Drög að málefnasamningi liggi fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 18:31 Fimm oddvitar vinstri flokka í borginni hafa lokið við drög að málefnasamningi. Þær hyggjast kynna hann fyrir grasrót og íbúum á næstunni. Vísir/Vilhelm Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. Formlegar meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Sósíalista, Flokks fólksins og Pírata héldu áfram fimmta daginn í röð í dag. Heiða B. Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar segir drög að málefnasamningi liggja fyrir. „Við erum búnar að fara í gegnum alla málaflokka og erum komin með drög að sáttmála sem við erum aðeins að fínpússa. Við leggjum hann svo undir okkar félaga og göngum frá. Ég tel að það sé ekki langt í að við getum kynnt þetta fyrir íbúum,“ segir Heiða. Heiða segir að stærstu málin séu húsnæðismál, leikskólamál og fjármál. Ekkert hafi verið litið til málefnasamnings sem gerður var í síðasta meirihluta. „Við verðum með nýjungar í húsnæðismálum sem ég vona að íbúar taki vel. Þá erum við með margar aðgerðir á döfinni,“ segir Heiða. Hún segir að ekki sé búið að ákveða hver verði næsti borgarstjóri en þær hafi ákveðið að ljúka málefnastarfinu áður. Ræða framtíð Reykjarvíkurflugvallar Borgarstjórnarfundur verður haldinn á morgun en oddvitar meirihlutans hafa óskað eftir því að það verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Það er því afar ólíklegt að það fari fram umræður um eitthvað af þeim næstum tuttugu tillögum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fyrir fundinn. Þar á meðal að Reykjavíkurflugvöllur verði festur í sessi til ársins 2040. Heiða segir að flugvöllurinn hafi verið ræddur í meirihlutaviðræðunum. Við höfum auðvitað rætt Reykjavíkurflugvöll, hann er inn í aðalskipulagi til ársins 2032. Við munum ræða við samgönguráðherra um framtíð hans,“ segir Heiða. Hún býst við að þar næsti borgarstjórnarfundur verði í vikunni. „Við munum óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni,“ segir Heiða. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Formlegar meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Sósíalista, Flokks fólksins og Pírata héldu áfram fimmta daginn í röð í dag. Heiða B. Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar segir drög að málefnasamningi liggja fyrir. „Við erum búnar að fara í gegnum alla málaflokka og erum komin með drög að sáttmála sem við erum aðeins að fínpússa. Við leggjum hann svo undir okkar félaga og göngum frá. Ég tel að það sé ekki langt í að við getum kynnt þetta fyrir íbúum,“ segir Heiða. Heiða segir að stærstu málin séu húsnæðismál, leikskólamál og fjármál. Ekkert hafi verið litið til málefnasamnings sem gerður var í síðasta meirihluta. „Við verðum með nýjungar í húsnæðismálum sem ég vona að íbúar taki vel. Þá erum við með margar aðgerðir á döfinni,“ segir Heiða. Hún segir að ekki sé búið að ákveða hver verði næsti borgarstjóri en þær hafi ákveðið að ljúka málefnastarfinu áður. Ræða framtíð Reykjarvíkurflugvallar Borgarstjórnarfundur verður haldinn á morgun en oddvitar meirihlutans hafa óskað eftir því að það verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Það er því afar ólíklegt að það fari fram umræður um eitthvað af þeim næstum tuttugu tillögum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fyrir fundinn. Þar á meðal að Reykjavíkurflugvöllur verði festur í sessi til ársins 2040. Heiða segir að flugvöllurinn hafi verið ræddur í meirihlutaviðræðunum. Við höfum auðvitað rætt Reykjavíkurflugvöll, hann er inn í aðalskipulagi til ársins 2032. Við munum ræða við samgönguráðherra um framtíð hans,“ segir Heiða. Hún býst við að þar næsti borgarstjórnarfundur verði í vikunni. „Við munum óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni,“ segir Heiða.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira