Handbolti

Elvar Örn öflugur og Melsun­gen á­fram á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Örn er mikilvægur hlekkur í liði Melsungen.
Elvar Örn er mikilvægur hlekkur í liði Melsungen. Alex Davidson/Getty Images

Melsungen vann mikilvægan sigur í Evrópudeild karla í handbolta þar sem Kiel vann á sama tíma stórsigur á Porto.

Um var að ræða leiki í riðli III í Evrópudeildinni en Melsungen hélt til Serbíu og mætti þar Vojvodina. Unnu gestirnir frá Þýskalandi sjö marka sigur, 29-36. Átti Elvar Örn Jónsson sinn þátt í því.

Landsliðsmaðurinn skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Timo Kastening var markahæstur í liði gestanna með sjö mörk. Enginn kom að fleiri mörkum en Timo og Elvar Örn.

Þorsteinn Leó Gunnarsson var markahæstur í liði Porto sem steinlá gegn Kiel í Þýskalandi, loktölur 32-22. Þorsteinn Leó skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu.

Þorsteinn Leó í leik gegn Val.vísir/Anton

Að loknum fjórum leikjum eru Melsungen og Kiel með sex stig á meðan Porto er með tvö stig og Vojvodina er án stiga.

Að sex leikjum loknum fer efsta lið hvers riðils í 8-liða úrslit meðan liðin í 2. og 3. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×