Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 07:02 Lionel Messi fagnar sigurmarki sínu fyrir Inter Miami með liðsfélaga sínum Tadeo Allende. Getty/Kyle Rivas Inter Miami byrjaði nýtt tímabil við krefjandi aðstæður í nótt. Liðið vann þá 1-0 sigur á Sporting Kansas City á útivelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Concacaf bikarsins. Leikurinn var spilaður í sautján stiga frosti og vindkælingin var það mikil að leikmönnum leið eins og það væri 22 stiga frost. Concacaf sambandið hafði frestað leiknum um sólarhring vegna veðurs og einhverjar sögusagnir voru um að Lionel Messi myndi ekki taka þátt í leik við slíkar aðstæður. ⭐️🇦🇷 First goal in 2025 for Leo Messi on first official game with Inter Miami against Kansas City.Despite -17°, Leo scores his 851th career goal. pic.twitter.com/A3sQrAPIO5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 20, 2025 Messi spilaði ekki bara leikinn heldur skoraði hann eina mark leiksins á 56. mínútu. Sergio Busquets átti þá háa sendingu inn á vítateiginn þar sem Messi tók laglega við boltanum, lék á varnarmann og skoraði með góðu hægri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Miami lék án Jordi Alba sem tók út leikbann. Þetta var líka mikilvægt útivallarmark. Ólíkt því sem er hér í Evrópu þá gilda útivallarmörkin enn meira í Concacaf bikarnum. Sporting Kansas City þarf því að skora tvö mörk í seinni leiknum hið minnsta til að slá út Messi og félaga. Sá leikur fer auðvitað fram við allt aðrar aðstæður á heimavelli Inter Miami á suður Flórída. „Ég er mjög stoltur af liðinu því að mínu mati er ómögulegt að spila við þessar aðstæður,“ sagði Javier Mascherano, þjálfari Inter Miami, á blaðamannafundi. „Þetta eru ekki mannlegar aðstæður en liðið gaf hundrað prósent í leikinn. Við erum ánægðir. Það er bara hálfleikur en nú þurftum við að hvíla okkur eftir mjög erfiðan leik,“ sagði Mascherano. „Þetta var frábært mark hjá Messi. Fyrir þá sem þekkja hann þá finnst þeim þetta kannski venjulegt mark af því að hann hefur gert svona þúsund sinnum áður. Við erum mjög heppnir að hafa hann í okkar liði,“ sagði Mascherano. MESSI WITH AN OUTRAGEOUS TOUCH AND WEAK FOOT FINISH TO PUT INTER MIAMI AHEAD IN THE FIRST LEG 😳(via @FOXSoccer)pic.twitter.com/W034QaF49C— ESPN FC (@ESPNFC) February 20, 2025 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Leikurinn var spilaður í sautján stiga frosti og vindkælingin var það mikil að leikmönnum leið eins og það væri 22 stiga frost. Concacaf sambandið hafði frestað leiknum um sólarhring vegna veðurs og einhverjar sögusagnir voru um að Lionel Messi myndi ekki taka þátt í leik við slíkar aðstæður. ⭐️🇦🇷 First goal in 2025 for Leo Messi on first official game with Inter Miami against Kansas City.Despite -17°, Leo scores his 851th career goal. pic.twitter.com/A3sQrAPIO5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 20, 2025 Messi spilaði ekki bara leikinn heldur skoraði hann eina mark leiksins á 56. mínútu. Sergio Busquets átti þá háa sendingu inn á vítateiginn þar sem Messi tók laglega við boltanum, lék á varnarmann og skoraði með góðu hægri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Miami lék án Jordi Alba sem tók út leikbann. Þetta var líka mikilvægt útivallarmark. Ólíkt því sem er hér í Evrópu þá gilda útivallarmörkin enn meira í Concacaf bikarnum. Sporting Kansas City þarf því að skora tvö mörk í seinni leiknum hið minnsta til að slá út Messi og félaga. Sá leikur fer auðvitað fram við allt aðrar aðstæður á heimavelli Inter Miami á suður Flórída. „Ég er mjög stoltur af liðinu því að mínu mati er ómögulegt að spila við þessar aðstæður,“ sagði Javier Mascherano, þjálfari Inter Miami, á blaðamannafundi. „Þetta eru ekki mannlegar aðstæður en liðið gaf hundrað prósent í leikinn. Við erum ánægðir. Það er bara hálfleikur en nú þurftum við að hvíla okkur eftir mjög erfiðan leik,“ sagði Mascherano. „Þetta var frábært mark hjá Messi. Fyrir þá sem þekkja hann þá finnst þeim þetta kannski venjulegt mark af því að hann hefur gert svona þúsund sinnum áður. Við erum mjög heppnir að hafa hann í okkar liði,“ sagði Mascherano. MESSI WITH AN OUTRAGEOUS TOUCH AND WEAK FOOT FINISH TO PUT INTER MIAMI AHEAD IN THE FIRST LEG 😳(via @FOXSoccer)pic.twitter.com/W034QaF49C— ESPN FC (@ESPNFC) February 20, 2025
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn