafi verið of seint, sé talinn sennilegur orsakavaldur veikindanna. Læknir hefur tjáð Kára að hann þurfi að taka því rólega næstu þrjá mánuðina. Því gæti leiktíðinni verið lokið hjá þessum 41 árs gamla lykilmanni Eyjaliðsins sem komið er í undanúrslit Powerade-bikarsins og mætir þar Stjörnunni. „Ég veiktist helgina sem úrslitaleikurinn á HM var og steinlá næturnar tvær á undan úrslitaleiknum og var í svitakófi,“ segir Kári í viðtali við RÚV en hann vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í HM-stofunni. Kári bætir við: „Þar að auki fann ég fyrir hálssærindum og fékk að lokum sýklalyf þegar í ljós kom að ég var kominn með streptókokka. Svo kom ég mér í gegnum alla umfjöllun í kringum úrslitaleikinn í sjónvarpinu á sunnudeginum langt frá því að vera orðinn góður og hélt svo heim til Vestmannaeyja daginn eftir.“ Kári Kristján Kristjánsson missir víst af bikarhelginni og þarf að treysta á félaga sína til að landa titlinum.vísir/Hulda Margrét Aldrei verið minna tilbúinn í að spila handboltaleik Kári reyndi svo að harka af sér og spilaði útileik gegn Fjölni þriðjudaginn 4. febrúar, tveimur dögum eftir fyrrnefndan lokaþátt HM-stofunnar. „Ég var inni á vellinum í kannski einhverjar tíu mínútur og upplifunin var eins og ég hafi aldrei verið minna tilbúinn líkamlega í að spila handboltaleik og þarna,“ segir Kári við RÚV. Ástandið tók svo að versna enn frekar og Kári fann fyrir sting í bringunni. Hann fór í læknisskoðun og var á endanum sendur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Samkvæmt frétt RÚV var Kári þá kominn með mikla hjartabólgu og höfðu ákveðin gildi hækkað hratt, og fór hann í öryggisskyni í hjartaþræðingu. Um tveir sólarhringar liðu áður en bólgurnar fóru að hjaðna en eins og fyrr segir er talið að streptókokkasýking hafi valdið veikindunum. Kári er mikill keppnismaður og vill ekki útiloka neitt varðandi það að hann spili meira á þessari leiktíð. Sé þess einhver kostur muni hann gera það. Aðeins tvær vikur eru í úrslitadagana í Powerade-bikarnum. „Það er auðvitað hundfúlt að geta ekki spilað á úrslitahelginni í bikarnum og svo styttist í úrslitakeppnina á Íslandsmótinu. En við sjáum bara hvað setur,“ segir Kári.
HM karla í handbolta 2025 Olís-deild karla Powerade-bikarinn ÍBV Tengdar fréttir Kári um æxlið í bakinu á sér: „Númer eitt, tvö og þrjú að halda geðheilsunni“ 30. maí 2020 20:00 Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31 Mest lesið George Foreman er látinn Sport Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Enski boltinn Sló met Rashford og varð sá yngsti Fótbolti „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Fótbolti Skoraði í fyrsta landsleiknum Fótbolti Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Handbolti Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Sjá meira
Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31