Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 21:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Mynd/Steph Glinski Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekaði stuðning Íslands við Úkraínu og gerði málefni barna, kvenna og hinsegin fólks að umræðuefni í ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þorgerður segir að aukinn stuðningur Íslands við Úkraínu nýtist með fjölbreyttum hætti í takt við þarfir Úkraínumanna, meðal annars við áframhaldandi jarðsprengjuleit, uppbyggingu orkuinnviða og færanlegra sjúkrahúsa og til beinna vopnakaupa og -framleiðslu til dæmist með því að styðja við drónaframleiðslu í Úkraínu. Skilaboð Íslands á vettvangi Mannréttindaráðsins að sögn Þorgerðar felast annars vegarí því að ítreka mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt, og hins vegar að standa með mannréttindum og að Ísland beiti rödd sinni í þágu barna, kvenna og hinsegin fólks. „Það gengur ekki að við erum að sjá alþjóðalög brotin víða um heim gangvart ríkjum og þjóðum víða í heiminum, ekki síst núna. Í dag erum við minnt á ofbeldisfulla, tilefnislausa árás Rússa inn í Úkraínu. Við stöndum með Úkraínu og þeirra frelsi og fullveldi,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ávarpaði Mannréttindaráð SÞ í dag í fyrsta sinn eftir að hún tók við embætti utanríkisráðherra.Mynd/Steph Glinski Í hvað sérð þú fyrir þér að þessi beini varnarstuðningur Íslands til Úkraínu fari? „Ég held að fyrst og síðast eigum við að gera eins og við höfum verið að gera. Við höfum verið að hlusta á Úkraínu, hvað nýtist þeim best. Við höfum til að mynda ásamt Litháen verið í forystu við það að eyða jarðsprengjum og leita þær uppi,“ nefnir Þorgerður sem dæmi. Sjá einnig: Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði „Við höfum líka verið að senda þeim ýmislegt sem að hjálpar þeim við að byggja upp orkumannvirki. Rússar hafa á hrottalegan hátt beitt sprengjum sínum á borgaralega innviði til þess að reyna að sundra sameiningu og samstöðu Úkraínumanna. Þá nefnir hún að fjármagn hafi verið sett í dönsku leiðina svokölluðu sem meðal annars miði að því að byggja upp „annan varnartengdan stuðning við Úkraínu,“ líkt og Þorgerður orðar það. Ísland tók sæti í Mannréttindaráðinu í fyrra eftir að hafa náð til þess kjöri.Mynd/Steph Glinski Þannig það er ekkert ólíklegt að eitthvað af þessu fari beinlínis í vopnakaup? „Við höfum hjálpað til að mynda Úkraínu við að byggja upp dróna. Þeir voru ekki miklir framleiðendur dróna en drónarnir hafa ekki síst sýnt sig að þeir hafa verið mikilvægir fyrir Úkraínumenn til þess að verjast öllum þessum dróanaárásum, sprengjuáraásum, komandi frá Rússlandi. Það er hluti af því sem að tengist danska módelinu. Þetta eru margar leiðir sem við höfum sett fram, við höfum líka keypt færanleg sjúkrahús sem hafa komið að notum, þannig að við gerum þetta í samvinnu við Úkraínumenn. Við erum ekki að senda þeim eða styðja við eitthvað sem kemur ekki að notum,“ svarar Þorgerður. Rödd Íslands mikilvæg og eftir henni sé tekið Ísland var kjörið í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í fyrra, en það er í annað sinn sem Ísland tekur sæti í ráðinu. Þorgerður kveðst hafa trú á því að rödd Íslands hafi vægi á þessum vettvangi. Einkum eigi þetta við hvað lítur að málefnum kvenna, barna og hinsegin fólks sem Þorgerður gerði að umræðuefni í ávarpi sínu í Genf í dag. „Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að tala á þessum nótum nú þegar réttindi þessara hópa eiga verulega undir högg að sækja nú um stundir í heimsmálunum,“ segir Þorgerður. „Ég tel að við getum verið sterk rödd. Við sýndum það á sínum tíma þegar við vorum meðal annars að tala fyrir mannréttindum á Filippseyjum. Og við finnum að það er horft til okkar, sérstaklega þegar kemur að jafnrétti kvenna þar sem við erum leiðandi þjóð. En það er líka horft til okkar, og ég er þegar búin að fá skilaboð um það, hvað það er mikilvægt að það sé fullvalda ríki sem beinir sjónum að því að verja réttindi barna og hinsegin fólks ekki síst,“ segir Þorgerður. Utanríkismál Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Skilaboð Íslands á vettvangi Mannréttindaráðsins að sögn Þorgerðar felast annars vegarí því að ítreka mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt, og hins vegar að standa með mannréttindum og að Ísland beiti rödd sinni í þágu barna, kvenna og hinsegin fólks. „Það gengur ekki að við erum að sjá alþjóðalög brotin víða um heim gangvart ríkjum og þjóðum víða í heiminum, ekki síst núna. Í dag erum við minnt á ofbeldisfulla, tilefnislausa árás Rússa inn í Úkraínu. Við stöndum með Úkraínu og þeirra frelsi og fullveldi,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ávarpaði Mannréttindaráð SÞ í dag í fyrsta sinn eftir að hún tók við embætti utanríkisráðherra.Mynd/Steph Glinski Í hvað sérð þú fyrir þér að þessi beini varnarstuðningur Íslands til Úkraínu fari? „Ég held að fyrst og síðast eigum við að gera eins og við höfum verið að gera. Við höfum verið að hlusta á Úkraínu, hvað nýtist þeim best. Við höfum til að mynda ásamt Litháen verið í forystu við það að eyða jarðsprengjum og leita þær uppi,“ nefnir Þorgerður sem dæmi. Sjá einnig: Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði „Við höfum líka verið að senda þeim ýmislegt sem að hjálpar þeim við að byggja upp orkumannvirki. Rússar hafa á hrottalegan hátt beitt sprengjum sínum á borgaralega innviði til þess að reyna að sundra sameiningu og samstöðu Úkraínumanna. Þá nefnir hún að fjármagn hafi verið sett í dönsku leiðina svokölluðu sem meðal annars miði að því að byggja upp „annan varnartengdan stuðning við Úkraínu,“ líkt og Þorgerður orðar það. Ísland tók sæti í Mannréttindaráðinu í fyrra eftir að hafa náð til þess kjöri.Mynd/Steph Glinski Þannig það er ekkert ólíklegt að eitthvað af þessu fari beinlínis í vopnakaup? „Við höfum hjálpað til að mynda Úkraínu við að byggja upp dróna. Þeir voru ekki miklir framleiðendur dróna en drónarnir hafa ekki síst sýnt sig að þeir hafa verið mikilvægir fyrir Úkraínumenn til þess að verjast öllum þessum dróanaárásum, sprengjuáraásum, komandi frá Rússlandi. Það er hluti af því sem að tengist danska módelinu. Þetta eru margar leiðir sem við höfum sett fram, við höfum líka keypt færanleg sjúkrahús sem hafa komið að notum, þannig að við gerum þetta í samvinnu við Úkraínumenn. Við erum ekki að senda þeim eða styðja við eitthvað sem kemur ekki að notum,“ svarar Þorgerður. Rödd Íslands mikilvæg og eftir henni sé tekið Ísland var kjörið í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í fyrra, en það er í annað sinn sem Ísland tekur sæti í ráðinu. Þorgerður kveðst hafa trú á því að rödd Íslands hafi vægi á þessum vettvangi. Einkum eigi þetta við hvað lítur að málefnum kvenna, barna og hinsegin fólks sem Þorgerður gerði að umræðuefni í ávarpi sínu í Genf í dag. „Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að tala á þessum nótum nú þegar réttindi þessara hópa eiga verulega undir högg að sækja nú um stundir í heimsmálunum,“ segir Þorgerður. „Ég tel að við getum verið sterk rödd. Við sýndum það á sínum tíma þegar við vorum meðal annars að tala fyrir mannréttindum á Filippseyjum. Og við finnum að það er horft til okkar, sérstaklega þegar kemur að jafnrétti kvenna þar sem við erum leiðandi þjóð. En það er líka horft til okkar, og ég er þegar búin að fá skilaboð um það, hvað það er mikilvægt að það sé fullvalda ríki sem beinir sjónum að því að verja réttindi barna og hinsegin fólks ekki síst,“ segir Þorgerður.
Utanríkismál Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira