Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 10:44 Hermann Austmar er faðir stúlku í Breiðholtsskóla. Vísir/Vilhelm Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, segir ógnarstjórnun ráða ríkjum í árgangi dóttur hennar sem er á miðstigi skólans. Hann talar um að fámennur hópur ráði ríkjum og að börn hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þetta kom fram í viðtali við Hermann í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Morgunblaðið fjallaði um ástandið í árganginum fyrr í vikunni. Þar sagði að börn þyrðu ekki í skólann. „Þetta er algjörlega satt. Það var foreldrafundur í desember. Það voru mjög margir foreldrar á þeim fundi sem lýstu því þannig að börnin þeirra væru logandi hrædd við að vera í skólanum, og mæta í skólann. Það er þannig að einhver börn eru ekki að mæta í skólann,“ sagði Hermann. „Þetta er ekkert nýtt“ Hann segir að það hafi legið fyrir síðan krakkarnir voru í öðrum bekk að þessum árgangi myndu fylgja vandamál. Þau hafi síðan stigmagnast á síðustu árum. „Það var ljóst strax að þetta yrði vandamál. Ég átti fund með skóla- og frístundasviði og skólastjóra, og öðru foreldri í öðrum bekk. Það hefur verið alveg auglóst í hvað stefndi. Þetta er ekkert nýtt, og þetta er búið að fara vaxandi eftir að þau eldast.“ Í Morgunblaðinu var fjallað um að börn hefðu orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hermann segir þá lýsingu rétta. „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur. Þetta eru ekki einhver einstök mál. Eins og starfsmenn skólans eru búnir að lýsa þessu fyrir mér er alvarleg ofbeldismenning í þessum árgangi. Það væri ógnarstjórn. Þau væru stanslaust hrædd um að ofbeldi gæti gerst hvenær sem er.“ Sem dæmi um ofbeldi nefnir Hermann hópárás sem átti sér stað fyrir utan skólann. Sú árás hafi verið tekin upp á myndband og send á aðra nemendur á Snapchat, sem hafi því orðið meðvituð um ofbeldið. Engin lærdómur sökum streitu Í Morgunblaðinu var haft eftir Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að það kannaðist ekki við þennan eineltis- og ofbeldisvanda. Hermann segir það ekki standast skoðun. „Þetta er augljóslega stofnun sem ekki hægt er að treysta. Ef þau fylgjast ekki betur með hvað er að gerast í skólunum hjá sér, hvernig á ég að geta treyst þeim fyrir börnunum mínum?“ spurði hann. „Starfsmaður skólans hefur sagt við mig: Það heitir ekkert kennsla sem fer fram. Það er svo mikill ófriður, það er svo mikil truflun að þau eru ekki að læra neitt. Nema þetta ógnarástand sem veldur svo mikilli streitu. Segjum að það sé friður, þá meðtaka þau ekki upplýsingar. Streitan er svo mikil.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Hermann í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Morgunblaðið fjallaði um ástandið í árganginum fyrr í vikunni. Þar sagði að börn þyrðu ekki í skólann. „Þetta er algjörlega satt. Það var foreldrafundur í desember. Það voru mjög margir foreldrar á þeim fundi sem lýstu því þannig að börnin þeirra væru logandi hrædd við að vera í skólanum, og mæta í skólann. Það er þannig að einhver börn eru ekki að mæta í skólann,“ sagði Hermann. „Þetta er ekkert nýtt“ Hann segir að það hafi legið fyrir síðan krakkarnir voru í öðrum bekk að þessum árgangi myndu fylgja vandamál. Þau hafi síðan stigmagnast á síðustu árum. „Það var ljóst strax að þetta yrði vandamál. Ég átti fund með skóla- og frístundasviði og skólastjóra, og öðru foreldri í öðrum bekk. Það hefur verið alveg auglóst í hvað stefndi. Þetta er ekkert nýtt, og þetta er búið að fara vaxandi eftir að þau eldast.“ Í Morgunblaðinu var fjallað um að börn hefðu orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hermann segir þá lýsingu rétta. „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur. Þetta eru ekki einhver einstök mál. Eins og starfsmenn skólans eru búnir að lýsa þessu fyrir mér er alvarleg ofbeldismenning í þessum árgangi. Það væri ógnarstjórn. Þau væru stanslaust hrædd um að ofbeldi gæti gerst hvenær sem er.“ Sem dæmi um ofbeldi nefnir Hermann hópárás sem átti sér stað fyrir utan skólann. Sú árás hafi verið tekin upp á myndband og send á aðra nemendur á Snapchat, sem hafi því orðið meðvituð um ofbeldið. Engin lærdómur sökum streitu Í Morgunblaðinu var haft eftir Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að það kannaðist ekki við þennan eineltis- og ofbeldisvanda. Hermann segir það ekki standast skoðun. „Þetta er augljóslega stofnun sem ekki hægt er að treysta. Ef þau fylgjast ekki betur með hvað er að gerast í skólunum hjá sér, hvernig á ég að geta treyst þeim fyrir börnunum mínum?“ spurði hann. „Starfsmaður skólans hefur sagt við mig: Það heitir ekkert kennsla sem fer fram. Það er svo mikill ófriður, það er svo mikil truflun að þau eru ekki að læra neitt. Nema þetta ógnarástand sem veldur svo mikilli streitu. Segjum að það sé friður, þá meðtaka þau ekki upplýsingar. Streitan er svo mikil.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira