Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið í dag. Kennarar samþykktu tillöguna en sáttasemjari gaf hinu opinbera frest til klukkan tíu í kvöld til að opinbera afstöðu sína.
Ekki liggur fyrir hvort að samþykki kennara feli það í sér að verkfallsaðgerðum sem hefjast samkvæmt áætlun á morgun verði frestað en aflýsing verkfalla er háð því að samningar náist.
Afstaða kennaranna liggur enn ekki fyrir að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Hann segist þó líta svo á að verkföllin skelli á í fyrramálið
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittist á fundi klukkan átta í kvöld.