Innlent

Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Áverkar mannsins eru ekki taldir alvarlegir.
Áverkar mannsins eru ekki taldir alvarlegir. Vísir/Vilhelm

Göngumaður rann í hálku á Esjunni og sneri á sér ökklann. Við það komst hann í sjálfheldu svo þurfti að aðstoða hann niður.

Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að menn hafi verið sendir á vettvang á fjór- og sexhjólum til að flytja manninn niður fjallið.

Hann segir að maðurinn hafi verið fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en að áverkar hans séu ekki alvarlegir „en nægilega miklir til að þurfa aðstoð niður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×