„Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. febrúar 2025 13:15 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Arnar Formaður Eflingar sakar framkvæmdastjóra Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, um að segja ósatt um að brot fyrirtækisins iClean á ræstingafólki hafi ekki legið fyrir þegar Umbra endurnýjaði samning við fyrirtækið. Ágætt væri ef framkvæmdastjórinn myndi skammast sín og biðjast afsökunar. Sólveig Anna Jónsdóttir birti færslu á Facebook rétt fyrir hádegi í dag þar sem hún gerir viðtal Rúv við Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóra Umbru - þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, um samning Umbru við ræstingarfyrirtækið iClean að umtalsefni. Viktor sagði Umbru ekki hafa verið meðvitaða um meint brot iClean, sem hefur séð um ræstingar í Stjórnarráðinu og öðrum opinberum stofnunum, gegn starfsfólki þegar samningur við fyrirtækið var framlengdur. „Þetta er alrangt, og magnað að maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu vilji koma fram í fréttum og reyna að afvegaleiða umræðu og umfjöllun um þá grafalvarlegu stöðu sem að ríkir í ræstinga-geiranum,“ skrifar Sólveig í færslunni. Óskuðu eftir ráðgjöf Eflingar Viktor sagði í viðtali við Rúv að Umbra hefði haft samband við Eflingu í tengslum við útboð á ræstingum í ráðuneytum þar sem fyrirtækið iClean varð hlutskarpast. Það hafi verið gert vegna þess að Umbra sé með ákvæði í sínum samningum um að fyrirtæki sem það á í viðskiptum við virði samningsbundin réttindi starfsfólks. Vinstra megin á þessari mynd má sjá Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóra Umbru.Stjórnarráðið Efling hafi sent Umbru minnisblað þar sem kom fram að á tveggja ára tímabili hefðu 28 mál komið til félagsins tengd ræstingarfyrirtækinu. Þau hefðu varðað vinnurétt og kjarasamningsbrot en ekki hafi verið ljóst hvort þetta tengdist starfsfólki sem vann fyrir Umbru. Því hafi verið ákveðið að framlengja samninginn. Sólveig birtir í færslunni afrit af samskiptum Eflingar við Umbru frá því fyrsti póstur til stéttarfélagsins barst þann 8. október síðastliðinn. Þar óskaði Umbra eftir ráðgjöf til að geta séð hvort iClean hafi sýnt fram á að öll réttindi og skyldur væru uppfylltar gagnvart starfsfólki. Vinnuréttindasvið Eflingar hafi svo tekið saman minnisblað þar sem rekin voru átta mál af 28 sem Eflingu hafði borist vegna iClean yfir tveggja ára tímabili. Sólveig hafi sjálf sagt orðrétt í póstinum til Umbru: „Ljóst er að fyrirtækið stendur sig illa þegar að því kemur að fara eftir kjarasamningum og virða réttindi starfsfólks.“ Þá sagðist hún vona að Umbra myndi ekki gera samning við Umbru og sagðist geta veitt frekari upplýsingar. Ýmislegt sem kæmi niður á starfsfólki og gæðum þrifa Viku síðar hafi Sólveig sent Umbru annan póst til að athuga hvort minnisblaðið hefði ekki skilað sér. Henni hafi borist svar sama dag þar sem það var staðfest. Starfsmaður Umbru sagði málið þá vera í skoðun innanhúss og fleiri þættir hefðu áhrif á framlenginguna. Þar kom fram að starfsfólk Umbru hefði orðið vart við ýmislegt sem betur mætti fara og kæmi niður á bæði starfsfólki og gæði þrifa. Því þyrftu að huga að ýmsum þáttum. Sólveig hafi sent annan póst og sagt að Umbra gæti haft samband þegar þau þyrftu vegna málsins. Ekkert bólaði á svörum þar til Sólvegi sendi póst 9. febrúar til að forvitnast hvort samningurinn við iClean hefði verið framlengdur. „Algjörlega ömurlegt að heyra“ Tveimur dögum síðar barst henni svar þar sem kom fram að samningurinn við iClean hefði verið framlengdur um eitt ár til 31. desember 2025 í samræmi við ákvæði samningsins. „Það er á dagskrá að fara í nýtt útboð á þessu ári. Útboðið verður unnið með innkaupasérfræðingum Fjársýslunnar og áfram áhersla á að lögbundin réttindi starfsfólks séu tryggð. Til að ná því markmiði þarf m.a. að fara vel yfir hvernig eftirliti verður háttað. Ég reikna með að í ferlinu verði leitað eftir ráðgjöf og ábendingum sem snúa að þeim málum og jafnvel með öðrum hætti en áður,“ sagði einnig í póstinum. Sólveig hafi svarað daginn eftir þar sem hún sagði það ömurlegt að heyra og satt best að segja til háborinnar skammar. Tal um áherslu á lögbundin réttindi starfsfólks sé innantómt þegar sýnt hafi verið fram á þau hafi ekki verið virt. „Stórfurðulegt að þrátt fyrir upplýsingar frá Eflingu um kjarasamnings og réttindabrot hafi niðurstaðan verið að halda áfram viðskiptum við fyrirtækið. Til hvers í ósköpunum var eiginlega verið að kalla eftir gögnum frá okkur?“ skrifaði Sólveig einnig í póstinum. Aldrei beðin um að kalla eftir launaseðlum Sólveig segir síðan í færslunni að framkvæmdastjóri Umbru reyni með ósvífnum hætti að láta það hljóma í fréttum sem svo að Efling sé í raun vandamálið. Eins og að „Umbra hafi leitað til okkar eftir aðstoð og að við höfum brugðist skyldum okkar,“ segir hún. Efling hafi ekki lýst yfir efasemdum með að Umbra hefði kallað eftir launaseðlum heldur undrast að stéttarfélagið væri skrifað inn í samning án vitneskju félagsins. „Aldrei nokkurn tímann vorum við beðin af starfsmanni Umbra um að kalla eftir launaseðlum starfsfólks iClean sem að starfar við að ræsta stofnanir ríkisvaldsins – slík beiðni var einfaldlega ekki orðuð – en slíkt hefði kallað á nákvæmar upplýsingar um t.d. nöfn og kennitölur starfsfólks frá Umbra (sem að aldrei bárust), sem og skoðun á persónuverndarlögum og reglum af hálfu Eflingar,“ segir hún í færslunni. Sólveig segir að kannski telji framkvæmdastjóri Umbra og undirmenn hans að Efling sé ein af undirstofnunum ríkissins. Svo sé ekki og Efling starfi eftir sérstökum lögum um stéttarfélög þar sem þurfi að gæta að réttri meðferð persónuupplýsinga meðlima félagsins. Beiðni Umbru hafi einfaldlega snúist um upplýsingar frá Eflingu um það hvort iClean virtu kjarasamninga og lög á vinnumarkaði. Efling hafi orðið við þeirri beiðni og upplýst um að svo væri ekki. „Betra að gera einfaldlega ekkert í málinu“ Ákveðið hafi verið að framlengja samning Umbru við iClean „þar sem þessi þjónusta hafði gengið ágætlega og í sjálfu sér vorum við ekki með neinar upplýsingar um að það hafi verið neitt brotið á þessu starfsfólki sem var að vinna hjá okkur,“ að sögn Viktors. Þá hafi legið fyrir að fimm ráðuneyti myndu flytja og ekki forsendur fyrir nýju útboði. Sólveig segir að með öðrum orðum hafi það verið of mikið vesen fyrir Umbra og ráðuneytin að finna nýtt fyrirtæki. „Betra að gera einfaldlega ekkert í málinu og halda áfram að senda peninga skattgreiðenda til iClean,“ segir hún. Sólveig segir framkomu Umbru og samskipti við Eflingu enn eina sönnunina á „því áhugaleysi og þeirri þriðja flokks stjórnsýslu sem að mætir vinnuaflinu og fulltrúum þess.“ Loks segir Sólveig að það væri ágætt ef „Viktor Jens skammaðist sín og bæðist afsökunar á því að reyna að blekkja og afvegaleiða umræðuna um svo grafalvarlegt málefni, og að hafa Eflingu fyrir rangri sök.“ Slík afsökunarbeiðni muni þó aldrei berast þar sem í huga opinberrar yfirstéttar virðist yfirhylming og blekking iðulega verða fyrir valinu í samskiptum við alþýðuna frekar en leið samvinnu og virðingar. „Það er skammarblettur á samfélagi okkar,“ segir Sólveig. Stjórnsýsla Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir birti færslu á Facebook rétt fyrir hádegi í dag þar sem hún gerir viðtal Rúv við Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóra Umbru - þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, um samning Umbru við ræstingarfyrirtækið iClean að umtalsefni. Viktor sagði Umbru ekki hafa verið meðvitaða um meint brot iClean, sem hefur séð um ræstingar í Stjórnarráðinu og öðrum opinberum stofnunum, gegn starfsfólki þegar samningur við fyrirtækið var framlengdur. „Þetta er alrangt, og magnað að maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu vilji koma fram í fréttum og reyna að afvegaleiða umræðu og umfjöllun um þá grafalvarlegu stöðu sem að ríkir í ræstinga-geiranum,“ skrifar Sólveig í færslunni. Óskuðu eftir ráðgjöf Eflingar Viktor sagði í viðtali við Rúv að Umbra hefði haft samband við Eflingu í tengslum við útboð á ræstingum í ráðuneytum þar sem fyrirtækið iClean varð hlutskarpast. Það hafi verið gert vegna þess að Umbra sé með ákvæði í sínum samningum um að fyrirtæki sem það á í viðskiptum við virði samningsbundin réttindi starfsfólks. Vinstra megin á þessari mynd má sjá Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóra Umbru.Stjórnarráðið Efling hafi sent Umbru minnisblað þar sem kom fram að á tveggja ára tímabili hefðu 28 mál komið til félagsins tengd ræstingarfyrirtækinu. Þau hefðu varðað vinnurétt og kjarasamningsbrot en ekki hafi verið ljóst hvort þetta tengdist starfsfólki sem vann fyrir Umbru. Því hafi verið ákveðið að framlengja samninginn. Sólveig birtir í færslunni afrit af samskiptum Eflingar við Umbru frá því fyrsti póstur til stéttarfélagsins barst þann 8. október síðastliðinn. Þar óskaði Umbra eftir ráðgjöf til að geta séð hvort iClean hafi sýnt fram á að öll réttindi og skyldur væru uppfylltar gagnvart starfsfólki. Vinnuréttindasvið Eflingar hafi svo tekið saman minnisblað þar sem rekin voru átta mál af 28 sem Eflingu hafði borist vegna iClean yfir tveggja ára tímabili. Sólveig hafi sjálf sagt orðrétt í póstinum til Umbru: „Ljóst er að fyrirtækið stendur sig illa þegar að því kemur að fara eftir kjarasamningum og virða réttindi starfsfólks.“ Þá sagðist hún vona að Umbra myndi ekki gera samning við Umbru og sagðist geta veitt frekari upplýsingar. Ýmislegt sem kæmi niður á starfsfólki og gæðum þrifa Viku síðar hafi Sólveig sent Umbru annan póst til að athuga hvort minnisblaðið hefði ekki skilað sér. Henni hafi borist svar sama dag þar sem það var staðfest. Starfsmaður Umbru sagði málið þá vera í skoðun innanhúss og fleiri þættir hefðu áhrif á framlenginguna. Þar kom fram að starfsfólk Umbru hefði orðið vart við ýmislegt sem betur mætti fara og kæmi niður á bæði starfsfólki og gæði þrifa. Því þyrftu að huga að ýmsum þáttum. Sólveig hafi sent annan póst og sagt að Umbra gæti haft samband þegar þau þyrftu vegna málsins. Ekkert bólaði á svörum þar til Sólvegi sendi póst 9. febrúar til að forvitnast hvort samningurinn við iClean hefði verið framlengdur. „Algjörlega ömurlegt að heyra“ Tveimur dögum síðar barst henni svar þar sem kom fram að samningurinn við iClean hefði verið framlengdur um eitt ár til 31. desember 2025 í samræmi við ákvæði samningsins. „Það er á dagskrá að fara í nýtt útboð á þessu ári. Útboðið verður unnið með innkaupasérfræðingum Fjársýslunnar og áfram áhersla á að lögbundin réttindi starfsfólks séu tryggð. Til að ná því markmiði þarf m.a. að fara vel yfir hvernig eftirliti verður háttað. Ég reikna með að í ferlinu verði leitað eftir ráðgjöf og ábendingum sem snúa að þeim málum og jafnvel með öðrum hætti en áður,“ sagði einnig í póstinum. Sólveig hafi svarað daginn eftir þar sem hún sagði það ömurlegt að heyra og satt best að segja til háborinnar skammar. Tal um áherslu á lögbundin réttindi starfsfólks sé innantómt þegar sýnt hafi verið fram á þau hafi ekki verið virt. „Stórfurðulegt að þrátt fyrir upplýsingar frá Eflingu um kjarasamnings og réttindabrot hafi niðurstaðan verið að halda áfram viðskiptum við fyrirtækið. Til hvers í ósköpunum var eiginlega verið að kalla eftir gögnum frá okkur?“ skrifaði Sólveig einnig í póstinum. Aldrei beðin um að kalla eftir launaseðlum Sólveig segir síðan í færslunni að framkvæmdastjóri Umbru reyni með ósvífnum hætti að láta það hljóma í fréttum sem svo að Efling sé í raun vandamálið. Eins og að „Umbra hafi leitað til okkar eftir aðstoð og að við höfum brugðist skyldum okkar,“ segir hún. Efling hafi ekki lýst yfir efasemdum með að Umbra hefði kallað eftir launaseðlum heldur undrast að stéttarfélagið væri skrifað inn í samning án vitneskju félagsins. „Aldrei nokkurn tímann vorum við beðin af starfsmanni Umbra um að kalla eftir launaseðlum starfsfólks iClean sem að starfar við að ræsta stofnanir ríkisvaldsins – slík beiðni var einfaldlega ekki orðuð – en slíkt hefði kallað á nákvæmar upplýsingar um t.d. nöfn og kennitölur starfsfólks frá Umbra (sem að aldrei bárust), sem og skoðun á persónuverndarlögum og reglum af hálfu Eflingar,“ segir hún í færslunni. Sólveig segir að kannski telji framkvæmdastjóri Umbra og undirmenn hans að Efling sé ein af undirstofnunum ríkissins. Svo sé ekki og Efling starfi eftir sérstökum lögum um stéttarfélög þar sem þurfi að gæta að réttri meðferð persónuupplýsinga meðlima félagsins. Beiðni Umbru hafi einfaldlega snúist um upplýsingar frá Eflingu um það hvort iClean virtu kjarasamninga og lög á vinnumarkaði. Efling hafi orðið við þeirri beiðni og upplýst um að svo væri ekki. „Betra að gera einfaldlega ekkert í málinu“ Ákveðið hafi verið að framlengja samning Umbru við iClean „þar sem þessi þjónusta hafði gengið ágætlega og í sjálfu sér vorum við ekki með neinar upplýsingar um að það hafi verið neitt brotið á þessu starfsfólki sem var að vinna hjá okkur,“ að sögn Viktors. Þá hafi legið fyrir að fimm ráðuneyti myndu flytja og ekki forsendur fyrir nýju útboði. Sólveig segir að með öðrum orðum hafi það verið of mikið vesen fyrir Umbra og ráðuneytin að finna nýtt fyrirtæki. „Betra að gera einfaldlega ekkert í málinu og halda áfram að senda peninga skattgreiðenda til iClean,“ segir hún. Sólveig segir framkomu Umbru og samskipti við Eflingu enn eina sönnunina á „því áhugaleysi og þeirri þriðja flokks stjórnsýslu sem að mætir vinnuaflinu og fulltrúum þess.“ Loks segir Sólveig að það væri ágætt ef „Viktor Jens skammaðist sín og bæðist afsökunar á því að reyna að blekkja og afvegaleiða umræðuna um svo grafalvarlegt málefni, og að hafa Eflingu fyrir rangri sök.“ Slík afsökunarbeiðni muni þó aldrei berast þar sem í huga opinberrar yfirstéttar virðist yfirhylming og blekking iðulega verða fyrir valinu í samskiptum við alþýðuna frekar en leið samvinnu og virðingar. „Það er skammarblettur á samfélagi okkar,“ segir Sólveig.
Stjórnsýsla Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira