Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 13:11 Samúel Jói, og tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hafa verið sakfelldir fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Stöð 2 Samúel Jói Björgvinsson hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hlutu tveggja og hálfs árs dóm hvor. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslum sínum 2,9 kíló af MDMA-kristöllum og 1781 MDMA-töflu. Sérfræðingur í lyfja- og eiturefnafræði sagði fyrir dómi að úr þessum tæpu þremur kílóum af MDMA-kristöllum væri hægt að framleiða um 23 þúsund MDMA-töflur. Samanlagt væri því um að ræða um það bil 25 þúsund neysluskammta. Sáust á upptöku Efnin voru geymd í skrifstofuhúsnæði sem bræðurnir höfðu einhver umráð yfir í Bæjarlind í Kópavogi. Lögreglan fékk upplýsingar um efnin, sem voru falin í lofti herbergis í húsnæðinu, og skipti þeim út fyrir gerviefni. Jafnframt kom hún fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október sóttu þremenningarnir gerviefnin og í kjölfarið voru þeir handteknir. Myndbandsupptökur lögreglu voru lykilsönnunargögn málsins, og voru brot úr þeim sýnd fyrir dómi. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins sem fór fram í lok janúar. Hafi reynt að taka á sig sökina Samúel Jói sagði efnin hafa verið í sinni vörslu, en hann þó ekki verið eigandi þeirra. Eigandinn væri einstaklingur sem væri ekki ákærður í málinu. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði verið í neyslu á þessum tíma og verið hræddur við að geyma efnin heima hjá sér. Hann hefði því fengið að geyma þau í húsnæðinu sem Elías og Jónas höfðu umráð yfir. Elías sagðist hafa vitað af því að Samúel væri að geyma efnin. Jónas sagðist hins vegar ekki hafa haft neina vitneskju um þau fyrr en þeir sóttu þau í húsnæðið, kvöldið sem þeir voru handteknir. Karl Ingi sagði í málflutningi að Samúel Jói hefði verið margsaga. Hann hefði breytt framburði sínum hjá lögreglu og reynt að taka sökina alfarið á sig. Dómsmál Fíkn Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslum sínum 2,9 kíló af MDMA-kristöllum og 1781 MDMA-töflu. Sérfræðingur í lyfja- og eiturefnafræði sagði fyrir dómi að úr þessum tæpu þremur kílóum af MDMA-kristöllum væri hægt að framleiða um 23 þúsund MDMA-töflur. Samanlagt væri því um að ræða um það bil 25 þúsund neysluskammta. Sáust á upptöku Efnin voru geymd í skrifstofuhúsnæði sem bræðurnir höfðu einhver umráð yfir í Bæjarlind í Kópavogi. Lögreglan fékk upplýsingar um efnin, sem voru falin í lofti herbergis í húsnæðinu, og skipti þeim út fyrir gerviefni. Jafnframt kom hún fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október sóttu þremenningarnir gerviefnin og í kjölfarið voru þeir handteknir. Myndbandsupptökur lögreglu voru lykilsönnunargögn málsins, og voru brot úr þeim sýnd fyrir dómi. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins sem fór fram í lok janúar. Hafi reynt að taka á sig sökina Samúel Jói sagði efnin hafa verið í sinni vörslu, en hann þó ekki verið eigandi þeirra. Eigandinn væri einstaklingur sem væri ekki ákærður í málinu. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði verið í neyslu á þessum tíma og verið hræddur við að geyma efnin heima hjá sér. Hann hefði því fengið að geyma þau í húsnæðinu sem Elías og Jónas höfðu umráð yfir. Elías sagðist hafa vitað af því að Samúel væri að geyma efnin. Jónas sagðist hins vegar ekki hafa haft neina vitneskju um þau fyrr en þeir sóttu þau í húsnæðið, kvöldið sem þeir voru handteknir. Karl Ingi sagði í málflutningi að Samúel Jói hefði verið margsaga. Hann hefði breytt framburði sínum hjá lögreglu og reynt að taka sökina alfarið á sig.
Dómsmál Fíkn Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira