Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 10:21 Flugvélin er frá Delta Airlines í Bandaríkjunum. Þetta var fjórða stóra flugslyst Norður-Ameríku á einum mánuði. AP/Teresa Barbieri Átján eru slasaðir eftir að flugvél skall harkalega í jörðina við lendingu í Toronto í Kanada í gær. Flugvélin endaði á hvolfi á flugbrautinni en slysið var fangað á öryggismyndavélar. Alls voru áttatíu manns um borð; 76 farþegar og fjórir áhafnarmeðlimir. Enginn hinna slösuðu er í alvarlegu ástandi en upplýsingar um slasaða og ástand þeirra hafa verið á nokkru reiki, samkvæmt frétt kanadíska ríkisútvarpsins. Enginn mun þó hafa látið lífið. Flugvélinni, sem er af gerðinni Mitsubishi CRJ-900LR, hafði verið flogið frá Mineapolis í Bandaríkjunum og varð slysið við lendingu í Toronto. Mikill vindur var á svæðinu og sömuleiðis var snjór á flugbrautinni. Sjá einnig: Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Þegar verið var að lenda henni skall hún harkalega í jörðina, miðað við áðurnefndar upptökur og kom upp nokkur eldur. Annar vængur flugvélarinnar brotnaði af og endaði hún á hvolfi á flugbrautinni. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd af slysinu sem hafa verið birt á netinu. Someone sends this, I don’t actually know what it is pic.twitter.com/C0miakUdOW— JonNYC (@xJonNYC) February 17, 2025 Þó nokkur vindur hafi verið á svæðinu segir AP fréttaveitan að óljóst sé hvað hafi leitt til flugslyssins. Samskipti milli flugmanna og flugumferðarstjóra hafi verið með eðlilegum hætti. Flugumferðarstjóri varaði við vindinum og því að flugvélin gæti hrist til í aðfluginu. Eftir að flugvélin staðnæmdist gekk vel að ná fólki út og eru slökkviliðsmenn sagðir hafa verið mjög fljótir á vettvang. Einn farþega tók upp meðfylgjandi myndband á leiðinni út úr flugvélinni. Kanada Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Alls voru áttatíu manns um borð; 76 farþegar og fjórir áhafnarmeðlimir. Enginn hinna slösuðu er í alvarlegu ástandi en upplýsingar um slasaða og ástand þeirra hafa verið á nokkru reiki, samkvæmt frétt kanadíska ríkisútvarpsins. Enginn mun þó hafa látið lífið. Flugvélinni, sem er af gerðinni Mitsubishi CRJ-900LR, hafði verið flogið frá Mineapolis í Bandaríkjunum og varð slysið við lendingu í Toronto. Mikill vindur var á svæðinu og sömuleiðis var snjór á flugbrautinni. Sjá einnig: Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Þegar verið var að lenda henni skall hún harkalega í jörðina, miðað við áðurnefndar upptökur og kom upp nokkur eldur. Annar vængur flugvélarinnar brotnaði af og endaði hún á hvolfi á flugbrautinni. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd af slysinu sem hafa verið birt á netinu. Someone sends this, I don’t actually know what it is pic.twitter.com/C0miakUdOW— JonNYC (@xJonNYC) February 17, 2025 Þó nokkur vindur hafi verið á svæðinu segir AP fréttaveitan að óljóst sé hvað hafi leitt til flugslyssins. Samskipti milli flugmanna og flugumferðarstjóra hafi verið með eðlilegum hætti. Flugumferðarstjóri varaði við vindinum og því að flugvélin gæti hrist til í aðfluginu. Eftir að flugvélin staðnæmdist gekk vel að ná fólki út og eru slökkviliðsmenn sagðir hafa verið mjög fljótir á vettvang. Einn farþega tók upp meðfylgjandi myndband á leiðinni út úr flugvélinni.
Kanada Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira