Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 19. febrúar 2025 11:33 Í skólum koma mörg þúsund börn á ýmsum aldri saman dag hvern. Börn eiga rétt á því að vera örugg í skólanum í víðasta skilningi þess orð. Öryggismál þar sem börn koma saman eru í brennidepli núna en umræðan kemur þó upp af og til ekki síst ef einhver sérstök tilvik gerast í samfélaginu sem vekja upp ótta um að öryggi barna í skóla- og íþróttastarfi sé ógnað. Hættur og ógn geta steðjað að úr ýmsum áttum t.d. frá ókunnugum utanaðkomandi aðilum eða aðstæðum svo sem náttúruvá eða annað sem er ófyrirsjáanlegt. Samfélagið okkar hefur breyst og spyrja má hvort ekki séu komin vatnaskil í stöðu öryggismála og öryggisgæslu þegar litið er til skólasamfélagsins og annarra staða þar sem börn og ungmenni koma saman. Í umræðunni um öryggi í skólum hefur notkun öryggis- og eftirlitsmyndavéla borið einna hæst. Víða eru komnar eftirlits- og öryggismyndavélar þar sem þeirra er talin þörf. Þótt myndavélar sem slíkar komi ekki í veg fyrir að alvarlegur atburður eigi sér stað eða afbrot sé framið hafa þær fælingarmátt og auðvelda að mál sem upp koma verði upplýst. Vissulega er mikilvægt að tækjabúnaður sem þessi og gögn honum tengd séu ekki misnotuð til að hefta frelsi eða frelsistilfinningu einstaklinga. Skoða mætti ef til vill hvort ekki þurfi að losa um hindranir í persónuverndarkerfinu sem snúa að eftirlits- og öryggismyndavélum til að þær geti nýst betur og víðar. Finna þarf leiðir til að skólar séu ekki berskjaldaðir og að hver sem er getið gengið hindrunarlaust inn, einhver sem ekki á þangað erindi. Sú hugmynd hefur oft heyrst, að í skólum ætti hiklaust að vera auk, öryggis- og eftirlitsmyndavéla, öryggisverðir. Öryggismál í strætisvögnum Auka þarf öryggisvörslu víðar en í skólum. Nýlega var haldinn samráðsfundur barna og ungmenna með Strætó bs. þar sem börnin fengu tækifæri til þess að koma á framfæri hugmyndum sínum um umbætur í strætókerfinu sem lúta að því að auka öryggi þeirra. Mörg börn upplifa sig óörugg í strætó enda eru dæmi þess að börn hafi orðið fyrir einelti og öðru ofbeldi í strætisvögnum. Margt í þessari umræðu er nýtt fyrir okkur en breytt samfélag og nýjar aðstæður kalla á breytta hugsun, auknar forvarnir og nýtt mat á öryggisstöðlum. Tímabært er að ræða hvernig við viljum sjá þessum málum háttað í framtíðinni. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Sjá meira
Í skólum koma mörg þúsund börn á ýmsum aldri saman dag hvern. Börn eiga rétt á því að vera örugg í skólanum í víðasta skilningi þess orð. Öryggismál þar sem börn koma saman eru í brennidepli núna en umræðan kemur þó upp af og til ekki síst ef einhver sérstök tilvik gerast í samfélaginu sem vekja upp ótta um að öryggi barna í skóla- og íþróttastarfi sé ógnað. Hættur og ógn geta steðjað að úr ýmsum áttum t.d. frá ókunnugum utanaðkomandi aðilum eða aðstæðum svo sem náttúruvá eða annað sem er ófyrirsjáanlegt. Samfélagið okkar hefur breyst og spyrja má hvort ekki séu komin vatnaskil í stöðu öryggismála og öryggisgæslu þegar litið er til skólasamfélagsins og annarra staða þar sem börn og ungmenni koma saman. Í umræðunni um öryggi í skólum hefur notkun öryggis- og eftirlitsmyndavéla borið einna hæst. Víða eru komnar eftirlits- og öryggismyndavélar þar sem þeirra er talin þörf. Þótt myndavélar sem slíkar komi ekki í veg fyrir að alvarlegur atburður eigi sér stað eða afbrot sé framið hafa þær fælingarmátt og auðvelda að mál sem upp koma verði upplýst. Vissulega er mikilvægt að tækjabúnaður sem þessi og gögn honum tengd séu ekki misnotuð til að hefta frelsi eða frelsistilfinningu einstaklinga. Skoða mætti ef til vill hvort ekki þurfi að losa um hindranir í persónuverndarkerfinu sem snúa að eftirlits- og öryggismyndavélum til að þær geti nýst betur og víðar. Finna þarf leiðir til að skólar séu ekki berskjaldaðir og að hver sem er getið gengið hindrunarlaust inn, einhver sem ekki á þangað erindi. Sú hugmynd hefur oft heyrst, að í skólum ætti hiklaust að vera auk, öryggis- og eftirlitsmyndavéla, öryggisverðir. Öryggismál í strætisvögnum Auka þarf öryggisvörslu víðar en í skólum. Nýlega var haldinn samráðsfundur barna og ungmenna með Strætó bs. þar sem börnin fengu tækifæri til þess að koma á framfæri hugmyndum sínum um umbætur í strætókerfinu sem lúta að því að auka öryggi þeirra. Mörg börn upplifa sig óörugg í strætó enda eru dæmi þess að börn hafi orðið fyrir einelti og öðru ofbeldi í strætisvögnum. Margt í þessari umræðu er nýtt fyrir okkur en breytt samfélag og nýjar aðstæður kalla á breytta hugsun, auknar forvarnir og nýtt mat á öryggisstöðlum. Tímabært er að ræða hvernig við viljum sjá þessum málum háttað í framtíðinni. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun