Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 16:02 Mikið er rætt í íslensku samfélagi um réttindi kvenna og svokallaða “inngildingu” fólks af erlendum uppruna. Meðferð ræstingafyrirtækisins Ræstitækni ehf. á trúnaðarmanninum Andreinu Edwards Quero sýnir hins vegar hversu langt er í land þegar kemur að stöðu innflytjendakvenna í láglaunastörfum á íslenskum vinnumarkaði. Andreina steig fram í sláandi viðtali í kvöldfréttum RÚV síðastliðinn föstudag, og var sagt ítarlegar frá máli hennar í kjölfarið á RÚV og á Vísi. Saga hennar er þó ekki saga einnar manneskju heldur dæmisaga. Trúnaðarmaður í eldlínunni Eldraun Andreinu hófst í mars 2024 þegar stjórnendur Ræstitækni ehf. hófu að taka hana fyrir vegna starfa hennar sem trúnaðarmaður. Hún var sökuð um að dreifa röngum upplýsingum án þess að nokkur fótur væri fyrir því. Henni sagt að hún ætti að biðja um leyfi áður en hún ræddi við vinufélaga sína um launamál. Það var gengið svo langt að neyða hana til að standa upp fyrir framan vinnufélaga sína á starfsmannafundi og leggja fram falska játningu. Þessar aðfarir Ræstitækni ehf. gegn trúnaðarmanni eru bein árás á rétt verkafólks til að skipuleggja sig og tala máli sínu. Trúnaðarmenn eins og Andreina eru hryggjarstykkið í réttindavörslu verkafólks. Hlutverk þeirra er að tryggja að verkafólk sé upplýst um réttindi sín, njóti verndar og hafi leiðir til að koma á framfæri athugasemdum við atvinnurekenda þegar því er að skipta. Með því að þagga niður í rödd Andreinu hefur fyrirtækið Ræstitækni ehf. ráðist til atlögu gegn þeim lögvörðu tækjum sem verkafólk hefur til að veita atvinnurekendum aðhald. Misnotkun á viðkvæmum hópum Starfsfólk Ræstitækni ehf., sem flestir eru innflytjendur frá Venesúela og tala eingöngu spænsku, hafa þurft að starfa undir aðstæðum sem er best lýst sem ómannúðlegum. Þeir þurfa að þrífa allt að 13 verkstaði á víð og dreif um bæinn á einum og sama deginum undir stífu tímaplani, eru vaktaðir með GPS-tækjum, og er neitað um grundvallar aðbúnað á borð við aðgengi að klósettum og hvíldaraðstöðu. Það er komið fram við þetta verkafólk eins og þau séu vélar eða tæki, en ekki manneskjur sem eiga skilið virðingu og mannlega reisn. Beiting fyrirtækisins á tímamældri ákvæðisvinnu er svo enn ein hliðin á þeirri misnotkun sem þar fer fram. Fyrirtækið hefur neitað samvinnu við Eflingu um að kanna vinnuhraða, og þurfti Efling því að láta vinna sína eigin mælingar með aðstoð erlends sérfræðings. Þær sýna að starfsmenn þurfa að klára verk á óbærilegum hraða, en samt fær enginn þeirra 20% álag sem því á að fylgja er samkvæmt kjarasamningum. Vinnuvernd í lamasessi Það sem einnig vekur óhug varðandi skipulag vinnunnar hjá Ræstitækni ehf. er vanræksla fyrirtækisins á grunnatriðum í aðbúnaði og öryggi. Vinnuverndarúttekt sýndi að Andreina, á sama tíma og hún var ólétt, hafði ekki aðgengi að klósetti og þurfi að nota skál sem hún geymdi í bílnum. Áhugaleysi stjórnenda fyrirtækisins á öryggi og aðbúnaði starfsfólks sést best í því að þeir þóttust ekki kannast við þessar lýsingar, þó svo að þeir hafi sjálfir pantað umrædda vinnuverndarúttekt. Aflukið fríríki atvinnurekenda Stjórnendur Ræstitækni ehf. hafa ítrekað svarað spurningum og athugasemdum Eflingar um kjör starfsfólks með því að vísa til þess að þeir séu duglegir að bjóða starfsfólkinu upp á grillmat og jógúrt í morgunmat. Þeir halda því fram að starfsfólkið sé ánægt, og vel má vera að það sé rétt í einhverjum tilvikum. Laun starfsmannanna á Íslandi eru hærri en í heimalöndum þeirra, og að sjálfsögðu reiðast þeir ekki yfir kjarasamningsbrotum ef þeir vita ekki hver þau eru og hafa ekki leiðir til að kynna sér réttindi sín. Aðferð stjórnenda Ræstitækni ehf. er sú að byggja aflokaða veröld, þar sem upplýsingum er réttindi er haldið frá aðfluttu verkafólki og þeim talin trú um að jógúrt og grillmatur geti komið í staðinn fyrir virðingu fyrir lágmarksákvæðum kjarasamninga. Í þessu fríríki atvinnurekandans makar hann krókinn, enda skiljanlegt að hann hafi efni á jógúrtdósum þegar hann sparar sér launakostnað upp á allt að 20% með því að brjóta ákvæði kjarasamninga um tímamælda ákvæðisvinnu. Þögnin verndar okkur ekki Saga Andreinu er áminning til íslensks samfélags um að baráttan fyrir grunnréttindum verkafólks er í fullum gangi meðal innflutts verkafólks. Sú barátta er barátta fyrir mannlegri reisn, sanngirni og réttlæti. Baráttan snýst um réttinn til að skipuleggja sig á vinnustað, að mega tjá sig og mega krefjast betri kjara. Við eigum að standa með Andreinu og verkafólki í sömu stöðu og hún. Við eigum að krefjast þess að Ræstitækni ehf. axli ábyrgð á brotum sínum. Við eigum að krefjast þess að Samtök atvinnulífsins hætti að styðja við bakið á fyrirtækjum sem fara illa með starfsfólk sitt. Að endingu verðum við að krefjast réttrar framfylgdar á ákvæðum kjarasamninga. Hugrekki Andreinu andspænis ofríki er innblástur. Mig langar að endingu að gera þessi orð hennar að mínum: „Ég veit hvernig það er að óttast að taka til máls, að hræðast að missa vinnuna sína, að vera fjarri heimahögum og vita ekki hvort nokkur muni sýna stuðning. En þögnin verndar okkur ekki. Rödd okkar er besta verkfærið sem við höfum til að krefjast virðingar og réttlátra kjara. Við erum ekki ein. Ég tók fyrsta skrefið, en þetta er bara byrjunin.“ Höfundur er formaður Eflingar - stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mikið er rætt í íslensku samfélagi um réttindi kvenna og svokallaða “inngildingu” fólks af erlendum uppruna. Meðferð ræstingafyrirtækisins Ræstitækni ehf. á trúnaðarmanninum Andreinu Edwards Quero sýnir hins vegar hversu langt er í land þegar kemur að stöðu innflytjendakvenna í láglaunastörfum á íslenskum vinnumarkaði. Andreina steig fram í sláandi viðtali í kvöldfréttum RÚV síðastliðinn föstudag, og var sagt ítarlegar frá máli hennar í kjölfarið á RÚV og á Vísi. Saga hennar er þó ekki saga einnar manneskju heldur dæmisaga. Trúnaðarmaður í eldlínunni Eldraun Andreinu hófst í mars 2024 þegar stjórnendur Ræstitækni ehf. hófu að taka hana fyrir vegna starfa hennar sem trúnaðarmaður. Hún var sökuð um að dreifa röngum upplýsingum án þess að nokkur fótur væri fyrir því. Henni sagt að hún ætti að biðja um leyfi áður en hún ræddi við vinufélaga sína um launamál. Það var gengið svo langt að neyða hana til að standa upp fyrir framan vinnufélaga sína á starfsmannafundi og leggja fram falska játningu. Þessar aðfarir Ræstitækni ehf. gegn trúnaðarmanni eru bein árás á rétt verkafólks til að skipuleggja sig og tala máli sínu. Trúnaðarmenn eins og Andreina eru hryggjarstykkið í réttindavörslu verkafólks. Hlutverk þeirra er að tryggja að verkafólk sé upplýst um réttindi sín, njóti verndar og hafi leiðir til að koma á framfæri athugasemdum við atvinnurekenda þegar því er að skipta. Með því að þagga niður í rödd Andreinu hefur fyrirtækið Ræstitækni ehf. ráðist til atlögu gegn þeim lögvörðu tækjum sem verkafólk hefur til að veita atvinnurekendum aðhald. Misnotkun á viðkvæmum hópum Starfsfólk Ræstitækni ehf., sem flestir eru innflytjendur frá Venesúela og tala eingöngu spænsku, hafa þurft að starfa undir aðstæðum sem er best lýst sem ómannúðlegum. Þeir þurfa að þrífa allt að 13 verkstaði á víð og dreif um bæinn á einum og sama deginum undir stífu tímaplani, eru vaktaðir með GPS-tækjum, og er neitað um grundvallar aðbúnað á borð við aðgengi að klósettum og hvíldaraðstöðu. Það er komið fram við þetta verkafólk eins og þau séu vélar eða tæki, en ekki manneskjur sem eiga skilið virðingu og mannlega reisn. Beiting fyrirtækisins á tímamældri ákvæðisvinnu er svo enn ein hliðin á þeirri misnotkun sem þar fer fram. Fyrirtækið hefur neitað samvinnu við Eflingu um að kanna vinnuhraða, og þurfti Efling því að láta vinna sína eigin mælingar með aðstoð erlends sérfræðings. Þær sýna að starfsmenn þurfa að klára verk á óbærilegum hraða, en samt fær enginn þeirra 20% álag sem því á að fylgja er samkvæmt kjarasamningum. Vinnuvernd í lamasessi Það sem einnig vekur óhug varðandi skipulag vinnunnar hjá Ræstitækni ehf. er vanræksla fyrirtækisins á grunnatriðum í aðbúnaði og öryggi. Vinnuverndarúttekt sýndi að Andreina, á sama tíma og hún var ólétt, hafði ekki aðgengi að klósetti og þurfi að nota skál sem hún geymdi í bílnum. Áhugaleysi stjórnenda fyrirtækisins á öryggi og aðbúnaði starfsfólks sést best í því að þeir þóttust ekki kannast við þessar lýsingar, þó svo að þeir hafi sjálfir pantað umrædda vinnuverndarúttekt. Aflukið fríríki atvinnurekenda Stjórnendur Ræstitækni ehf. hafa ítrekað svarað spurningum og athugasemdum Eflingar um kjör starfsfólks með því að vísa til þess að þeir séu duglegir að bjóða starfsfólkinu upp á grillmat og jógúrt í morgunmat. Þeir halda því fram að starfsfólkið sé ánægt, og vel má vera að það sé rétt í einhverjum tilvikum. Laun starfsmannanna á Íslandi eru hærri en í heimalöndum þeirra, og að sjálfsögðu reiðast þeir ekki yfir kjarasamningsbrotum ef þeir vita ekki hver þau eru og hafa ekki leiðir til að kynna sér réttindi sín. Aðferð stjórnenda Ræstitækni ehf. er sú að byggja aflokaða veröld, þar sem upplýsingum er réttindi er haldið frá aðfluttu verkafólki og þeim talin trú um að jógúrt og grillmatur geti komið í staðinn fyrir virðingu fyrir lágmarksákvæðum kjarasamninga. Í þessu fríríki atvinnurekandans makar hann krókinn, enda skiljanlegt að hann hafi efni á jógúrtdósum þegar hann sparar sér launakostnað upp á allt að 20% með því að brjóta ákvæði kjarasamninga um tímamælda ákvæðisvinnu. Þögnin verndar okkur ekki Saga Andreinu er áminning til íslensks samfélags um að baráttan fyrir grunnréttindum verkafólks er í fullum gangi meðal innflutts verkafólks. Sú barátta er barátta fyrir mannlegri reisn, sanngirni og réttlæti. Baráttan snýst um réttinn til að skipuleggja sig á vinnustað, að mega tjá sig og mega krefjast betri kjara. Við eigum að standa með Andreinu og verkafólki í sömu stöðu og hún. Við eigum að krefjast þess að Ræstitækni ehf. axli ábyrgð á brotum sínum. Við eigum að krefjast þess að Samtök atvinnulífsins hætti að styðja við bakið á fyrirtækjum sem fara illa með starfsfólk sitt. Að endingu verðum við að krefjast réttrar framfylgdar á ákvæðum kjarasamninga. Hugrekki Andreinu andspænis ofríki er innblástur. Mig langar að endingu að gera þessi orð hennar að mínum: „Ég veit hvernig það er að óttast að taka til máls, að hræðast að missa vinnuna sína, að vera fjarri heimahögum og vita ekki hvort nokkur muni sýna stuðning. En þögnin verndar okkur ekki. Rödd okkar er besta verkfærið sem við höfum til að krefjast virðingar og réttlátra kjara. Við erum ekki ein. Ég tók fyrsta skrefið, en þetta er bara byrjunin.“ Höfundur er formaður Eflingar - stéttarfélags.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun