Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Lovísa Arnardóttir skrifar 12. febrúar 2025 18:02 Donald Trump og Vladimír Pútín töluðu saman í um eina og hálfa klukkustund. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við forseta Rússlands, Vladimír Pútín í dag í síma um Úkraínu, Miðausturlönd, orkumál, gervigreind og peningamál. Trump segir símtalið hafa verið langt og mjög árangursríkt í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump segir þá hafa rætt sögu Bandaríkjanna og Rússlands, hvað þessar þjóðir eigi sameiginlegt og að þau hafi barist saman í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir hafi rætt þau mannslíf sem hafi tapast í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir séu sammála um að það þurfi að koma í veg fyrir að fleiri látist í stríði Rússlands og Úkraínu og að þeir hafi ákveðið að vinna saman, mjög náið, meðal annars með því að heimsækja land hvors annars. Trump sagði þá báða ætla að mynda teymi til að hefja samningaviðræður og að hann ætli að hafa samband við forseta Úkraínu, Volodomír Selenskíj, til að segja honum frá því samtali sem hann átti við Pútín. Fleiri ættu ekki að deyja Trump greindi einnig frá því að hann hafi beðið Marco Rubio, utanríkisráðherra sinn, John Ratcliffe, yfirmann CIA, Michael Waltz þjóðaröryggisráðgjafa sinn og sendiherrann Steve Witkoff að leiða samningaviðræðurnar. „…ég hef sterka tilfinningu fyrir því að þær verði árangursríkar,“ sagði Trump í færslu sinni. „Milljónir hafa látist í stríði sem hefði ekki gerst hefði ég verið forseti, en það gerðist, svo það verður að taka enda. Það ættu ekki fleiri að tapa lífi sínu,“ sagði Trump. Hann þakkaði Pútín fyrir tíma hans og fyrir að sleppa Bandaríkjamanninum Marc Fogel úr haldi í gær. Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður stjórnvalda í Rússlandi hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Færsla Max Seddon á X.X Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Varanleg lausn Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Rússlandi, segir á samfélagsmiðlinum X að Pútín hafa sagst opinn fyrir langtímalausnum vegna innrásarinnar í Úkraínu, og áréttaði að það væri grundvallaratriði að útkljá ástæðurnar fyrir innrásinni. Þetta þýddi að horfið yrði frá NATO aðild Úkraínu og að austurhluti landnsins yrði á ný færður undir leppstjórnina í Kænugarði. Í frétt á rússneska miðlinum RIA segir að Pútín hafi í símtalinu talað um að ávarpa rót vandans sem leiddi til innrásarinnar og að hann væri sammála Trump að hægt væri að komast að varanlegri lausn með friðsömum viðræðum. Donald Trump Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Trump segir þá hafa rætt sögu Bandaríkjanna og Rússlands, hvað þessar þjóðir eigi sameiginlegt og að þau hafi barist saman í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir hafi rætt þau mannslíf sem hafi tapast í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir séu sammála um að það þurfi að koma í veg fyrir að fleiri látist í stríði Rússlands og Úkraínu og að þeir hafi ákveðið að vinna saman, mjög náið, meðal annars með því að heimsækja land hvors annars. Trump sagði þá báða ætla að mynda teymi til að hefja samningaviðræður og að hann ætli að hafa samband við forseta Úkraínu, Volodomír Selenskíj, til að segja honum frá því samtali sem hann átti við Pútín. Fleiri ættu ekki að deyja Trump greindi einnig frá því að hann hafi beðið Marco Rubio, utanríkisráðherra sinn, John Ratcliffe, yfirmann CIA, Michael Waltz þjóðaröryggisráðgjafa sinn og sendiherrann Steve Witkoff að leiða samningaviðræðurnar. „…ég hef sterka tilfinningu fyrir því að þær verði árangursríkar,“ sagði Trump í færslu sinni. „Milljónir hafa látist í stríði sem hefði ekki gerst hefði ég verið forseti, en það gerðist, svo það verður að taka enda. Það ættu ekki fleiri að tapa lífi sínu,“ sagði Trump. Hann þakkaði Pútín fyrir tíma hans og fyrir að sleppa Bandaríkjamanninum Marc Fogel úr haldi í gær. Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður stjórnvalda í Rússlandi hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Færsla Max Seddon á X.X Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Varanleg lausn Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Rússlandi, segir á samfélagsmiðlinum X að Pútín hafa sagst opinn fyrir langtímalausnum vegna innrásarinnar í Úkraínu, og áréttaði að það væri grundvallaratriði að útkljá ástæðurnar fyrir innrásinni. Þetta þýddi að horfið yrði frá NATO aðild Úkraínu og að austurhluti landnsins yrði á ný færður undir leppstjórnina í Kænugarði. Í frétt á rússneska miðlinum RIA segir að Pútín hafi í símtalinu talað um að ávarpa rót vandans sem leiddi til innrásarinnar og að hann væri sammála Trump að hægt væri að komast að varanlegri lausn með friðsömum viðræðum.
Donald Trump Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49
Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59
Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59