Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 10:21 Flugvélin er frá Delta Airlines í Bandaríkjunum. Þetta var fjórða stóra flugslyst Norður-Ameríku á einum mánuði. AP/Teresa Barbieri Átján eru slasaðir eftir að flugvél skall harkalega í jörðina við lendingu í Toronto í Kanada í gær. Flugvélin endaði á hvolfi á flugbrautinni en slysið var fangað á öryggismyndavélar. Alls voru áttatíu manns um borð; 76 farþegar og fjórir áhafnarmeðlimir. Enginn hinna slösuðu er í alvarlegu ástandi en upplýsingar um slasaða og ástand þeirra hafa verið á nokkru reiki, samkvæmt frétt kanadíska ríkisútvarpsins. Enginn mun þó hafa látið lífið. Flugvélinni, sem er af gerðinni Mitsubishi CRJ-900LR, hafði verið flogið frá Mineapolis í Bandaríkjunum og varð slysið við lendingu í Toronto. Mikill vindur var á svæðinu og sömuleiðis var snjór á flugbrautinni. Sjá einnig: Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Þegar verið var að lenda henni skall hún harkalega í jörðina, miðað við áðurnefndar upptökur og kom upp nokkur eldur. Annar vængur flugvélarinnar brotnaði af og endaði hún á hvolfi á flugbrautinni. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd af slysinu sem hafa verið birt á netinu. Someone sends this, I don’t actually know what it is pic.twitter.com/C0miakUdOW— JonNYC (@xJonNYC) February 17, 2025 Þó nokkur vindur hafi verið á svæðinu segir AP fréttaveitan að óljóst sé hvað hafi leitt til flugslyssins. Samskipti milli flugmanna og flugumferðarstjóra hafi verið með eðlilegum hætti. Flugumferðarstjóri varaði við vindinum og því að flugvélin gæti hrist til í aðfluginu. Eftir að flugvélin staðnæmdist gekk vel að ná fólki út og eru slökkviliðsmenn sagðir hafa verið mjög fljótir á vettvang. Einn farþega tók upp meðfylgjandi myndband á leiðinni út úr flugvélinni. Kanada Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Alls voru áttatíu manns um borð; 76 farþegar og fjórir áhafnarmeðlimir. Enginn hinna slösuðu er í alvarlegu ástandi en upplýsingar um slasaða og ástand þeirra hafa verið á nokkru reiki, samkvæmt frétt kanadíska ríkisútvarpsins. Enginn mun þó hafa látið lífið. Flugvélinni, sem er af gerðinni Mitsubishi CRJ-900LR, hafði verið flogið frá Mineapolis í Bandaríkjunum og varð slysið við lendingu í Toronto. Mikill vindur var á svæðinu og sömuleiðis var snjór á flugbrautinni. Sjá einnig: Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Þegar verið var að lenda henni skall hún harkalega í jörðina, miðað við áðurnefndar upptökur og kom upp nokkur eldur. Annar vængur flugvélarinnar brotnaði af og endaði hún á hvolfi á flugbrautinni. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd af slysinu sem hafa verið birt á netinu. Someone sends this, I don’t actually know what it is pic.twitter.com/C0miakUdOW— JonNYC (@xJonNYC) February 17, 2025 Þó nokkur vindur hafi verið á svæðinu segir AP fréttaveitan að óljóst sé hvað hafi leitt til flugslyssins. Samskipti milli flugmanna og flugumferðarstjóra hafi verið með eðlilegum hætti. Flugumferðarstjóri varaði við vindinum og því að flugvélin gæti hrist til í aðfluginu. Eftir að flugvélin staðnæmdist gekk vel að ná fólki út og eru slökkviliðsmenn sagðir hafa verið mjög fljótir á vettvang. Einn farþega tók upp meðfylgjandi myndband á leiðinni út úr flugvélinni.
Kanada Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira