Býst við Grikkjunum betri í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 15:31 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. Vísir/Einar Víkingar geta skrifað sögu íslenskra liða í Evrópukeppni enn frekar í kvöld þegar síðari umspilsleikur liðsins við Panathinaikos fer fram í Aþenu. Víkingur leiðir einvígið 2-1 eftir frækinn sigur í Helsinki fyrir viku síðan. Þjálfari liðsins er spenntur fyrir kvöldinu. Víkingar mættu gríðarvel skipulagðir til leiks í fyrri leiknum. Það gekk hvorki né rak hjá Panathinaikos sóknarlega og virtist liðin hreinlega engin svör hafa við skipulögðum varnarleik. Aðspurður hvort hann hræðist að Grikkirnir hafi fleiri svör við Víkingsvörninni í kvöld eftir fyrri leikinn segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings: „Ég hef svo sem engar áhyggjur af því. Við búumst bara við hörkuleik og erum undirbúnir fyrir það sem þeir koma með að borðinu. Við undirbúum okkur bara fyrir að þeir eigi betri leik heldur en síðast.“ „En við erum að sama skapi búnir að undirbúa okkur og breyta aðeins til og vinna aðeins í því sem betur mátti fara. Við erum á betri stað líka. Það eru fleiri leikmenn komnir með 90 mínútur í skrokkinn. Við ætlum bara að eiga betri leik en erum viðbúnir öllu,“ bætir Sölvi við. Stoltur af styrknum Mikilvægt sé fyrir Víkinga að mæta eins einbeittir til leiks. Gæðin í liði Panathinaikos eru mikil og þarf lítið út af að bregða til að liðið refsi Víkingum. „Við þurfum að halda í sama hugarfar og í síðasta leik. Það voru allir að vinna fyrir hvorn annan og enginn sem slökkti á einbeitingu. Þegar þú ert kominn á þetta stig, að spila á móti þetta gæðamiklum leikmönnum, þá þurfa allir þessir hlutir að vera á hreinu,“ „Þessi þáttur, ég gæti ekki verið meira stoltur af strákunum hvernig hann var í síðasta leik. Þeir voru sterkir í hausnum allan leikinn og þurftu að þjást mikið þegar þeir sóttu hart að okkur. Strákarnir stóðu þá vakt virkilega sterkir sem gaf okkur meiri trú á verkefnið. Ég sé seinni leikinn spila mjög svipað og fyrri leikinn,“ segir Sölvi. Mikilvægt að verja ekki forystuna Panathinaikos náði, að vissu leyti ósanngjarnt, að koma inn marki undir lok fyrri leiksins. Þá var dæmd vítaspyrna og þótti dómurinn vægast sagt ódýr. „Ef við tökum út þetta vafasama víti sem okkur finnst þeir hafa fengið á silfurfati þá sýnir öll tölfræði að við vorum ofar þegar kemur að því að skapa okkur færi. Við getum verið stoltir og stórir eftir þá frammistöðu og ætlum að bæta ofan á hana. Þetta einvígi er hvergi búið og við megum líka passa okkur að fara ekki að verja einhver hlut. Við þurfum að sækja til sigurs,“ segir Sölvi sem er bjartsýnn að Víkingar geti byggt ofan á það og sýnt álíka frammistöðu í kvöld. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Víkingar mættu gríðarvel skipulagðir til leiks í fyrri leiknum. Það gekk hvorki né rak hjá Panathinaikos sóknarlega og virtist liðin hreinlega engin svör hafa við skipulögðum varnarleik. Aðspurður hvort hann hræðist að Grikkirnir hafi fleiri svör við Víkingsvörninni í kvöld eftir fyrri leikinn segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings: „Ég hef svo sem engar áhyggjur af því. Við búumst bara við hörkuleik og erum undirbúnir fyrir það sem þeir koma með að borðinu. Við undirbúum okkur bara fyrir að þeir eigi betri leik heldur en síðast.“ „En við erum að sama skapi búnir að undirbúa okkur og breyta aðeins til og vinna aðeins í því sem betur mátti fara. Við erum á betri stað líka. Það eru fleiri leikmenn komnir með 90 mínútur í skrokkinn. Við ætlum bara að eiga betri leik en erum viðbúnir öllu,“ bætir Sölvi við. Stoltur af styrknum Mikilvægt sé fyrir Víkinga að mæta eins einbeittir til leiks. Gæðin í liði Panathinaikos eru mikil og þarf lítið út af að bregða til að liðið refsi Víkingum. „Við þurfum að halda í sama hugarfar og í síðasta leik. Það voru allir að vinna fyrir hvorn annan og enginn sem slökkti á einbeitingu. Þegar þú ert kominn á þetta stig, að spila á móti þetta gæðamiklum leikmönnum, þá þurfa allir þessir hlutir að vera á hreinu,“ „Þessi þáttur, ég gæti ekki verið meira stoltur af strákunum hvernig hann var í síðasta leik. Þeir voru sterkir í hausnum allan leikinn og þurftu að þjást mikið þegar þeir sóttu hart að okkur. Strákarnir stóðu þá vakt virkilega sterkir sem gaf okkur meiri trú á verkefnið. Ég sé seinni leikinn spila mjög svipað og fyrri leikinn,“ segir Sölvi. Mikilvægt að verja ekki forystuna Panathinaikos náði, að vissu leyti ósanngjarnt, að koma inn marki undir lok fyrri leiksins. Þá var dæmd vítaspyrna og þótti dómurinn vægast sagt ódýr. „Ef við tökum út þetta vafasama víti sem okkur finnst þeir hafa fengið á silfurfati þá sýnir öll tölfræði að við vorum ofar þegar kemur að því að skapa okkur færi. Við getum verið stoltir og stórir eftir þá frammistöðu og ætlum að bæta ofan á hana. Þetta einvígi er hvergi búið og við megum líka passa okkur að fara ekki að verja einhver hlut. Við þurfum að sækja til sigurs,“ segir Sölvi sem er bjartsýnn að Víkingar geti byggt ofan á það og sýnt álíka frammistöðu í kvöld. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira