Viðskipti innlent

Banka­stjórarnir fengu 260 milljónir króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bankasjórar bankanna fjögurra sem verða mögulega þrír verði af sameiningu Íslandsbanka og Arion banka.
Bankasjórar bankanna fjögurra sem verða mögulega þrír verði af sameiningu Íslandsbanka og Arion banka. Vísir

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sem vill sameinast Íslandsbanka, fékk rúmlega 68 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þá fékk hann sex milljónir til viðbótar vegna góðs árangurs. Það gerði hann að launahæsta íslenska bankastjóra síðasta árs þó ekki muni miklu á bankstjórum stóru bankanna.

Þetta kemur fram í samantekt Heimildarinnar sem unnin er upp úr nýbirtum ársreikningum íslensku bankanna sem högnuðust um tæplega hundrað milljarða króna samanlagt á liðnu ári.

Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku, fékk sextíu milljónir króna í laun og á tíundu milljón í árangurstengda greiðslu. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, fékk um 58 milljónir króna í laun og hlunnindi og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, 58 milljónir sömuleiðis.

Landsbankinn er að fullu í eigu íslenska ríkisins en ríkið á um fjörutíu prósenta hlut í Íslandsbanka sem stendur til að selja með öllu. Arion banki og Kvika eru að mestu í eigu fjárfestingafélaga og lífeyrissjóðanna.


Tengdar fréttir

Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka

Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×