Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2025 21:38 Þorsteinn Þorsteinsson hagfræðingur. Vísir Þorsteinn Þorsteinsson, hagfræðingur, segir að lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkissins (LSR) hafi verið skert á fölskum forsendum. Skýringin hafi verið sú að þjóðin væri að eldast en tölur sýni að það hafi ekki gerst. Þorsteinn segir í aðsendri grein á Vísi að lengi hafi því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Það hafi legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu, hjúkrunarheimila og fleira. „Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra,“ segir hann. Skerðingin hafi verið keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins, og nokkur dómsmál séu í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verði dregnar í efa. Meðalævilengd þjóðarinnar staðið í stað Þorsteinn segir að íslenska þjóðin sé ein sú yngsta í heiminum, og það þyði að hlutfall þeirra sem séu 65 ára og eldri sé talsvert lægra á Íslandi en í öðrum löndum. Þá sé starfsævin hér á landi einnig sú lengsta í Evrópu, tæplega 46 ár. „Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga.“ Tölur frá Hagstofunni sýni að meðalævilengd þjóðarinnar hafi staðið í stað síðan 2012. Meðalævilengd karla og kvenna á Íslandi 2012 - 2023.Hagstofan Þorsteinn segir að rök LSR fyrir skerðingunni 2023 hefðu verið þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni. „Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um.“ En þrátt fyrir að tekið sé tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) vera allt of mikill, sjóðfélögum í óhag. Þorsteinn segir að þessi mismunur veki spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við útreikningana. Tími kominn til að endurskoða aðferðarfræðina Þorsteinn segir að FÍT telji að lífslíkur séu að hækka hér á landi, en tölur Hagstofunnar sýni að breyturnar standi í stað síðastliðinn áratug. „Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá,“ segir Þorsteinn. Þá segir hann að tími sé kominn til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum, og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. „Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga.“ Greinin í heild sinni. Lífeyrissjóðir Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þorsteinn segir í aðsendri grein á Vísi að lengi hafi því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Það hafi legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu, hjúkrunarheimila og fleira. „Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra,“ segir hann. Skerðingin hafi verið keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins, og nokkur dómsmál séu í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verði dregnar í efa. Meðalævilengd þjóðarinnar staðið í stað Þorsteinn segir að íslenska þjóðin sé ein sú yngsta í heiminum, og það þyði að hlutfall þeirra sem séu 65 ára og eldri sé talsvert lægra á Íslandi en í öðrum löndum. Þá sé starfsævin hér á landi einnig sú lengsta í Evrópu, tæplega 46 ár. „Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga.“ Tölur frá Hagstofunni sýni að meðalævilengd þjóðarinnar hafi staðið í stað síðan 2012. Meðalævilengd karla og kvenna á Íslandi 2012 - 2023.Hagstofan Þorsteinn segir að rök LSR fyrir skerðingunni 2023 hefðu verið þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni. „Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um.“ En þrátt fyrir að tekið sé tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) vera allt of mikill, sjóðfélögum í óhag. Þorsteinn segir að þessi mismunur veki spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við útreikningana. Tími kominn til að endurskoða aðferðarfræðina Þorsteinn segir að FÍT telji að lífslíkur séu að hækka hér á landi, en tölur Hagstofunnar sýni að breyturnar standi í stað síðastliðinn áratug. „Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá,“ segir Þorsteinn. Þá segir hann að tími sé kominn til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum, og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. „Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga.“ Greinin í heild sinni.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira