Þá hækkar lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda um 0,46 prósent. Úr 136,30 krónum á líter í 136,93 krónur á líter.
Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 17. febrúar 2025:
Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 1,00 prósent.
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að hækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í september og tók gildi í október 2024.
Frá síðustu verðákvörðun hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 0,46 prósent samkvæmt tilkynningunni. Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar um sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar.