„Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. febrúar 2025 19:14 Ásgeir Örn stýrði sínum mönnum til átta marka sigurs. vísir / ernir „Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku. „Við erum komnir í frábæra stöðu í hálfleik, 17-11, og ég hefði klárlega viljað sjá meira framhald af því,“ sagði Ásgeir um byrjun sinna manna á seinni hálfleik, sem var lakasti kafli liðsins í annars mjög fínni frammistöðu. „Hinir eru bara það góðir að þú getur ekki ætlast til þess að þetta myndi halda út allan leikinn þannig. En mér fannst við samt spila fínt, við vorum bara að klikka á dauðafærum og gerðum tvo alveg glórulausa tæknifeila. Þannig að það er ekki eins og eitthvað hafi breyst, annað en bara að við vorum ekki að klára dæmið.“ „En svo sýndum við góðan karakter að ná þessu upp í átta aftur eftir að vera búnir að missa forystuna niður í þrjú mörk í seinni hálfleik. Enda með átta marka sigri, við getum bara verið ánægðir með það.“ Voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel Slóvenska liðið er í tíunda sæti af tólf í deildinni heima fyrir. Haukarnir voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel áður en leikurinn hófst. „Við vorum heppnir að fá fullt af efni um þá og vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta. Það var rosa fátt sem kom okkur á óvart. Þeir eru fínir, bara svona þungt, slóvenskt lið, þeir mjötluðu þetta áfram og leikurinn hefði alveg getað snúist þarna þegar þetta var sem tæpast. En við sem betur fer náðum að sýna karakter.“ Hálfleikur í einvíginu Haukar spila við Stjörnuna á miðvikudag og halda svo út í seinni leikinn. „Förum til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn, gistum þar eina nótt og tökum svo flug til Zagreb á föstudagsmorgun. Keyrum svo yfir, sem er bara einhver einn og hálfur tími í rútu. Það er bara fínt ferðalag, ekkert mál með það að gera. Æfum vel og klárum bara dæmið á laugardaginn næsta,“ sagði Ásgeir að lokum um plön sinna manna. Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Sjá meira
„Við erum komnir í frábæra stöðu í hálfleik, 17-11, og ég hefði klárlega viljað sjá meira framhald af því,“ sagði Ásgeir um byrjun sinna manna á seinni hálfleik, sem var lakasti kafli liðsins í annars mjög fínni frammistöðu. „Hinir eru bara það góðir að þú getur ekki ætlast til þess að þetta myndi halda út allan leikinn þannig. En mér fannst við samt spila fínt, við vorum bara að klikka á dauðafærum og gerðum tvo alveg glórulausa tæknifeila. Þannig að það er ekki eins og eitthvað hafi breyst, annað en bara að við vorum ekki að klára dæmið.“ „En svo sýndum við góðan karakter að ná þessu upp í átta aftur eftir að vera búnir að missa forystuna niður í þrjú mörk í seinni hálfleik. Enda með átta marka sigri, við getum bara verið ánægðir með það.“ Voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel Slóvenska liðið er í tíunda sæti af tólf í deildinni heima fyrir. Haukarnir voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel áður en leikurinn hófst. „Við vorum heppnir að fá fullt af efni um þá og vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta. Það var rosa fátt sem kom okkur á óvart. Þeir eru fínir, bara svona þungt, slóvenskt lið, þeir mjötluðu þetta áfram og leikurinn hefði alveg getað snúist þarna þegar þetta var sem tæpast. En við sem betur fer náðum að sýna karakter.“ Hálfleikur í einvíginu Haukar spila við Stjörnuna á miðvikudag og halda svo út í seinni leikinn. „Förum til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn, gistum þar eina nótt og tökum svo flug til Zagreb á föstudagsmorgun. Keyrum svo yfir, sem er bara einhver einn og hálfur tími í rútu. Það er bara fínt ferðalag, ekkert mál með það að gera. Æfum vel og klárum bara dæmið á laugardaginn næsta,“ sagði Ásgeir að lokum um plön sinna manna.
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Sjá meira