Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2025 11:14 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS, fundar ásamt samninganefnd sinni með Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara í dag. Í Karphúsinu fer í dag fram vinnufundur sem stendur fram eftir degi. Hún segir að það sé upp á ríkissáttasemjara komið hvenær hann boði báðar fylkingar til sameiginlegs fundar en að það verði væntanlega í næstu viku. Aðspurð segist Inga ekki vera sammála því að viðræðum hafi best miðað þegar verkföll stóðu yfir eða voru yfirvofandi, líkt og Magnús Þór Kjartansson, formaður KÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjá einnig: Sér samninginn endurtekið í hyllingum „Það er einbeittur vilji til að ná samningum og það þarf ekki verkfall til þess. Þetta er langvinn deila og gríðarlega mikilvægt að ná samningum. Það er auðvitað erfitt þegar verkföll eru en það þarf ekki til að ná samningsvilji,“ Inga Rún formaður samninganefndar SÍS. „Klárlega vonbrigði“ Ótímabundið verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst að öllu óbreyttu þann þriðja mars næstkomandi í öllum 22 leikskólum í Kópavogsbæ. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfuss fara einnig í verkfall þriðja mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir aðgerðirnar vonbrigði. „Það blasir við að þetta mun fyrst og fremst bitna á börnum í Kópavogi. Við höfum farið í breytingar á leikskólaumhverfinu til þess að bæta starfsumhverfið og höfum gengið einna lengst í þeim efnum. Ég verð að segja það að þetta eru klárlega vonbrigði en auðvitað vonum við það að þetta komi ekki til og að samningar náist. Það er auðvitað forgangsmál og Kópavogur eins og öll sveitarfélög stendur hundrða prósent á bak við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga,“ segir hún. Sveitarstjórar fylgist vel með Ásdís segir mikinn vilja meðal sveitarstjórna landsins að ná samningum sem fyrst. Sveitarstjórar sæki reglulega upplýsingafundi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hafi stutt innanhústillögu ríkissáttasemjara sem leiddi þó ekki til samkomulags. Aðspurð segir Ásdís bæinn munu skoða það hvernig hann geti komið til móts við starfsmenn sína sem eiga börn sem eru sem stendur á leið í verkfall. „Við þurfum aðeins að skoða hver staðan er og hvað við getum gert en það blasir við að ótímabundið verkfall á leikskólum í svona stóru samfélagi mun hafa víðtæk áhrif og ekki bara á börnin okkar heldur líka foreldra sem treysta á svona þjónustu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS, fundar ásamt samninganefnd sinni með Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara í dag. Í Karphúsinu fer í dag fram vinnufundur sem stendur fram eftir degi. Hún segir að það sé upp á ríkissáttasemjara komið hvenær hann boði báðar fylkingar til sameiginlegs fundar en að það verði væntanlega í næstu viku. Aðspurð segist Inga ekki vera sammála því að viðræðum hafi best miðað þegar verkföll stóðu yfir eða voru yfirvofandi, líkt og Magnús Þór Kjartansson, formaður KÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjá einnig: Sér samninginn endurtekið í hyllingum „Það er einbeittur vilji til að ná samningum og það þarf ekki verkfall til þess. Þetta er langvinn deila og gríðarlega mikilvægt að ná samningum. Það er auðvitað erfitt þegar verkföll eru en það þarf ekki til að ná samningsvilji,“ Inga Rún formaður samninganefndar SÍS. „Klárlega vonbrigði“ Ótímabundið verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst að öllu óbreyttu þann þriðja mars næstkomandi í öllum 22 leikskólum í Kópavogsbæ. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfuss fara einnig í verkfall þriðja mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir aðgerðirnar vonbrigði. „Það blasir við að þetta mun fyrst og fremst bitna á börnum í Kópavogi. Við höfum farið í breytingar á leikskólaumhverfinu til þess að bæta starfsumhverfið og höfum gengið einna lengst í þeim efnum. Ég verð að segja það að þetta eru klárlega vonbrigði en auðvitað vonum við það að þetta komi ekki til og að samningar náist. Það er auðvitað forgangsmál og Kópavogur eins og öll sveitarfélög stendur hundrða prósent á bak við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga,“ segir hún. Sveitarstjórar fylgist vel með Ásdís segir mikinn vilja meðal sveitarstjórna landsins að ná samningum sem fyrst. Sveitarstjórar sæki reglulega upplýsingafundi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hafi stutt innanhústillögu ríkissáttasemjara sem leiddi þó ekki til samkomulags. Aðspurð segir Ásdís bæinn munu skoða það hvernig hann geti komið til móts við starfsmenn sína sem eiga börn sem eru sem stendur á leið í verkfall. „Við þurfum aðeins að skoða hver staðan er og hvað við getum gert en það blasir við að ótímabundið verkfall á leikskólum í svona stóru samfélagi mun hafa víðtæk áhrif og ekki bara á börnin okkar heldur líka foreldra sem treysta á svona þjónustu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira