Afstaða Íslands skýr Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 19. febrúar 2025 18:35 Kristrún Frostadóttir fundaði með öðrum ráðamönnum Evrópu í dag. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sótti neyðarfund Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Til umræðu voru öryggis- og varnarmál álfunnar og friðarviðræður í stríðinu milli Úkraínu og Rússa. Forsætisráðherra segir afstöðu Íslands skýra. „Núna, eins og kannski sást um helgina í Þýskalandi, er Evrópa að þétta raðirnar. Ekki til að vera gegn Bandaríkjunum heldur til að vera betri bandamaður þegar kemur að alþjóðasamskiptum og vinna betur með Bandaríkjunum að frið í álfunni. Fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að vopnahlé sem að komið verður á verði ekki á forsendum Úkraínu, það muni ekki leiða til varanlegs friðar í álfunni þannig að fólk er að velta fyrir sér á hvaða forsendum svona samræður geti átt sér stað,“ segir Kristrún. Til umræðu á fundinum var meðal annars staða Evrópu og staða Úkraínu. „Það var verið að ræða stöðu Evrópu, stöðu Úkraínu, hvernig Evrópa gæti komið sterkari inn, hefur auðvitað verið öflugur aðili og bandamaður Úkraínu en er meðvituð um það eru aðeins að breytast vigtirnar í alþjóðasamskiptum þannig það er verið að ræða framtíð friðar í Evrópu þannig þetta er eitthvað sem snertir okkur Íslendinga,“ segir hún. Ýmsar niðurstöður hafi verið viðraðar en engin formlega niðurstaða tilkynnt. „En það er verið, eins og ég segi, að hugsa hvernig ætti að tryggja það að Úkraína hafi sannarlega rödd við þetta borð, það verði langvarandi friður í álfunni, að Evrópumenn og -konur verði þátttakendur í þessu samtali. Ég má til með að nefna það að Íslandi var sérstaklega þökkuð þátttaka í þessum fundi vegna þess að það eru allir meðvitaðir um það að það þarf að vera breið sátt og stuðningur um áframhaldandi stuðning við Úkraínu.“ Það voru ekki mörg ríki sem tóku þátt á fundi dagsins. Fyrri neyðarfundur var haldinn í gær. „Það var auðvitað hópur sem fundaði í gær. Þar var Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, svona fulltrúi Norðurlandaþjóða og Eystrasaltsríkja, hún stóð sig þar með prýði. Nú var verið að fá breiðari sjónarmið. Ísland er náttúrulega þátttakandi í ýmsu Evrópusamstarfi, við erum hluti af Nató og fólk er meðvitaðra um að það skiptir máli að þétta raðirnar þvert á álfuna,“ segir Kristrún. Fyrr í dag kallaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, einræðisherra og gaf í skyn að hann væri spilltur. Þá gaf forsetinn í skyn í gærkvöldi að stríðið væri Úkraínumönnum sjálfum að kenna. Kristrún segir íslensk stjórnvöld þurfa senda skýr skilaboð. „Það voru Rússar sem réðust inn í Úkraínu. Evrópa stendur með Úkraínu og það gerir Ísland líka.“ Þá liggi fyrir hver afstaða Íslands og Evrópu varðandi friðarfund Rússa og Bandaríkjamanna þar sem hvorki fulltrúum frá Úkraínu hafi verið boðið né fulltrúum Evrópuríkja. „Það liggur alveg fyrir hver afstaða Íslands er og Evrópu hvað það varðar. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu og það þýðir að Úkraína verður að eiga sæti við borðið þegar það er samið í þessari stöðu vegna þess að, svo ég ítreki það, forsendur vopmahles og friðar þurfa að vera alveg skýrar og það skiptir máli hvernig vopnahléi er komið á,“ segir Kristrún. Margt hafi gerst á örfáum dögum „Ég myndi samt segja að þróun síðustu daga sýni að Evrópa og okkar nágrannaþjóðir, Norðurlandaþjóðirnar og Eystrasaltsþjóðirnar, sem við erum að vinna mikið með geta hreyft sig hratt. Það er verið að þétta raðirnar vel, það er verið að eiga samskipti líka við okkar bandamenn í Bandaríkjunum. Þannig að já það er ákveðin ögurstund komin á í álfunni en fólk er að stíga inn, stíga upp og að knýja fram ákvörðunartöku,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
„Núna, eins og kannski sást um helgina í Þýskalandi, er Evrópa að þétta raðirnar. Ekki til að vera gegn Bandaríkjunum heldur til að vera betri bandamaður þegar kemur að alþjóðasamskiptum og vinna betur með Bandaríkjunum að frið í álfunni. Fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að vopnahlé sem að komið verður á verði ekki á forsendum Úkraínu, það muni ekki leiða til varanlegs friðar í álfunni þannig að fólk er að velta fyrir sér á hvaða forsendum svona samræður geti átt sér stað,“ segir Kristrún. Til umræðu á fundinum var meðal annars staða Evrópu og staða Úkraínu. „Það var verið að ræða stöðu Evrópu, stöðu Úkraínu, hvernig Evrópa gæti komið sterkari inn, hefur auðvitað verið öflugur aðili og bandamaður Úkraínu en er meðvituð um það eru aðeins að breytast vigtirnar í alþjóðasamskiptum þannig það er verið að ræða framtíð friðar í Evrópu þannig þetta er eitthvað sem snertir okkur Íslendinga,“ segir hún. Ýmsar niðurstöður hafi verið viðraðar en engin formlega niðurstaða tilkynnt. „En það er verið, eins og ég segi, að hugsa hvernig ætti að tryggja það að Úkraína hafi sannarlega rödd við þetta borð, það verði langvarandi friður í álfunni, að Evrópumenn og -konur verði þátttakendur í þessu samtali. Ég má til með að nefna það að Íslandi var sérstaklega þökkuð þátttaka í þessum fundi vegna þess að það eru allir meðvitaðir um það að það þarf að vera breið sátt og stuðningur um áframhaldandi stuðning við Úkraínu.“ Það voru ekki mörg ríki sem tóku þátt á fundi dagsins. Fyrri neyðarfundur var haldinn í gær. „Það var auðvitað hópur sem fundaði í gær. Þar var Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, svona fulltrúi Norðurlandaþjóða og Eystrasaltsríkja, hún stóð sig þar með prýði. Nú var verið að fá breiðari sjónarmið. Ísland er náttúrulega þátttakandi í ýmsu Evrópusamstarfi, við erum hluti af Nató og fólk er meðvitaðra um að það skiptir máli að þétta raðirnar þvert á álfuna,“ segir Kristrún. Fyrr í dag kallaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, einræðisherra og gaf í skyn að hann væri spilltur. Þá gaf forsetinn í skyn í gærkvöldi að stríðið væri Úkraínumönnum sjálfum að kenna. Kristrún segir íslensk stjórnvöld þurfa senda skýr skilaboð. „Það voru Rússar sem réðust inn í Úkraínu. Evrópa stendur með Úkraínu og það gerir Ísland líka.“ Þá liggi fyrir hver afstaða Íslands og Evrópu varðandi friðarfund Rússa og Bandaríkjamanna þar sem hvorki fulltrúum frá Úkraínu hafi verið boðið né fulltrúum Evrópuríkja. „Það liggur alveg fyrir hver afstaða Íslands er og Evrópu hvað það varðar. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu og það þýðir að Úkraína verður að eiga sæti við borðið þegar það er samið í þessari stöðu vegna þess að, svo ég ítreki það, forsendur vopmahles og friðar þurfa að vera alveg skýrar og það skiptir máli hvernig vopnahléi er komið á,“ segir Kristrún. Margt hafi gerst á örfáum dögum „Ég myndi samt segja að þróun síðustu daga sýni að Evrópa og okkar nágrannaþjóðir, Norðurlandaþjóðirnar og Eystrasaltsþjóðirnar, sem við erum að vinna mikið með geta hreyft sig hratt. Það er verið að þétta raðirnar vel, það er verið að eiga samskipti líka við okkar bandamenn í Bandaríkjunum. Þannig að já það er ákveðin ögurstund komin á í álfunni en fólk er að stíga inn, stíga upp og að knýja fram ákvörðunartöku,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira