Vildu Kane en félagið var ósammála Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2025 23:32 Skorar og skorar fyrir Bayern. Crystal Pix/Getty Images Benni McCarthy segir að þegar hann var hluti af þjálfarateymi Manchester United hafi Erik ten Hag viljað kaupa enska landsliðsframherjann Harry Kane en forráðamenn félagsins hafi séð hlutina öðruvísi. Á endanum keypti Bayern München framherjann á 95 milljónir evra meðan Man Utd keypti þá Rasmus Höjlund, Mason Mount og André Onana á 188 milljónir evra. Hinn 47 ára gamli McCarthy er unnendum enska boltans kunnugur eftir að hafa spilað með Blackburn Rovers og West Ham United frá 2006 til 2011. Þá lék hann fyrir félög á borð við Ajax, Celta Vigo og Porto á annars glæstum ferli ásamt því að skora 31 mark í 79 leikjum fyrir A-landslið Suður-Afríku. Frá 2022 til 2024 var McCarthy hluti af þjálfarateymi Ten Hag hjá Man United og hefur nú opinberað að Harry Kane hafi verið efstur á óskalista þjálfarateymisins sumarið 2023. Það var vitað að Kane væri að hugsa sér til hreyfings og Man United hafði farið alla leið í úrslit ensku bikarkeppninnar, náð Meistaradeildarsæti og unnið enska deildarbikarinn tímabilið á undan. McCarthy í leik með Blackburn á sínum tíma.Nordic Photos/Getty Images McCarthy segir hins vegar að forráðamenn félagsins hafi ekki verið tilbúnir að borga uppsett verð – í kringum 95 milljónir evra (tæplega 14 milljarða íslenskra króna) – fyrir framherja sem var yfir þrítugt. McCarthy sagði jafnframt að Randal Kolo Muani, sem er nú á láni hjá Juventus frá París Saint-Germain, og Victor Osimhen, sem er nú á láni hjá Galatasaray frá Napoli, hafi einnig verið á óskalistanum. Á endanum ákvað Man United þó að kaupa hinn unga Rasmus Höjlund frá Atalanta á Ítalíu. Danski framherjinn hefur ekki átt sjö dagana sæla vegna mikilla meiðsla og þá hafa mörkin – sem og færin - verið af skornum skammti. Kane hefur á sama tíma skorað 73 mörk í 75 leikjum fyrir Bayern. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Hinn 47 ára gamli McCarthy er unnendum enska boltans kunnugur eftir að hafa spilað með Blackburn Rovers og West Ham United frá 2006 til 2011. Þá lék hann fyrir félög á borð við Ajax, Celta Vigo og Porto á annars glæstum ferli ásamt því að skora 31 mark í 79 leikjum fyrir A-landslið Suður-Afríku. Frá 2022 til 2024 var McCarthy hluti af þjálfarateymi Ten Hag hjá Man United og hefur nú opinberað að Harry Kane hafi verið efstur á óskalista þjálfarateymisins sumarið 2023. Það var vitað að Kane væri að hugsa sér til hreyfings og Man United hafði farið alla leið í úrslit ensku bikarkeppninnar, náð Meistaradeildarsæti og unnið enska deildarbikarinn tímabilið á undan. McCarthy í leik með Blackburn á sínum tíma.Nordic Photos/Getty Images McCarthy segir hins vegar að forráðamenn félagsins hafi ekki verið tilbúnir að borga uppsett verð – í kringum 95 milljónir evra (tæplega 14 milljarða íslenskra króna) – fyrir framherja sem var yfir þrítugt. McCarthy sagði jafnframt að Randal Kolo Muani, sem er nú á láni hjá Juventus frá París Saint-Germain, og Victor Osimhen, sem er nú á láni hjá Galatasaray frá Napoli, hafi einnig verið á óskalistanum. Á endanum ákvað Man United þó að kaupa hinn unga Rasmus Höjlund frá Atalanta á Ítalíu. Danski framherjinn hefur ekki átt sjö dagana sæla vegna mikilla meiðsla og þá hafa mörkin – sem og færin - verið af skornum skammti. Kane hefur á sama tíma skorað 73 mörk í 75 leikjum fyrir Bayern.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira