Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar 13. febrúar 2025 12:01 Staða hjúkrunarfræðinga á Íslandi er góð, hjúkrunarfræðingar eru vel menntaðir og hæfir, geta valið úr störfum og fá auðveldlega störf hvar sem er í heiminum. Það sama á ekki við um heilbrigðiskerfið sem vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Það eru mikil tækifæri hér, við eigum fjölmarga hjúkrunarfræðinga sem starfa utan heilbrigðiskerfisins. Það er tækifæri í því að fá þá til starfa í heilbrigðiskerfinu aftur. Það er hægt að gera með sanngjörnum launum, aðlögun og þjálfun við hæfi og síðast en ekki síst öruggu vinnuumhverfi og staðfestu þess að eiga ekki á hættu að verða dreginn fyrir dómstóla ef upp kemur atvik í starfi. Sanngjörn kjör og aukið öryggi Hjúkrunarfræðingar eru ábyrg stétt sem hefur skyldum að gegna við hjúkrun allra sjúklinga landsins. Það er meiri eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum en framboð og er það víða þannig að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Því miður orsakar mannekla í faginu að stundum þarf að framlengja þessa ábyrgð til ófaglærðra, oft ættingja, sem settir eru í erfiða stöðu. Það kostar ríkið og samfélagið mikið að reka heilbrigðiskerfið og enn kostnaðarsamara er að mennta hjúkrunarfræðinga og halda þeim svo ekki í starfi vegna gríðarlegs álags og óviðunandi launa.Það þarf átak að fá hjúkrunarfræðinga aftur til starfa og stuðla að góðu starfsumhverfi fyrir stéttina alla svo þeir haldist í faginu. Grunnlaun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, um helmingur stéttarinnar vinnur einungis dagvinnu. Grunnlaun eru þau laun sem hjúkrunarfræðingar í dagvinnu hafa og þau eru of lág miðað við annað háskólamenntað dagvinnufólk, þessu þarf að breyta og við getum það. Mikilvægt skref var tekið í nýgerðum kjarasamningi til næstu fjögurra ára með vörpun í nýja launatöflu sem styrkir okkur í samanburði til hækkunar grunnlauna. Frekari úrvinnslu er þörf og við hjúkrunarfræðingar getum snúið bökum saman í baráttu fyrir betri kjörum og auknu öryggi við störf okkar. Rannsóknir sýna fram á sterk tengsl milli mönnunar við hjúkrun og öryggis sjúklinga. Undirmönnun skapar vítahring, þar sem skert þjónusta ógnar öryggi sjúklinga og álag á það starfsfólk sem fyrir er eykst. Það er mikilvægt að grípa til aðgerða varðandi mönnunarviðmið, álag og gæðaviðmið, tillögur að útfærslu liggja fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa. Framúrskarandi heilbrigðisþjónusta Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Samhliða þurfum við að skoða fjölbreytt þjónustuform, vera óhrædd við nýjungar og hugsa út fyrir boxið. Staðan í dag er ekki sjálfbær, það er þegar verið að forgangsraða í kerfinu og hjúkrunarfræðingar undir miklu álagi og hlaupa af vakt með lista sem þeir hafa ekki náð að klára. Langvarandi vinnuálag gengur fram af hjúkrunarstéttinni og gerir það að verkum að hún leitar á önnur mið. Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Ef ekkert verður að gert mun vöntun eftir hjúkrunarfræðingum enn aukast á komandi árum og heilbrigðisþjónustan í landinu einungis snúast um að slökkva elda. Það er bæði nauðsynlegt og tímabært að vinna að mismunandi sviðsmyndum heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Tækninýjungar eru hraðar og gervigreindin mun létta undir, en ekkert mun koma í stað hjúkrunarfræðinga, þörfin eftir þeim mun halda áfram að aukast. Það er okkar samfélagsins að standa vörð um heilbrigðiskerfið og ákveða hvernig þjónustu við viljum hafa og vinna að því öllum árum. Leggjumst saman á árarnar og gerum það sem þarf. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stéttarfélög Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Staða hjúkrunarfræðinga á Íslandi er góð, hjúkrunarfræðingar eru vel menntaðir og hæfir, geta valið úr störfum og fá auðveldlega störf hvar sem er í heiminum. Það sama á ekki við um heilbrigðiskerfið sem vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Það eru mikil tækifæri hér, við eigum fjölmarga hjúkrunarfræðinga sem starfa utan heilbrigðiskerfisins. Það er tækifæri í því að fá þá til starfa í heilbrigðiskerfinu aftur. Það er hægt að gera með sanngjörnum launum, aðlögun og þjálfun við hæfi og síðast en ekki síst öruggu vinnuumhverfi og staðfestu þess að eiga ekki á hættu að verða dreginn fyrir dómstóla ef upp kemur atvik í starfi. Sanngjörn kjör og aukið öryggi Hjúkrunarfræðingar eru ábyrg stétt sem hefur skyldum að gegna við hjúkrun allra sjúklinga landsins. Það er meiri eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum en framboð og er það víða þannig að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Því miður orsakar mannekla í faginu að stundum þarf að framlengja þessa ábyrgð til ófaglærðra, oft ættingja, sem settir eru í erfiða stöðu. Það kostar ríkið og samfélagið mikið að reka heilbrigðiskerfið og enn kostnaðarsamara er að mennta hjúkrunarfræðinga og halda þeim svo ekki í starfi vegna gríðarlegs álags og óviðunandi launa.Það þarf átak að fá hjúkrunarfræðinga aftur til starfa og stuðla að góðu starfsumhverfi fyrir stéttina alla svo þeir haldist í faginu. Grunnlaun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, um helmingur stéttarinnar vinnur einungis dagvinnu. Grunnlaun eru þau laun sem hjúkrunarfræðingar í dagvinnu hafa og þau eru of lág miðað við annað háskólamenntað dagvinnufólk, þessu þarf að breyta og við getum það. Mikilvægt skref var tekið í nýgerðum kjarasamningi til næstu fjögurra ára með vörpun í nýja launatöflu sem styrkir okkur í samanburði til hækkunar grunnlauna. Frekari úrvinnslu er þörf og við hjúkrunarfræðingar getum snúið bökum saman í baráttu fyrir betri kjörum og auknu öryggi við störf okkar. Rannsóknir sýna fram á sterk tengsl milli mönnunar við hjúkrun og öryggis sjúklinga. Undirmönnun skapar vítahring, þar sem skert þjónusta ógnar öryggi sjúklinga og álag á það starfsfólk sem fyrir er eykst. Það er mikilvægt að grípa til aðgerða varðandi mönnunarviðmið, álag og gæðaviðmið, tillögur að útfærslu liggja fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa. Framúrskarandi heilbrigðisþjónusta Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Samhliða þurfum við að skoða fjölbreytt þjónustuform, vera óhrædd við nýjungar og hugsa út fyrir boxið. Staðan í dag er ekki sjálfbær, það er þegar verið að forgangsraða í kerfinu og hjúkrunarfræðingar undir miklu álagi og hlaupa af vakt með lista sem þeir hafa ekki náð að klára. Langvarandi vinnuálag gengur fram af hjúkrunarstéttinni og gerir það að verkum að hún leitar á önnur mið. Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Ef ekkert verður að gert mun vöntun eftir hjúkrunarfræðingum enn aukast á komandi árum og heilbrigðisþjónustan í landinu einungis snúast um að slökkva elda. Það er bæði nauðsynlegt og tímabært að vinna að mismunandi sviðsmyndum heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Tækninýjungar eru hraðar og gervigreindin mun létta undir, en ekkert mun koma í stað hjúkrunarfræðinga, þörfin eftir þeim mun halda áfram að aukast. Það er okkar samfélagsins að standa vörð um heilbrigðiskerfið og ákveða hvernig þjónustu við viljum hafa og vinna að því öllum árum. Leggjumst saman á árarnar og gerum það sem þarf. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun