Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Valur Páll Eiríksson skrifar 13. febrúar 2025 08:01 Sölvi Geir mun stýra Víkingum í stórleik kvöldsins. Vísir/Arnar Sölva Geir Ottesen er hent út í djúpu laugina í sínu fyrsta verkefni sem þjálfari Víkings. Liðið mætir Panathinaikos frá Grikklandi í sögulegum leik í umspili Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ekkert íslenskt lið hefur komist eins langt í Evrópukeppni og Víkingar. Um er að ræða fyrsta alvöru leik Sölva sem þjálfara Víkings en hann tók við af Arnari Gunnlaugssyni í vetur þegar sá síðarnefndi var ráðinn landsliðsþjálfari. Hann ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Þetta er stórt verkefni. Ég hef bara litið á þetta jákvætt, ég fæ risaverkefni í mínu fyrsta djobbi og mér finnst þetta lyfta mér hraðar á hærra stig. Mér er hent út í djúpu laugina, án kúta, og hef þurft að læra að synda mjög fljótt,“ segir Sölvi. „Það er oft besta leiðin að sleppa hjálpardekkjunum að henda sér af stað. Ég lít bara á þetta sem jákvætt og spennandi. Þetta mun bara ýta mér ennþá hærra til að vera klár,“ bætir hann við. Vonast eftir slyddu á „heimavellinum“ Panathinaikos frá Grikklandi er andstæðingur morgundagsins og telst leikurinn sem heimaleikur Víkings en fer þó fram í Helsinki í Finnlandi vegna þess að enginn völlur hérlendis uppfyllir skilyrði til að halda leikinn. Sölvi segir það ekki trufla menn. „Ég hef eiginlega ekki hugsað út í það. Það var vitað fljótlega að við myndum spila heimaleikinn úti og fókusinn hefur verið á Panathinaikos og okkur og hvað við ætlum að gera. Við spáum bara í hluti sem við getum stjórnað og allt annað gengur sinn gang. Við erum bara einbeittir á þetta verkefni og lítum á þetta sem heimavöll okkar núna,“ „Þetta er mjög svipað, þetta er gervigras og þetta er á svipuðum slóðum á heimskringlunni, norðarlega með kulda. Vonandi fáum við smá slyddu í leiknum svo við fáum alvöru íslenskt veður og okkur líður enn meira eins og heima,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Ekkert íslenskt lið hefur komist eins langt í Evrópukeppni og Víkingar. Um er að ræða fyrsta alvöru leik Sölva sem þjálfara Víkings en hann tók við af Arnari Gunnlaugssyni í vetur þegar sá síðarnefndi var ráðinn landsliðsþjálfari. Hann ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Þetta er stórt verkefni. Ég hef bara litið á þetta jákvætt, ég fæ risaverkefni í mínu fyrsta djobbi og mér finnst þetta lyfta mér hraðar á hærra stig. Mér er hent út í djúpu laugina, án kúta, og hef þurft að læra að synda mjög fljótt,“ segir Sölvi. „Það er oft besta leiðin að sleppa hjálpardekkjunum að henda sér af stað. Ég lít bara á þetta sem jákvætt og spennandi. Þetta mun bara ýta mér ennþá hærra til að vera klár,“ bætir hann við. Vonast eftir slyddu á „heimavellinum“ Panathinaikos frá Grikklandi er andstæðingur morgundagsins og telst leikurinn sem heimaleikur Víkings en fer þó fram í Helsinki í Finnlandi vegna þess að enginn völlur hérlendis uppfyllir skilyrði til að halda leikinn. Sölvi segir það ekki trufla menn. „Ég hef eiginlega ekki hugsað út í það. Það var vitað fljótlega að við myndum spila heimaleikinn úti og fókusinn hefur verið á Panathinaikos og okkur og hvað við ætlum að gera. Við spáum bara í hluti sem við getum stjórnað og allt annað gengur sinn gang. Við erum bara einbeittir á þetta verkefni og lítum á þetta sem heimavöll okkar núna,“ „Þetta er mjög svipað, þetta er gervigras og þetta er á svipuðum slóðum á heimskringlunni, norðarlega með kulda. Vonandi fáum við smá slyddu í leiknum svo við fáum alvöru íslenskt veður og okkur líður enn meira eins og heima,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira