Innlent

Hand­tökur vegna nágrannaerja og slags­mála í mið­bænum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt.
Lögregla sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga eftir slagsmál í miðbænum í nótt. Þá var einn handtekinn eftir að nágrannar höfðu tilkynnt hvorn annan nokkrum sinnum.

Handtekni var afar ölvaður og engin leið að ræða við hann, að því er segir í yfirliti lögreglu. Þá hafði hann ráðist að nágranna sínum.

Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í heimahúsi og þá var tilkynnt um innbrot í heimahús og þjófnað í verslun. Lögregla aðstoðaði einnig leigubílstjóra vegna farþega sem neituðu að greiða fyrir farið.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, meðal annars einn sem ók á meira en tvöföldum hámarkshraða. Var hann sviptur ökuréttindum á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×