Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 18:32 Hvernig stendur á því að slegið er upp sem stórfrétt í fjölmiðlum að rútubílstjóri hafi lent í vandræðum við Höfða og fyrr um daginn í Pósthússtræti? Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar fóru hamförum í lýsingum á þessu og Vísir var með beina útsendingu frá Höfða-sem hlýtur að teljast furðuleg fréttamennska. Og í öllum þessum fréttaflutningi var hvergi talað um ábyrgð ME,fyrirtækisins sem á rútuna! Ábyrgð fyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður var með í ferð en það er m.a. hlutverk leiðsögumanns að vita hvert má fara og hvert ekki- og leiðbeina bílstjóra hvað það varða. Þess í stað er umfjölluninni beint að ungri stúlku sem er nýbyrjuð að keyra langferðabifreið og hún niðurlægð í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum;gert grín að henni og hún mulin niður.Blaða -og fréttamenn eiga að starfa samkvæmt síðareglum-rýmist svona fréttamennska innan þeirra?Og hafa þeir aldrei heyrt orðatiltækið:„ Aðgát skal höfð í nærveru sálar“? Margt að gagnrýna Eins og fyrr segir er það einkennilegt að gera þetta mál að„stórfrétt“. Síðan ámælisvert að á engan hátt sé fjallað um ábyrgð rútufyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður er, einhvern sem segir „nei“ þegar erlendur hópstjóri, eða ferðamennirnir sjálfir, biðja bílstjórann að fara á stað sem ekki er hægt að fara á-eða má ekki.Höfði hefur sögulegt gildi og ferðamönnum finnst mikilvægt að fá að heimsækja hann,eins og þeir hafa gert í áratugi,sem og að sjá brotið úr Berlínarmúrnum.Hér hefði„fréttamennskan“ því mátt snúa að gagnrýni á Reykjavíkurborg fyrir að þrengja svo að aðkomunni að Höfða að afar erfitt er að koma þangað á algengum stærðum af rútum fullum af ferðamönnum.Ekki síst þegar haft er í huga að Reykjavíkurborg verið með stefnu um að laða ferðamenn til borgarinnar og að þeir dvelji þar sem lengst. Villta vestrið Allir sem til þekkja vita að tala má um ferðaþjónustan á Íslandi núna sem „villta vestrið“. Svo oft hefur komið fram alls konar undarlegheit og mistök þegar „hver sem er“ leiðsegir erlendum ferðamönnum um Ísland.Enda er regluverkið mjög dapurt sem snýr að leiðsögn og leiðsögumönnum.Umrætt dæmi hér sýnir þetta mjög skýrt; enginn leiðsögumaður-enda ekki skylda – bara hópstjóri með samlöndum sínum sem kannski hefur aldrei stigið fæti á Íslandi fyrr. Þeir eru oftar en ekki með ferðaplön sem ferðaskrifstofa í þeirra heimalandi hefur gert og eingögnu byggt á upplýsingum sem koma fram á vefsíðum um staði til að skoða.Ekkert um það hvernig aðgengið er á þessum stöðum, t.d. á mismunandi árstíma. Enginn á Íslandi fylgist með því hvernig Íslandsferð er verið að selja ferðamönnunum og það kemur oft ekki í ljós fyrr en hópurinn kemur hversu óraunhæf ferðaáætlun þeirra er. Bílstjórar sem ráðnir í slíkar ferðir eru oft í stökustu vandræðum vegna þess að gestirnir telja sig eiga að fara á einhvern stað sem bílstjórinn veit að ekki er hægt – hvað þá bílstjóri sem er nýbyrjaður. Það væri hægt að fjalla í mun lengra máli um mikilvægi þess að innlendir leiðsögumenn sjái um leiðsögn ferðamanna um landið og gott að fjölmiðlar haldi því á lofti þannig að ný ríkisstjórn taki málið upp sem allra fyrst. Á meðan ættu þeir að vanda sig þegar kemur að því að ráðast að einstaklingum sem geta ekki varist sig,eins og rútubílstjórinn í þessari umfjöllun. Höfundur er leiðsögumaður og ökuleiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að slegið er upp sem stórfrétt í fjölmiðlum að rútubílstjóri hafi lent í vandræðum við Höfða og fyrr um daginn í Pósthússtræti? Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar fóru hamförum í lýsingum á þessu og Vísir var með beina útsendingu frá Höfða-sem hlýtur að teljast furðuleg fréttamennska. Og í öllum þessum fréttaflutningi var hvergi talað um ábyrgð ME,fyrirtækisins sem á rútuna! Ábyrgð fyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður var með í ferð en það er m.a. hlutverk leiðsögumanns að vita hvert má fara og hvert ekki- og leiðbeina bílstjóra hvað það varða. Þess í stað er umfjölluninni beint að ungri stúlku sem er nýbyrjuð að keyra langferðabifreið og hún niðurlægð í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum;gert grín að henni og hún mulin niður.Blaða -og fréttamenn eiga að starfa samkvæmt síðareglum-rýmist svona fréttamennska innan þeirra?Og hafa þeir aldrei heyrt orðatiltækið:„ Aðgát skal höfð í nærveru sálar“? Margt að gagnrýna Eins og fyrr segir er það einkennilegt að gera þetta mál að„stórfrétt“. Síðan ámælisvert að á engan hátt sé fjallað um ábyrgð rútufyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður er, einhvern sem segir „nei“ þegar erlendur hópstjóri, eða ferðamennirnir sjálfir, biðja bílstjórann að fara á stað sem ekki er hægt að fara á-eða má ekki.Höfði hefur sögulegt gildi og ferðamönnum finnst mikilvægt að fá að heimsækja hann,eins og þeir hafa gert í áratugi,sem og að sjá brotið úr Berlínarmúrnum.Hér hefði„fréttamennskan“ því mátt snúa að gagnrýni á Reykjavíkurborg fyrir að þrengja svo að aðkomunni að Höfða að afar erfitt er að koma þangað á algengum stærðum af rútum fullum af ferðamönnum.Ekki síst þegar haft er í huga að Reykjavíkurborg verið með stefnu um að laða ferðamenn til borgarinnar og að þeir dvelji þar sem lengst. Villta vestrið Allir sem til þekkja vita að tala má um ferðaþjónustan á Íslandi núna sem „villta vestrið“. Svo oft hefur komið fram alls konar undarlegheit og mistök þegar „hver sem er“ leiðsegir erlendum ferðamönnum um Ísland.Enda er regluverkið mjög dapurt sem snýr að leiðsögn og leiðsögumönnum.Umrætt dæmi hér sýnir þetta mjög skýrt; enginn leiðsögumaður-enda ekki skylda – bara hópstjóri með samlöndum sínum sem kannski hefur aldrei stigið fæti á Íslandi fyrr. Þeir eru oftar en ekki með ferðaplön sem ferðaskrifstofa í þeirra heimalandi hefur gert og eingögnu byggt á upplýsingum sem koma fram á vefsíðum um staði til að skoða.Ekkert um það hvernig aðgengið er á þessum stöðum, t.d. á mismunandi árstíma. Enginn á Íslandi fylgist með því hvernig Íslandsferð er verið að selja ferðamönnunum og það kemur oft ekki í ljós fyrr en hópurinn kemur hversu óraunhæf ferðaáætlun þeirra er. Bílstjórar sem ráðnir í slíkar ferðir eru oft í stökustu vandræðum vegna þess að gestirnir telja sig eiga að fara á einhvern stað sem bílstjórinn veit að ekki er hægt – hvað þá bílstjóri sem er nýbyrjaður. Það væri hægt að fjalla í mun lengra máli um mikilvægi þess að innlendir leiðsögumenn sjái um leiðsögn ferðamanna um landið og gott að fjölmiðlar haldi því á lofti þannig að ný ríkisstjórn taki málið upp sem allra fyrst. Á meðan ættu þeir að vanda sig þegar kemur að því að ráðast að einstaklingum sem geta ekki varist sig,eins og rútubílstjórinn í þessari umfjöllun. Höfundur er leiðsögumaður og ökuleiðsögumaður.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun