Drög að málefnasamningi liggi fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 18:31 Fimm oddvitar vinstri flokka í borginni hafa lokið við drög að málefnasamningi. Þær hyggjast kynna hann fyrir grasrót og íbúum á næstunni. Vísir/Vilhelm Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. Formlegar meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Sósíalista, Flokks fólksins og Pírata héldu áfram fimmta daginn í röð í dag. Heiða B. Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar segir drög að málefnasamningi liggja fyrir. „Við erum búnar að fara í gegnum alla málaflokka og erum komin með drög að sáttmála sem við erum aðeins að fínpússa. Við leggjum hann svo undir okkar félaga og göngum frá. Ég tel að það sé ekki langt í að við getum kynnt þetta fyrir íbúum,“ segir Heiða. Heiða segir að stærstu málin séu húsnæðismál, leikskólamál og fjármál. Ekkert hafi verið litið til málefnasamnings sem gerður var í síðasta meirihluta. „Við verðum með nýjungar í húsnæðismálum sem ég vona að íbúar taki vel. Þá erum við með margar aðgerðir á döfinni,“ segir Heiða. Hún segir að ekki sé búið að ákveða hver verði næsti borgarstjóri en þær hafi ákveðið að ljúka málefnastarfinu áður. Ræða framtíð Reykjarvíkurflugvallar Borgarstjórnarfundur verður haldinn á morgun en oddvitar meirihlutans hafa óskað eftir því að það verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Það er því afar ólíklegt að það fari fram umræður um eitthvað af þeim næstum tuttugu tillögum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fyrir fundinn. Þar á meðal að Reykjavíkurflugvöllur verði festur í sessi til ársins 2040. Heiða segir að flugvöllurinn hafi verið ræddur í meirihlutaviðræðunum. Við höfum auðvitað rætt Reykjavíkurflugvöll, hann er inn í aðalskipulagi til ársins 2032. Við munum ræða við samgönguráðherra um framtíð hans,“ segir Heiða. Hún býst við að þar næsti borgarstjórnarfundur verði í vikunni. „Við munum óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni,“ segir Heiða. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Sjá meira
Formlegar meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Sósíalista, Flokks fólksins og Pírata héldu áfram fimmta daginn í röð í dag. Heiða B. Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar segir drög að málefnasamningi liggja fyrir. „Við erum búnar að fara í gegnum alla málaflokka og erum komin með drög að sáttmála sem við erum aðeins að fínpússa. Við leggjum hann svo undir okkar félaga og göngum frá. Ég tel að það sé ekki langt í að við getum kynnt þetta fyrir íbúum,“ segir Heiða. Heiða segir að stærstu málin séu húsnæðismál, leikskólamál og fjármál. Ekkert hafi verið litið til málefnasamnings sem gerður var í síðasta meirihluta. „Við verðum með nýjungar í húsnæðismálum sem ég vona að íbúar taki vel. Þá erum við með margar aðgerðir á döfinni,“ segir Heiða. Hún segir að ekki sé búið að ákveða hver verði næsti borgarstjóri en þær hafi ákveðið að ljúka málefnastarfinu áður. Ræða framtíð Reykjarvíkurflugvallar Borgarstjórnarfundur verður haldinn á morgun en oddvitar meirihlutans hafa óskað eftir því að það verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Það er því afar ólíklegt að það fari fram umræður um eitthvað af þeim næstum tuttugu tillögum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fyrir fundinn. Þar á meðal að Reykjavíkurflugvöllur verði festur í sessi til ársins 2040. Heiða segir að flugvöllurinn hafi verið ræddur í meirihlutaviðræðunum. Við höfum auðvitað rætt Reykjavíkurflugvöll, hann er inn í aðalskipulagi til ársins 2032. Við munum ræða við samgönguráðherra um framtíð hans,“ segir Heiða. Hún býst við að þar næsti borgarstjórnarfundur verði í vikunni. „Við munum óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni,“ segir Heiða.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Sjá meira