Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við fréttastofu að rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld hefði lögreglu borist upplýsingar um málið. Þá hafði fundist poki eða taska sem innhélt umrætt vopn. Engin skotfæri fundust þó.
Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Málið er nú í rannsókn. Lögreglan bíður nú myndefnis sem gæti mögulega varpað ljósi á málið. Þá er búist við því að skólastjórnendur sendi bráðlega tilkynningu til foreldra og forráðamanna um málið.
Mbl.is greindi fyrst frá þessu, en í frétt miðilsins segir að vopnið hafi fundist að lokinni árshátíð skólans sem fram fór í Laugardalshöll. Jafnframt hafi umræða skapast um málið og mörgum væri brugðið.
Lögreglan óskar eftir upplýsingum um málið á abendingar@lrh.is