Dómarinn kveður Facebook með tárum Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2025 15:27 Einn frægasti álitsgjafi landsins kveður, í bili. Brynjar er hér ásamt Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur en hún sótti einnig um stöðuna sem Brynjar hreppti. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson héraðsdómari, en hann hefur verið einhver vinsælasti gasprari á Facebook, kveður samfélagsmiðilinn og segir tal þar ekki samræmast nýju starfi. „Eins og fram hefur komið í fréttum hef ég verið settur sem héraðsdómari til ársloka. Eðli máls samkvæmt takmarkar það málfrelsi mitt á opinberum vettvangi og þátttaka í pólitísku starfi lýkur jafnframt.“ Sjálfskipaðir stjórnsýslufræðingar láta gamminn geysa Þannig hefst einskonar kveðjupistill Brynjars. Hann segist nú vilja fylgja þessum skráðu og óskráðu reglum meðan hann starfi sem dómari. Brynjar getur þó ekki á sér setið í kveðjupistli sínum; hann notar tækifærið og sendir mönnum glósu og aðra: „Stjórnsýslufræðingar, ekki síst sjálfskipaðir, hafa tekið til máls í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að þessi tímabundna setning mín í starf héraðsdómara var kunngerð. Má ráða af þeim skrifum að ég sé meira og minna vanhæfur til dómstarfa vegna þess að ég hef verið í stjórnmálum og tjáð skoðanir á þeim vettvangi. Einnig haldið fram fullum fetum að mér hafi verið tryggð full eftirlaun dómara til æviloka með þessari setningu í starf héraðsdómara.“ Meira lesinn en miðlar sem þiggja styrki Brynjar segir þetta úr lausu lofti gripið, í raun blanda af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hann vill minna þessa sérfræðinga á að dómendum ber í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögunum, eins og segir í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Það þýði að eigin skoðanir eða réttlæti getur ekki ráðið niðurstöðunni. Skipan Brynjars í stöðu héraðsdómara er umdeild og þannig ritaði Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar leiðara og lýsir yfir sárum vonbrigðum með skipanina. Niðurlag hennar skrifa er á þessa leið: „Í dag búum við enn við réttarkerfi sem var mótað af körlum. Karlar settu lögin og túlkuðu þau, með þeim afleiðingum að reynsla og lífsviðhorf karla voru lögð til grundvallar réttinum. Karla sem sumir hverjir höfðu sömu viðhorf og Brynjar.“ Brynjar hins vegar lætur þetta ekki á sig fá. „Að lokum vil ég þakka fésbókarvinum mínum og fylgjendum samfylgdina öll árin. Miðað við viðbrögðin við skrifum mínum sýnist mér þið hafið fylgst nokkuð vel með mér. Sennilega hef ég haft fleiri lesendur en miðlarnir sem fá styrkina frá skattgreiðendum en geta ekki einu sinni farið rétt með staðreyndir um eftirlaun héraðsdómara. Sennilega þarf að hækka styrkina. Takk fyrir mig í bili.“ Dómstólar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
„Eins og fram hefur komið í fréttum hef ég verið settur sem héraðsdómari til ársloka. Eðli máls samkvæmt takmarkar það málfrelsi mitt á opinberum vettvangi og þátttaka í pólitísku starfi lýkur jafnframt.“ Sjálfskipaðir stjórnsýslufræðingar láta gamminn geysa Þannig hefst einskonar kveðjupistill Brynjars. Hann segist nú vilja fylgja þessum skráðu og óskráðu reglum meðan hann starfi sem dómari. Brynjar getur þó ekki á sér setið í kveðjupistli sínum; hann notar tækifærið og sendir mönnum glósu og aðra: „Stjórnsýslufræðingar, ekki síst sjálfskipaðir, hafa tekið til máls í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að þessi tímabundna setning mín í starf héraðsdómara var kunngerð. Má ráða af þeim skrifum að ég sé meira og minna vanhæfur til dómstarfa vegna þess að ég hef verið í stjórnmálum og tjáð skoðanir á þeim vettvangi. Einnig haldið fram fullum fetum að mér hafi verið tryggð full eftirlaun dómara til æviloka með þessari setningu í starf héraðsdómara.“ Meira lesinn en miðlar sem þiggja styrki Brynjar segir þetta úr lausu lofti gripið, í raun blanda af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hann vill minna þessa sérfræðinga á að dómendum ber í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögunum, eins og segir í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Það þýði að eigin skoðanir eða réttlæti getur ekki ráðið niðurstöðunni. Skipan Brynjars í stöðu héraðsdómara er umdeild og þannig ritaði Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar leiðara og lýsir yfir sárum vonbrigðum með skipanina. Niðurlag hennar skrifa er á þessa leið: „Í dag búum við enn við réttarkerfi sem var mótað af körlum. Karlar settu lögin og túlkuðu þau, með þeim afleiðingum að reynsla og lífsviðhorf karla voru lögð til grundvallar réttinum. Karla sem sumir hverjir höfðu sömu viðhorf og Brynjar.“ Brynjar hins vegar lætur þetta ekki á sig fá. „Að lokum vil ég þakka fésbókarvinum mínum og fylgjendum samfylgdina öll árin. Miðað við viðbrögðin við skrifum mínum sýnist mér þið hafið fylgst nokkuð vel með mér. Sennilega hef ég haft fleiri lesendur en miðlarnir sem fá styrkina frá skattgreiðendum en geta ekki einu sinni farið rétt með staðreyndir um eftirlaun héraðsdómara. Sennilega þarf að hækka styrkina. Takk fyrir mig í bili.“
Dómstólar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira