Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 25. febrúar 2025 17:30 Verðmæti hverrar þjóðar endurspeglast í gæðum menntakerfis og hvernig atlæti börn og síðar ungmenni fá í gegnum skólagönguna með stuðningi félags- og heilbrigðiskerfa. Að við öll höfum aðgang að hæfilegri menntun sem hentar hverju okkar og þeim störfum sem eru hverju samfélagi nauðsynleg. Að við öll getum fundið hæfileikum okkar og áhuga farveg um leið og við sjáum fyrir okkur og lifum lífinu. Þjóð sem á menntakerfi sem stuðlar að fjölbreyttri menntun allra, bregst við áskorunum og hefur úrræði og amboð til að vinna með hvernig sem viðrar er þjóð sem vegnar vel. Þar skiptir mannauður menntastofnanna höfuðmáli. Við hljótum öll að vera sammála um að við viljum að börnin okkar alist upp við sem bestar aðstæður, að gripið sé inn í ef upp kemur vandi hvort sem hann er námslegur eða félagslegur. Að börnin okkar eigi skjól og geti sótt sér námslega, andlega og félagslega næringu í sínum skóla, að þau séu örugg. Að við fullorðna fólkið getum verið viss um að dvöl barnanna okkar í leik-, grunn og framhaldsskólum sé þeim til góða, styðji þau og styrki og bæti þau sem manneskjur um leið og þeim er gert kleift að finna störf við hæfi og tilgang í lífinu. Til að svo megi verða þarf sérfræðinga í menntun inn í skólanna. Það er lykilatriðið til að auka velsæld okkar og efla mannauð þjóðarinnar. Nú á tímum ótal áskoranna um allan heim og í raun óvissutíma hvað margt varðar er enn mikilvægara að tryggja stöðugleika og framtíð menntakerfisins. Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Menntastefna 2030 segir: ,,Menntun er lykill að tækifærum framtíðar og eitt helsta hreyfiafl samfélaga og velsældar mannkyns. Á tímum fádæma umskipta, óvissu og örra tæknibyltinga verða þjóðir heims að búa sig undir aukinn breytileika og sífellt flóknari áskoranir. Framtíðarhorfur íslensku þjóðarinnar velta á samkeppnishæfni og sjálfbærni íslenska menntakerfisins. Velgengni byggir á vel menntuðum einstaklingum með skapandi og gagnrýna hugsun, félagsfærni og góð tök á íslensku og erlendum tungumálum til að takast á við hnattrænar áskoranir.“ Aðgerðaráætlun 2024 – 2027 hefur reyndar ekki litið dagsins ljós á vefsíðu ráðuneytis menntamála en í aðgerðaáætlun 2021 – 2024 segir að eitt markmiða sé að leik- grunn- og framhaldsskólar verði mannaðir kennurum með leyfisbréf til að tryggja gæði náms og kennslu og mæta þörfum samfélagsins. Þar segir einnig að framkvæmdaraðilar þessa markmiðs séu auk ráðuneytis menntamála, háskólarnir, Kennarasamband Íslands og rekstraraðilar skólanna, sem eru sveitarfélög og ríki. Stjórnir margra sveitarfélaga eru samsettar af sjálfstæðis- og framsóknarfólki sem endurspeglast í samsetningu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Síðustu daga virðist sem svo að samninganefnd sveitarfélaganna sé umboðslaus og meirihluti stjórnar SÍS virðist ætla að taka yfir samninga. Með því er umrædd stjórn þó að segja margt og miður gott. Það er vont þegar sveitarfélögin sem eru um leið vinnuveitendur kennara sameinast gegn eigin starfsfólki með viðlíka virðingarleysi og gjaldfella um leið umboð samninganefndar. Slíkt er ekki líklegt til árangurs eða trausts en hvoru tveggja er afskaplega mikilvægt. Við þurfum þjóðarsátt um gott menntakerfi Við sem viljum hafa öflugt opinbert menntakerfi erum stöðugt að berjast gegn þessum sterkum öflum sem með auðveldu aðgengi að fjölmiðlum og fjármagni róa leynt og ljóst að niðurbroti þess, mögulega til einkavæðingar. Við höfum vissulega stuðning rannsókna, reynslu og tölfræði annarra þjóða sem segir okkur að í góðu opinberu menntakerfi sem sniðið er að þörfum allra barna, þar sem jafnræði og réttlæti ríkir, fer fram öflug verðmætasköpun í formi mannauðs og leggur grunn að velsæld þjóðar. Nú verðum við sem viljum menntakerfinu vel og um leið framtíðinni að láta í okkur heyra sem aldrei fyrr. Kalla sveitarstjórnarfólk og ríkisstjórn til ábyrgðar og ef það vill ekki standa með okkur að tryggja að þau fái ekki kosningu næst. Það verður að standa við gefin loforð og gerða samninga um leið og það þarf að gera sér grein fyrir því að gæða menntun á og má kosta. Það þarf þjóðarsátt um gott menntakerfi. Höfundur er sérfræðingur í kennslu og stjórnun í leik-, grunn- og háskólum til 25 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Verðmæti hverrar þjóðar endurspeglast í gæðum menntakerfis og hvernig atlæti börn og síðar ungmenni fá í gegnum skólagönguna með stuðningi félags- og heilbrigðiskerfa. Að við öll höfum aðgang að hæfilegri menntun sem hentar hverju okkar og þeim störfum sem eru hverju samfélagi nauðsynleg. Að við öll getum fundið hæfileikum okkar og áhuga farveg um leið og við sjáum fyrir okkur og lifum lífinu. Þjóð sem á menntakerfi sem stuðlar að fjölbreyttri menntun allra, bregst við áskorunum og hefur úrræði og amboð til að vinna með hvernig sem viðrar er þjóð sem vegnar vel. Þar skiptir mannauður menntastofnanna höfuðmáli. Við hljótum öll að vera sammála um að við viljum að börnin okkar alist upp við sem bestar aðstæður, að gripið sé inn í ef upp kemur vandi hvort sem hann er námslegur eða félagslegur. Að börnin okkar eigi skjól og geti sótt sér námslega, andlega og félagslega næringu í sínum skóla, að þau séu örugg. Að við fullorðna fólkið getum verið viss um að dvöl barnanna okkar í leik-, grunn og framhaldsskólum sé þeim til góða, styðji þau og styrki og bæti þau sem manneskjur um leið og þeim er gert kleift að finna störf við hæfi og tilgang í lífinu. Til að svo megi verða þarf sérfræðinga í menntun inn í skólanna. Það er lykilatriðið til að auka velsæld okkar og efla mannauð þjóðarinnar. Nú á tímum ótal áskoranna um allan heim og í raun óvissutíma hvað margt varðar er enn mikilvægara að tryggja stöðugleika og framtíð menntakerfisins. Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Menntastefna 2030 segir: ,,Menntun er lykill að tækifærum framtíðar og eitt helsta hreyfiafl samfélaga og velsældar mannkyns. Á tímum fádæma umskipta, óvissu og örra tæknibyltinga verða þjóðir heims að búa sig undir aukinn breytileika og sífellt flóknari áskoranir. Framtíðarhorfur íslensku þjóðarinnar velta á samkeppnishæfni og sjálfbærni íslenska menntakerfisins. Velgengni byggir á vel menntuðum einstaklingum með skapandi og gagnrýna hugsun, félagsfærni og góð tök á íslensku og erlendum tungumálum til að takast á við hnattrænar áskoranir.“ Aðgerðaráætlun 2024 – 2027 hefur reyndar ekki litið dagsins ljós á vefsíðu ráðuneytis menntamála en í aðgerðaáætlun 2021 – 2024 segir að eitt markmiða sé að leik- grunn- og framhaldsskólar verði mannaðir kennurum með leyfisbréf til að tryggja gæði náms og kennslu og mæta þörfum samfélagsins. Þar segir einnig að framkvæmdaraðilar þessa markmiðs séu auk ráðuneytis menntamála, háskólarnir, Kennarasamband Íslands og rekstraraðilar skólanna, sem eru sveitarfélög og ríki. Stjórnir margra sveitarfélaga eru samsettar af sjálfstæðis- og framsóknarfólki sem endurspeglast í samsetningu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Síðustu daga virðist sem svo að samninganefnd sveitarfélaganna sé umboðslaus og meirihluti stjórnar SÍS virðist ætla að taka yfir samninga. Með því er umrædd stjórn þó að segja margt og miður gott. Það er vont þegar sveitarfélögin sem eru um leið vinnuveitendur kennara sameinast gegn eigin starfsfólki með viðlíka virðingarleysi og gjaldfella um leið umboð samninganefndar. Slíkt er ekki líklegt til árangurs eða trausts en hvoru tveggja er afskaplega mikilvægt. Við þurfum þjóðarsátt um gott menntakerfi Við sem viljum hafa öflugt opinbert menntakerfi erum stöðugt að berjast gegn þessum sterkum öflum sem með auðveldu aðgengi að fjölmiðlum og fjármagni róa leynt og ljóst að niðurbroti þess, mögulega til einkavæðingar. Við höfum vissulega stuðning rannsókna, reynslu og tölfræði annarra þjóða sem segir okkur að í góðu opinberu menntakerfi sem sniðið er að þörfum allra barna, þar sem jafnræði og réttlæti ríkir, fer fram öflug verðmætasköpun í formi mannauðs og leggur grunn að velsæld þjóðar. Nú verðum við sem viljum menntakerfinu vel og um leið framtíðinni að láta í okkur heyra sem aldrei fyrr. Kalla sveitarstjórnarfólk og ríkisstjórn til ábyrgðar og ef það vill ekki standa með okkur að tryggja að þau fái ekki kosningu næst. Það verður að standa við gefin loforð og gerða samninga um leið og það þarf að gera sér grein fyrir því að gæða menntun á og má kosta. Það þarf þjóðarsátt um gott menntakerfi. Höfundur er sérfræðingur í kennslu og stjórnun í leik-, grunn- og háskólum til 25 ára.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun