Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 23:02 Magnea Arnardóttir hefur fengið nóg og sagði upp starfi sínum á leikskólanum Rauðhóli í dag. Vísir/Einar Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. Magnea greindi frá uppsögn sinni frá leikskólanum Rauðhóli á Facebook í dag með því að birta sjálft uppsagnarbréfið. „Leikskólakennarar eru ómissandi og í útrýmingarhættu. Er það í alvöru samfélag sem við viljum, án þessarar stéttar? Óvirðing gagnvart störfum okkar er ólíðandi og við eigum skilið betri kjör og vinnuaðstæður. Viðsemjendur okkar virðast ekki vera tilbúin að sjá það,“ skrifaði hún við færsluna. Ekki borin virðing fyrir störfum kennara „Ég er að vinna á leikskóla og við fórum í verkfall. Leikskólakennarar hafa aldrei farið í verkfall fyrr en núna í vetur. Við vorum búin með viku af verkfalli þegar við fengum á okkur dóm. Síðan þá er búið að vera mjög erfitt að vera kennari,“ segir Magnea í samtali við blaðamann. Hvers vegna er það? „Vegna þess að við upplifum að það sé ekki borin virðing fyrir okkar starfi,“ segir hún. „Þau skilaboð sem við fáum frá samninganefndnum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru rosalega ólík því sem við fáum alla daga frá foreldrum, börnum og samstarfsfólki. Þannig okkur líður eins og við lifum tvöföldu lífi,“ segir hún. Foreldrar haft samband með tárin í augunum Erfitt hafi verið að sjá hvað Samband íslenskra sveitarfélaga setti mikið púður í að setja dóm á verkfall kennara. „Síðan í dag þegar við réttum út sáttahönd er slegið á hana,“ segir Magnea. Það er kornið sem fyllti mælinn? „Já, ég sé bara ekki hvað ég á að gera meira,“ segir hún. „Því miður er þetta bara síðasta vopnið í vopnabúrinu.“ Þú veist ekkert hvað tekur við? „Ég er búin að fá þvílík viðbrögð frá alls konar fólki. Skilaboð frá foreldrum með tárin í augunum, samstarfsfólki sem hugsar sinn gang og yfirmanninum mínum sem er búinn að tala við sína yfirmenn líka. Það voru margir kennarar sem gengu út í dag, eðlilega,“ segir Magnea. Mörg uppsagnarbréf séu tilbúin fyrir mánudaginn Magnea segir að Reykjavíkurborg megi eiga það að hún hafi gert sitt hingað til. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, tali þó greinilega öðru máli sem borgarstjóri en hún hafi gert sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Magnea ásamt kollega sínum á Rauðhóli, Ingibjörgu Jónasdóttur.Vísir/Einar „Við erum því enn í þeytivindunni sem er búin að vera í gangi síðan í haust,“ segir Magnea. Skilningsleysi í garð kennara sé ótrúlegt og gagnrýnin ósanngjörn. Orðið kennaralaun sem lýsing á lélegum launum hafi verið Íslendingum til ósóma. „Kennari er lögverndað starfsheiti og það er ástæða fyrir því, við erum sérfræðingar á okkar sviði og ég á að fá greitt sem sérfræðingur á mínu sviði,“ segir hún. Náist samningar muni hún draga uppsögnina til baka en hún segist þó ekki vera bjartsýn. Hefurðu heyrt af öðrum kollegum sem eru í sömu sporum? „Ég held að það séu mörg tilbúin með bréfið á mánudagsmorgun, kennarar á öllum skólastigum,“ segir Magnea. Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Börn og uppeldi Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Magnea greindi frá uppsögn sinni frá leikskólanum Rauðhóli á Facebook í dag með því að birta sjálft uppsagnarbréfið. „Leikskólakennarar eru ómissandi og í útrýmingarhættu. Er það í alvöru samfélag sem við viljum, án þessarar stéttar? Óvirðing gagnvart störfum okkar er ólíðandi og við eigum skilið betri kjör og vinnuaðstæður. Viðsemjendur okkar virðast ekki vera tilbúin að sjá það,“ skrifaði hún við færsluna. Ekki borin virðing fyrir störfum kennara „Ég er að vinna á leikskóla og við fórum í verkfall. Leikskólakennarar hafa aldrei farið í verkfall fyrr en núna í vetur. Við vorum búin með viku af verkfalli þegar við fengum á okkur dóm. Síðan þá er búið að vera mjög erfitt að vera kennari,“ segir Magnea í samtali við blaðamann. Hvers vegna er það? „Vegna þess að við upplifum að það sé ekki borin virðing fyrir okkar starfi,“ segir hún. „Þau skilaboð sem við fáum frá samninganefndnum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru rosalega ólík því sem við fáum alla daga frá foreldrum, börnum og samstarfsfólki. Þannig okkur líður eins og við lifum tvöföldu lífi,“ segir hún. Foreldrar haft samband með tárin í augunum Erfitt hafi verið að sjá hvað Samband íslenskra sveitarfélaga setti mikið púður í að setja dóm á verkfall kennara. „Síðan í dag þegar við réttum út sáttahönd er slegið á hana,“ segir Magnea. Það er kornið sem fyllti mælinn? „Já, ég sé bara ekki hvað ég á að gera meira,“ segir hún. „Því miður er þetta bara síðasta vopnið í vopnabúrinu.“ Þú veist ekkert hvað tekur við? „Ég er búin að fá þvílík viðbrögð frá alls konar fólki. Skilaboð frá foreldrum með tárin í augunum, samstarfsfólki sem hugsar sinn gang og yfirmanninum mínum sem er búinn að tala við sína yfirmenn líka. Það voru margir kennarar sem gengu út í dag, eðlilega,“ segir Magnea. Mörg uppsagnarbréf séu tilbúin fyrir mánudaginn Magnea segir að Reykjavíkurborg megi eiga það að hún hafi gert sitt hingað til. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, tali þó greinilega öðru máli sem borgarstjóri en hún hafi gert sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Magnea ásamt kollega sínum á Rauðhóli, Ingibjörgu Jónasdóttur.Vísir/Einar „Við erum því enn í þeytivindunni sem er búin að vera í gangi síðan í haust,“ segir Magnea. Skilningsleysi í garð kennara sé ótrúlegt og gagnrýnin ósanngjörn. Orðið kennaralaun sem lýsing á lélegum launum hafi verið Íslendingum til ósóma. „Kennari er lögverndað starfsheiti og það er ástæða fyrir því, við erum sérfræðingar á okkar sviði og ég á að fá greitt sem sérfræðingur á mínu sviði,“ segir hún. Náist samningar muni hún draga uppsögnina til baka en hún segist þó ekki vera bjartsýn. Hefurðu heyrt af öðrum kollegum sem eru í sömu sporum? „Ég held að það séu mörg tilbúin með bréfið á mánudagsmorgun, kennarar á öllum skólastigum,“ segir Magnea.
Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Börn og uppeldi Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira