„Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. febrúar 2025 13:02 Sölvi Geir Ottesen stýrir Víkingum í stórum leik í kvöld. Jafnvel þeim stærsta sem íslenskt fótboltalið hefur spilað. vísir/Aron Öll áhersla Víkinga síðustu vikur og mánuði hefur verið á leik dagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Allar æfingar og leikir hafa tekið mið af leikstíl gríska liðsins. Sölvi Geir Ottesen tók við keflinu af Arnari Gunnlaugssyni í vetur en eftir að Víkingar tryggðu sæti sitt í umspilinu hefur ekkert annað komist að en þessir leikir. Víkingur átti lengsta tímabil íslensks liðs í sögunni á síðasta ári og því tímabili í raun ekki enn lokið. Öll nálgun hafi tekið mið af andstæðingi dagsins. „Við ákváðum það eftir að við komum til baka úr þessu stutta fríi okkar, sem var sirka þrjár vikur, að við skildum setja allan fókusinn okkar á þennan leik. Allir æfingaleikirnir sem við spiluðum voru út frá þessum leik. Kerfin sem við vorum að prófa eru þau sem okkur þótti hentugast á móti þeim,“ segir Sölvi Geir. Aðallið félagsins fékk téð vetrarfrí og þeir sem yngri eru spiluðu fyrstu leiki Víkings í Reykjavíkurmótinu á meðan aðrir kláruðu fríið. Haft margar vikur til að stúdera Grikkina Á meðal þeirra leikmanna sem spiluðu þar var Stígur Diljan Þórðarson, sem gekk í raðir Víkings fyrir áramót, en fékk þó ekki leikheimild fyrr en eftir Reykjavíkurmótið. Umtalaðar voru sektir sem Víkingur tók á kassann til að Stígur gæti komist inn í hlutina, öðlast leikform og spilað með í Reykjavíkurmótinu. „Það er líka kannski ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann í Reykjavíkurmótinu til að undirbúa okkur fyrir þetta verkefni. Við höfum haft góðan tíma til að fara yfir þetta. Það er kannski það jákvæða við okkar einvígi á móti Panathinaikos að við höfum haft margar vikur til að stúdera þá og gera okkur klára fyrir þennan leik. Kannski vegur upp á móti að við erum ekki í besta leikforminu,“ segir Sölvi Geir. Ekkert kvartað í erfiðum janúar Víkingar séu sannarlega ekki á sama stað og þegar síðustu Evrópuleikir fóru fram. Margir leikirnir í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar voru í miðri viku á milli mikilvægra leikja hér heima og þá gafst andrými á milli þeirra þegar leið á. Þó engin pása í líkingu við þá sem þeir hafa fengið síðustu vikur, á meðan Panathinaikos er á miðju tímabili. „Við erum ekki á sama stað og við vorum þegar við vorum að spila á móti LASK og Djugarden þessa síðustu leiki í Sambandsdeildinni en teljum okkur samt sem áður verið í góðu formi. Við höfum lent í hindrunum með veður og svoleiðis heima, það hefur ekki verið besta verðið í janúar, En ég verð að hrósa leikmönnum fyrir það hversu einbeittir þeir voru í gegnum allt þetta ferli að koma sér í gang. Þeir kvörtuðu ekki einu sinni yfir því sem bjátaði á og mér líður rosalega vel með hvar liðið er statt núna. Við erum bara fullir tilhlökkunar,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen tók við keflinu af Arnari Gunnlaugssyni í vetur en eftir að Víkingar tryggðu sæti sitt í umspilinu hefur ekkert annað komist að en þessir leikir. Víkingur átti lengsta tímabil íslensks liðs í sögunni á síðasta ári og því tímabili í raun ekki enn lokið. Öll nálgun hafi tekið mið af andstæðingi dagsins. „Við ákváðum það eftir að við komum til baka úr þessu stutta fríi okkar, sem var sirka þrjár vikur, að við skildum setja allan fókusinn okkar á þennan leik. Allir æfingaleikirnir sem við spiluðum voru út frá þessum leik. Kerfin sem við vorum að prófa eru þau sem okkur þótti hentugast á móti þeim,“ segir Sölvi Geir. Aðallið félagsins fékk téð vetrarfrí og þeir sem yngri eru spiluðu fyrstu leiki Víkings í Reykjavíkurmótinu á meðan aðrir kláruðu fríið. Haft margar vikur til að stúdera Grikkina Á meðal þeirra leikmanna sem spiluðu þar var Stígur Diljan Þórðarson, sem gekk í raðir Víkings fyrir áramót, en fékk þó ekki leikheimild fyrr en eftir Reykjavíkurmótið. Umtalaðar voru sektir sem Víkingur tók á kassann til að Stígur gæti komist inn í hlutina, öðlast leikform og spilað með í Reykjavíkurmótinu. „Það er líka kannski ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann í Reykjavíkurmótinu til að undirbúa okkur fyrir þetta verkefni. Við höfum haft góðan tíma til að fara yfir þetta. Það er kannski það jákvæða við okkar einvígi á móti Panathinaikos að við höfum haft margar vikur til að stúdera þá og gera okkur klára fyrir þennan leik. Kannski vegur upp á móti að við erum ekki í besta leikforminu,“ segir Sölvi Geir. Ekkert kvartað í erfiðum janúar Víkingar séu sannarlega ekki á sama stað og þegar síðustu Evrópuleikir fóru fram. Margir leikirnir í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar voru í miðri viku á milli mikilvægra leikja hér heima og þá gafst andrými á milli þeirra þegar leið á. Þó engin pása í líkingu við þá sem þeir hafa fengið síðustu vikur, á meðan Panathinaikos er á miðju tímabili. „Við erum ekki á sama stað og við vorum þegar við vorum að spila á móti LASK og Djugarden þessa síðustu leiki í Sambandsdeildinni en teljum okkur samt sem áður verið í góðu formi. Við höfum lent í hindrunum með veður og svoleiðis heima, það hefur ekki verið besta verðið í janúar, En ég verð að hrósa leikmönnum fyrir það hversu einbeittir þeir voru í gegnum allt þetta ferli að koma sér í gang. Þeir kvörtuðu ekki einu sinni yfir því sem bjátaði á og mér líður rosalega vel með hvar liðið er statt núna. Við erum bara fullir tilhlökkunar,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira