Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar 13. febrúar 2025 12:01 Staða hjúkrunarfræðinga á Íslandi er góð, hjúkrunarfræðingar eru vel menntaðir og hæfir, geta valið úr störfum og fá auðveldlega störf hvar sem er í heiminum. Það sama á ekki við um heilbrigðiskerfið sem vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Það eru mikil tækifæri hér, við eigum fjölmarga hjúkrunarfræðinga sem starfa utan heilbrigðiskerfisins. Það er tækifæri í því að fá þá til starfa í heilbrigðiskerfinu aftur. Það er hægt að gera með sanngjörnum launum, aðlögun og þjálfun við hæfi og síðast en ekki síst öruggu vinnuumhverfi og staðfestu þess að eiga ekki á hættu að verða dreginn fyrir dómstóla ef upp kemur atvik í starfi. Sanngjörn kjör og aukið öryggi Hjúkrunarfræðingar eru ábyrg stétt sem hefur skyldum að gegna við hjúkrun allra sjúklinga landsins. Það er meiri eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum en framboð og er það víða þannig að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Því miður orsakar mannekla í faginu að stundum þarf að framlengja þessa ábyrgð til ófaglærðra, oft ættingja, sem settir eru í erfiða stöðu. Það kostar ríkið og samfélagið mikið að reka heilbrigðiskerfið og enn kostnaðarsamara er að mennta hjúkrunarfræðinga og halda þeim svo ekki í starfi vegna gríðarlegs álags og óviðunandi launa.Það þarf átak að fá hjúkrunarfræðinga aftur til starfa og stuðla að góðu starfsumhverfi fyrir stéttina alla svo þeir haldist í faginu. Grunnlaun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, um helmingur stéttarinnar vinnur einungis dagvinnu. Grunnlaun eru þau laun sem hjúkrunarfræðingar í dagvinnu hafa og þau eru of lág miðað við annað háskólamenntað dagvinnufólk, þessu þarf að breyta og við getum það. Mikilvægt skref var tekið í nýgerðum kjarasamningi til næstu fjögurra ára með vörpun í nýja launatöflu sem styrkir okkur í samanburði til hækkunar grunnlauna. Frekari úrvinnslu er þörf og við hjúkrunarfræðingar getum snúið bökum saman í baráttu fyrir betri kjörum og auknu öryggi við störf okkar. Rannsóknir sýna fram á sterk tengsl milli mönnunar við hjúkrun og öryggis sjúklinga. Undirmönnun skapar vítahring, þar sem skert þjónusta ógnar öryggi sjúklinga og álag á það starfsfólk sem fyrir er eykst. Það er mikilvægt að grípa til aðgerða varðandi mönnunarviðmið, álag og gæðaviðmið, tillögur að útfærslu liggja fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa. Framúrskarandi heilbrigðisþjónusta Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Samhliða þurfum við að skoða fjölbreytt þjónustuform, vera óhrædd við nýjungar og hugsa út fyrir boxið. Staðan í dag er ekki sjálfbær, það er þegar verið að forgangsraða í kerfinu og hjúkrunarfræðingar undir miklu álagi og hlaupa af vakt með lista sem þeir hafa ekki náð að klára. Langvarandi vinnuálag gengur fram af hjúkrunarstéttinni og gerir það að verkum að hún leitar á önnur mið. Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Ef ekkert verður að gert mun vöntun eftir hjúkrunarfræðingum enn aukast á komandi árum og heilbrigðisþjónustan í landinu einungis snúast um að slökkva elda. Það er bæði nauðsynlegt og tímabært að vinna að mismunandi sviðsmyndum heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Tækninýjungar eru hraðar og gervigreindin mun létta undir, en ekkert mun koma í stað hjúkrunarfræðinga, þörfin eftir þeim mun halda áfram að aukast. Það er okkar samfélagsins að standa vörð um heilbrigðiskerfið og ákveða hvernig þjónustu við viljum hafa og vinna að því öllum árum. Leggjumst saman á árarnar og gerum það sem þarf. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stéttarfélög Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Staða hjúkrunarfræðinga á Íslandi er góð, hjúkrunarfræðingar eru vel menntaðir og hæfir, geta valið úr störfum og fá auðveldlega störf hvar sem er í heiminum. Það sama á ekki við um heilbrigðiskerfið sem vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Það eru mikil tækifæri hér, við eigum fjölmarga hjúkrunarfræðinga sem starfa utan heilbrigðiskerfisins. Það er tækifæri í því að fá þá til starfa í heilbrigðiskerfinu aftur. Það er hægt að gera með sanngjörnum launum, aðlögun og þjálfun við hæfi og síðast en ekki síst öruggu vinnuumhverfi og staðfestu þess að eiga ekki á hættu að verða dreginn fyrir dómstóla ef upp kemur atvik í starfi. Sanngjörn kjör og aukið öryggi Hjúkrunarfræðingar eru ábyrg stétt sem hefur skyldum að gegna við hjúkrun allra sjúklinga landsins. Það er meiri eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum en framboð og er það víða þannig að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Því miður orsakar mannekla í faginu að stundum þarf að framlengja þessa ábyrgð til ófaglærðra, oft ættingja, sem settir eru í erfiða stöðu. Það kostar ríkið og samfélagið mikið að reka heilbrigðiskerfið og enn kostnaðarsamara er að mennta hjúkrunarfræðinga og halda þeim svo ekki í starfi vegna gríðarlegs álags og óviðunandi launa.Það þarf átak að fá hjúkrunarfræðinga aftur til starfa og stuðla að góðu starfsumhverfi fyrir stéttina alla svo þeir haldist í faginu. Grunnlaun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, um helmingur stéttarinnar vinnur einungis dagvinnu. Grunnlaun eru þau laun sem hjúkrunarfræðingar í dagvinnu hafa og þau eru of lág miðað við annað háskólamenntað dagvinnufólk, þessu þarf að breyta og við getum það. Mikilvægt skref var tekið í nýgerðum kjarasamningi til næstu fjögurra ára með vörpun í nýja launatöflu sem styrkir okkur í samanburði til hækkunar grunnlauna. Frekari úrvinnslu er þörf og við hjúkrunarfræðingar getum snúið bökum saman í baráttu fyrir betri kjörum og auknu öryggi við störf okkar. Rannsóknir sýna fram á sterk tengsl milli mönnunar við hjúkrun og öryggis sjúklinga. Undirmönnun skapar vítahring, þar sem skert þjónusta ógnar öryggi sjúklinga og álag á það starfsfólk sem fyrir er eykst. Það er mikilvægt að grípa til aðgerða varðandi mönnunarviðmið, álag og gæðaviðmið, tillögur að útfærslu liggja fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa. Framúrskarandi heilbrigðisþjónusta Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Samhliða þurfum við að skoða fjölbreytt þjónustuform, vera óhrædd við nýjungar og hugsa út fyrir boxið. Staðan í dag er ekki sjálfbær, það er þegar verið að forgangsraða í kerfinu og hjúkrunarfræðingar undir miklu álagi og hlaupa af vakt með lista sem þeir hafa ekki náð að klára. Langvarandi vinnuálag gengur fram af hjúkrunarstéttinni og gerir það að verkum að hún leitar á önnur mið. Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Ef ekkert verður að gert mun vöntun eftir hjúkrunarfræðingum enn aukast á komandi árum og heilbrigðisþjónustan í landinu einungis snúast um að slökkva elda. Það er bæði nauðsynlegt og tímabært að vinna að mismunandi sviðsmyndum heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Tækninýjungar eru hraðar og gervigreindin mun létta undir, en ekkert mun koma í stað hjúkrunarfræðinga, þörfin eftir þeim mun halda áfram að aukast. Það er okkar samfélagsins að standa vörð um heilbrigðiskerfið og ákveða hvernig þjónustu við viljum hafa og vinna að því öllum árum. Leggjumst saman á árarnar og gerum það sem þarf. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun