Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2025 09:26 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í Kópavogi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Maður á fimmtugsaldri sem varð fyrir stunguárás á heimili sínu í Kópavogi á sunnudagsmorgni árið 2022 segist hafa óttast um son sinn sem var í næsta herbergi á meðan árásin átti sér stað. Sonurinn hefði ekki ráðið við árásarmanninn. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í nýliðinni viku. Maðurinn sem er grunaður um að hafa framið árásina, sem verður til einföldunar hér eftir kallaður sakborningurinn, sagðist hafa neytt mikils áfengis í aðdraganda atburðanna sem málið varðar. Hann er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, en ekki tilraun til manndráps. Hann er einnig grunaður um að brjótast inn á heimili þess sem varð fyrir árásinni og valda skemmdum á bíl hans. Sakborningurinn játaði sök hvað varðar eignaspjöllin, en neitaði varðandi stunguárásina og húsbrotið. Hann gat lýst með nákvæmum hætti því sem átti sér stað í aðdraganda árásarinnar, til að mynda þegar hann olli skemmdum á bílnum, en bar fyrir sig minnisleysi varðandi hin atriðin. Vöknuðu við hávaða daginn eftir kósýkvöld Maðurinn sem varð fyrir árásinni skýrði fyrir dómi að hann hefði leigt íbúð hjá foreldrum sakborningsins í sex eða sjö ár. Um er að ræða kjallaraíbúð undir einbýlishúsi foreldranna. Faðir sakborningsins hefði greint manninum frá því að sonur hans hefði átt erfitt. Maðurinn sagðist alltaf hafa reynt að vera viðkunnanlegur við sakborninginn. Þá tók hann fram að hann hefði í einhver skipti áður séð lögregluna handtaka sakborninginn. Kvöldið áður en atvik málsins áttu sér stað hafi maðurinn og sonur hans verið með kósýkvöld og horft á Eurovison saman. Snemma morguninn eftir hafi þeir vaknað við læti sem komu úr efri íbúðinni. Maðurinn þóttist vita að foreldrar sakborningsins væru erlendis, og hann væri því einn heima. Feðgarnir hafi reynt að kippa sér ekki upp við þetta, en á einhverjum tímapunkti hafi sakborningurinn bankað uppi hjá þeim. Maðurinn hafi þá talað við sakborninginn sem hafi sagt að „þetta væri allt mér að kenna“, og eitthvað í þá áttina. Maðurinn hvatti hann til að fara að leggja sig. Þeir væru engir óvinir, þvert á móti. Síðan hafi hann farið aftur inn í herbergi og haldið að málið væri búið. Fór inn meðan hann kíkti á nafnið Einhverju síðar hafi maðurinn séð út um gluggann að sakborningurinn væri að atast í bílnum hans. Fyrst hafi hann hrækt á bílinn og makað hrákunni yfir húddið. Þar á eftir hafi hann tekið stórt slökkvitæki og slegið því í bílrúðuna. „Hann rústaði bílnum mínum. Þetta var yndislegur bíll, en þetta eyðilagði tilfinninguna fyrir honum.“ Maðurinn segir að þá hafi hann hringt á lögregluna og tilkynnt henni um það sem væri að eiga sér stað. Lögreglan hafi spurt hvert væri fullt nafn sakborningsins, og maðurinn mundi það ekki. Hann ákvað því að skjótast út og finna nafn hans á svokölluðu hurðaskilti við útidyrahurð heimilis sakborningsins. En á sama tíma hafi sakborningurinn farið inn í húsið. „Það er enginn velkominn inn á heimilið mitt nema honum sé boðið, og honum var ekki boðið,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Týpískur eldhúshnífur Að sögn mannsins sparkaði sakborningurinn í herbergishurð sonarins þegar hann var kominn inn. Maðurinn hafi síðan komið að sakborningnum á gangi íbúðarinnar og þar hafi þeir tekist á. Þar hafi sakborningurinn stungið hann með hníf, en maðurinn sagðist ekki hafa áttað sig á því strax. Um var að ræða „týpískan eldhúshníf með svörtu plastskafti“. Það liggur fyrir í málinu að á einhverjum tímapunkti brotnaði hnífurinn þannig að blaðið fór af skaftinu. Maðurinn sagðist þakklátur fyrir að betri hníf hafi ekki verið beitt í umrætt skipti. Þá hefði getað farið verr. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, var með hnífinn meðferðis við aðalmeðferð málsins. Hann var geymdur í bréfpoka ofan í plastpoka og var tekinn upp og sýndur viðstöddum. Bað soninn um að halda sig í herberginu Maðurinn sem varð fyrir árásinni er nokkuð hávaxinn og sterkbyggður. Hins vegar er sakborningurinn nokkuð lægri. „Ég er stærri og sterkari en hann, en ég hef aldrei upplifað eins mikinn styrk í litlum strák,“ sagði hann. Spurður út í fas sakborningsins sagði maðurinn: „Hann var brjálaður. Hann var óþekkjanlegur í andlitnu.“ Maðurinn ítrekaði að hann kannaðist ekki við að hafa gert neitt á hlut sakborningsins. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Á meðan á átökum mannanna stóð sagðist sá sem varð fyrir árásinni hafa öskrað á son sinn og beðið hann um að halda sig inni í herberginu. Fyrir liggur að á einhverjum tímapunkti hafi sonurinn líka hringt á lögregluna. Eftir að maðurinn áttaði sig á því að hann hafði verið stunginn sagðist hann hafa tekið sakborninginn niður og haldið honum þannig þangað til lögregla kom á vettvang. Hefði hæglega getað drepið konu Maðurinn sagði málið hafa haft þungbær áhrif í för með sér. Hann hafi ekki sofið næstu nætur á eftir, og þá hafi hann ekki treyst sér til að gista lengur í húsinu og því hafi hann búið hjá systur sinni mánuðina á eftir, á meðan hann fann sér nýtt húsnæði. Þá sagðist maðurinn hafa heyrt í föður sakborningsins, leigusalanum sínum, eftir að þetta átti sér stað. Sá hafi sagt honum að sér liði eins og hann hefði misst son sinn. Þá hafi hann sagst í raun ánægður með að maðurinn hefði lent í þessu, þar sem hann væri svo sterkur. Til viðbótar hafi faðirinn nefnt sem dæmi að ef sonur hans hefði ráðist á konu hefði hann hæglega getað drepið hana. Ekki sérlega hættulegir áverkar Læknir á slysadeild sem hlúði að manninum sem varð fyrir árásinni gaf skýrslu fyrir dómi. Sá sagði að áverkarnir í málinu hafi ekki verið sérlega hættulegir, ekki hafi verið um djúp sár að ræða. Þá væri erfitt að segja til um hversu hættuleg þau hefðu getað orðið, en svona hnífur geti alveg smogið á milli rifja. Í ákæru málsins segir að maðurinn hafi verið stunginn tvisvar með hnífi vinstra megin í brjóstkassa. Fyrir vikið hafi maðurinn hlotið tvö punktsár á brjóstkassanum. Gæti verið erfitt að meta sakhæfi Geðlæknir sem vann matsgerð í málinu gaf einnig skýrslu. Hann sagði sakborninginn sjá mikið eftir því sem hefði gerst, og að hann væri leiður yfir því. Líklega væri sakborningurinn með geðrofssjúkdóm, líklega einhvers konar geðklofa, sem og aðrar greiningar. Það var þó mat geðlæknisins að líklega hefði ofsafengin áfengisneysla sakborningsins í aðdraganda árásarinnar haft meiri áhrif á gjörðir hans. Hann benti á að mjög mikil áfengisneysla geti í raun gert mann sturlaðan. Ástandið sem hafi skapast megi því helst rekja til drykkju. Geðlæknirinn taldi að sakborningurinn hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu. Það er þó dómarans að taka lokaákvörðun um sakhæfið, og sagði geðlæknirinn að í þessu máli gæti þetta mat verið erfitt. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í nýliðinni viku. Maðurinn sem er grunaður um að hafa framið árásina, sem verður til einföldunar hér eftir kallaður sakborningurinn, sagðist hafa neytt mikils áfengis í aðdraganda atburðanna sem málið varðar. Hann er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, en ekki tilraun til manndráps. Hann er einnig grunaður um að brjótast inn á heimili þess sem varð fyrir árásinni og valda skemmdum á bíl hans. Sakborningurinn játaði sök hvað varðar eignaspjöllin, en neitaði varðandi stunguárásina og húsbrotið. Hann gat lýst með nákvæmum hætti því sem átti sér stað í aðdraganda árásarinnar, til að mynda þegar hann olli skemmdum á bílnum, en bar fyrir sig minnisleysi varðandi hin atriðin. Vöknuðu við hávaða daginn eftir kósýkvöld Maðurinn sem varð fyrir árásinni skýrði fyrir dómi að hann hefði leigt íbúð hjá foreldrum sakborningsins í sex eða sjö ár. Um er að ræða kjallaraíbúð undir einbýlishúsi foreldranna. Faðir sakborningsins hefði greint manninum frá því að sonur hans hefði átt erfitt. Maðurinn sagðist alltaf hafa reynt að vera viðkunnanlegur við sakborninginn. Þá tók hann fram að hann hefði í einhver skipti áður séð lögregluna handtaka sakborninginn. Kvöldið áður en atvik málsins áttu sér stað hafi maðurinn og sonur hans verið með kósýkvöld og horft á Eurovison saman. Snemma morguninn eftir hafi þeir vaknað við læti sem komu úr efri íbúðinni. Maðurinn þóttist vita að foreldrar sakborningsins væru erlendis, og hann væri því einn heima. Feðgarnir hafi reynt að kippa sér ekki upp við þetta, en á einhverjum tímapunkti hafi sakborningurinn bankað uppi hjá þeim. Maðurinn hafi þá talað við sakborninginn sem hafi sagt að „þetta væri allt mér að kenna“, og eitthvað í þá áttina. Maðurinn hvatti hann til að fara að leggja sig. Þeir væru engir óvinir, þvert á móti. Síðan hafi hann farið aftur inn í herbergi og haldið að málið væri búið. Fór inn meðan hann kíkti á nafnið Einhverju síðar hafi maðurinn séð út um gluggann að sakborningurinn væri að atast í bílnum hans. Fyrst hafi hann hrækt á bílinn og makað hrákunni yfir húddið. Þar á eftir hafi hann tekið stórt slökkvitæki og slegið því í bílrúðuna. „Hann rústaði bílnum mínum. Þetta var yndislegur bíll, en þetta eyðilagði tilfinninguna fyrir honum.“ Maðurinn segir að þá hafi hann hringt á lögregluna og tilkynnt henni um það sem væri að eiga sér stað. Lögreglan hafi spurt hvert væri fullt nafn sakborningsins, og maðurinn mundi það ekki. Hann ákvað því að skjótast út og finna nafn hans á svokölluðu hurðaskilti við útidyrahurð heimilis sakborningsins. En á sama tíma hafi sakborningurinn farið inn í húsið. „Það er enginn velkominn inn á heimilið mitt nema honum sé boðið, og honum var ekki boðið,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Týpískur eldhúshnífur Að sögn mannsins sparkaði sakborningurinn í herbergishurð sonarins þegar hann var kominn inn. Maðurinn hafi síðan komið að sakborningnum á gangi íbúðarinnar og þar hafi þeir tekist á. Þar hafi sakborningurinn stungið hann með hníf, en maðurinn sagðist ekki hafa áttað sig á því strax. Um var að ræða „týpískan eldhúshníf með svörtu plastskafti“. Það liggur fyrir í málinu að á einhverjum tímapunkti brotnaði hnífurinn þannig að blaðið fór af skaftinu. Maðurinn sagðist þakklátur fyrir að betri hníf hafi ekki verið beitt í umrætt skipti. Þá hefði getað farið verr. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, var með hnífinn meðferðis við aðalmeðferð málsins. Hann var geymdur í bréfpoka ofan í plastpoka og var tekinn upp og sýndur viðstöddum. Bað soninn um að halda sig í herberginu Maðurinn sem varð fyrir árásinni er nokkuð hávaxinn og sterkbyggður. Hins vegar er sakborningurinn nokkuð lægri. „Ég er stærri og sterkari en hann, en ég hef aldrei upplifað eins mikinn styrk í litlum strák,“ sagði hann. Spurður út í fas sakborningsins sagði maðurinn: „Hann var brjálaður. Hann var óþekkjanlegur í andlitnu.“ Maðurinn ítrekaði að hann kannaðist ekki við að hafa gert neitt á hlut sakborningsins. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Á meðan á átökum mannanna stóð sagðist sá sem varð fyrir árásinni hafa öskrað á son sinn og beðið hann um að halda sig inni í herberginu. Fyrir liggur að á einhverjum tímapunkti hafi sonurinn líka hringt á lögregluna. Eftir að maðurinn áttaði sig á því að hann hafði verið stunginn sagðist hann hafa tekið sakborninginn niður og haldið honum þannig þangað til lögregla kom á vettvang. Hefði hæglega getað drepið konu Maðurinn sagði málið hafa haft þungbær áhrif í för með sér. Hann hafi ekki sofið næstu nætur á eftir, og þá hafi hann ekki treyst sér til að gista lengur í húsinu og því hafi hann búið hjá systur sinni mánuðina á eftir, á meðan hann fann sér nýtt húsnæði. Þá sagðist maðurinn hafa heyrt í föður sakborningsins, leigusalanum sínum, eftir að þetta átti sér stað. Sá hafi sagt honum að sér liði eins og hann hefði misst son sinn. Þá hafi hann sagst í raun ánægður með að maðurinn hefði lent í þessu, þar sem hann væri svo sterkur. Til viðbótar hafi faðirinn nefnt sem dæmi að ef sonur hans hefði ráðist á konu hefði hann hæglega getað drepið hana. Ekki sérlega hættulegir áverkar Læknir á slysadeild sem hlúði að manninum sem varð fyrir árásinni gaf skýrslu fyrir dómi. Sá sagði að áverkarnir í málinu hafi ekki verið sérlega hættulegir, ekki hafi verið um djúp sár að ræða. Þá væri erfitt að segja til um hversu hættuleg þau hefðu getað orðið, en svona hnífur geti alveg smogið á milli rifja. Í ákæru málsins segir að maðurinn hafi verið stunginn tvisvar með hnífi vinstra megin í brjóstkassa. Fyrir vikið hafi maðurinn hlotið tvö punktsár á brjóstkassanum. Gæti verið erfitt að meta sakhæfi Geðlæknir sem vann matsgerð í málinu gaf einnig skýrslu. Hann sagði sakborninginn sjá mikið eftir því sem hefði gerst, og að hann væri leiður yfir því. Líklega væri sakborningurinn með geðrofssjúkdóm, líklega einhvers konar geðklofa, sem og aðrar greiningar. Það var þó mat geðlæknisins að líklega hefði ofsafengin áfengisneysla sakborningsins í aðdraganda árásarinnar haft meiri áhrif á gjörðir hans. Hann benti á að mjög mikil áfengisneysla geti í raun gert mann sturlaðan. Ástandið sem hafi skapast megi því helst rekja til drykkju. Geðlæknirinn taldi að sakborningurinn hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu. Það er þó dómarans að taka lokaákvörðun um sakhæfið, og sagði geðlæknirinn að í þessu máli gæti þetta mat verið erfitt.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira