Innlent

Heiða Björg verður borgar­stjóri

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Öruggar heimildir fréttastofu herma þetta.
Öruggar heimildir fréttastofu herma þetta. Vísir/Einar

Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta.

Stífar meirihlutaviðræður hafa staðið yfir milli Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna, Sósíalista og Flokks fólksins síðan Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutanum. Oddvitarnir hafa hvorki gefið kost á viðtölum í gær eða í dag og vísað var til mikilla anna í viðræðum.

Þó kom fram í dag að greidd yrðu atkvæði um tillögu nýs meirihluta á aukafundi borgarstjórnar. Fundurinn hefst klukkan 16:40 á morgun þar sem forseti borgarstjórnar verður kosinn, fjórir varaforsetar og svo í beinu framhaldi kosning borgarstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×