Þetta kemur fram í samantekt Heimildarinnar sem unnin er upp úr nýbirtum ársreikningum íslensku bankanna sem högnuðust um tæplega hundrað milljarða króna samanlagt á liðnu ári.
Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku, fékk sextíu milljónir króna í laun og á tíundu milljón í árangurstengda greiðslu. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, fékk um 58 milljónir króna í laun og hlunnindi og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, 58 milljónir sömuleiðis.
Landsbankinn er að fullu í eigu íslenska ríkisins en ríkið á um fjörutíu prósenta hlut í Íslandsbanka sem stendur til að selja með öllu. Arion banki og Kvika eru að mestu í eigu fjárfestingafélaga og lífeyrissjóðanna.