Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2025 14:20 Hildur Dagbjört furðar sig á því að Ísafjarðarbær hafi ekki haft samband við sig og Gróandi sé hvergi nefndur á nafn. Til hægri má sjá teikningu verkfræðistofunnar EFLU af framkvæmdasvæðinu. Grænmetisræktandi á Ísafirði er þungt hugsi yfir fyrirhugðum framkvæmdum við kláf upp á Eyrarfjall með tilheyrandi skipulagsbreytingum. Verði þær að veruleika komi stæði fyrir bíla og rútur og aðkomuvegur þar sem grænmeti hefur verið ræktað með sjálfbærum hætti í tæpan áratug. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á dögunum að kynna skipulagslýsingu vegna vinnu við nýtt deiliskipulag fyrirhugaðs kláfs upp á Eyrarfjall. Skipulagssvæðið er staðsett í Eyrarfjalli sem er 700 metra hátt beint fyrir ofan Ísafjarðarbæ. Það afmarkast af byrjunarstöð kláfsins við hlíðarfót Eyrarfjalls, upp að Gleiðarhjalla þar sem reistur verður millistaur fyrir kláfinn og svo áfram á topp Eyrarfjalls þar sem endastöð kláfsins er staðsett. Við framkvæmdina stendur til að setja upp vinnulyftu sem muni flytja allt byggingarefni og lyftustaura upp á Gleiðarhjalla og Eyrarfjall. Ekki þurfi því að leggja vegslóða upp fjallshlíðina. Framkvæmdin, sem verður í höndum Eyrarkláfs ehf., felist í að útbúa bílastæði fyrir farþega kláfsins, upphafsstöð kláfsins í hlíð Eyrarfjalls og endastöð á toppnum. Á toppi Eyrarfjalls verður gert ráð fyrir þjónustubyggingu og hóteli á seinni stigum uppbyggingar. Rosalega hissa Hildur Dagbjört Arnardóttir landslagsarkitekt, vistræktarkennari og frumkvöðull innan umhverfismála. Hún hefur rekið Gróanda á Ísafirði frá árinu 2016. „Ég er rosalega hissa,“ segir Hildur Dagbjört í myndbandi á Facebook. „Ísafjarðarbær er að auglýsa deiliskipulagsbreytingu, aðalskipulagsbreytingu, fyrir kláf á Ísafirði. Það sem er skrýtið er að lóðin sem er verið að auglýsa fyrir þennan kláf, fyrir bílastæði, rútustæði, hús og aðkomuveg er akkurat þar sem Gróandi hefur verið með sína starfsemi í níu ár.“ „Við erum búin að vera að rækta grænmeti, kryddjurtir og ber fyrir bæjarbúa á Ísafirði með sjálfbærustu ræktunaraðferðum sem finnast. Á síðustu níu árum á þessu svæði.“ Fólk komi að utan til að læra af Gróanda Hún hafi til þessa stolt sagt frá því að bæjarfélagið styðji við lýðheilsu og samfélag með því að bjóða Gróanda landsvæðið. Nú eigi að gera breytingar og hvergi komi fram áhrif á starfsemi Gróanda. Hugað að grænmetinu í Gróandi.Gróandi „Í öllum gögnum sem liggja fyrir er ekki minnst á Gróanda neins staðar. Það er skrýtið, mjög skrýtið. Því að Gróandi er þekktur á landsvísu. Fólk kemur annars staðar frá til að skoða Gróanda og læra um sjálfbærni.“ Hún þekki dæmi þess að fólk hafi hreinlega flutt til Ísafjarðar vegna Gróanda. Erlent sjónvarpsfólk í heimsókn í Gróandi.Gróandi „Starfsemi Gróanda hefur byggst upp statt og stöðugt. Núna erum við með fjórar lærlingsstöður. Fólk frá öðrum löndum kemur og notar heilt ár af lífi sínu til að læra af því sem við erum að gera í Gróanda og taka þátt í lífinu.“ Ísfirðingar fái aðgengi að hollum mat Undanfarið hafi Gróandi verið að útbúa sjálfbærnikennslukerfi og hluti af því sé til að krakkar geti lært að rækta mat. Hildur á vappi með grænmeti í hjólbörum.Gróandi „Núna í vor ætla allir nemendurnir í grunnskólanum á Ísafirði að rækta mat í Gróanda í beðum sem við erum búin að útbúa fyrir þau. Akkurat þar sem á að vera aðkomuvegur og bílastæði.“ Hildur segist hafa lagt allt í uppbyggingu Gróanda síðustu níu árin. „Lagt hug og hjarta og ómælda vinnu til að byggja upp stað þar sem fólk getur lært um sjálfbærni og sjálfbærar ræktunaraðgerðir. Nú hafa allir bæjarbúar aðgengi að hollum mat sem er ekki sprautaður með eitri, ekki í plasti, ekki búið að flytja á milli heimshorna og maturinn er virkilega bragðgóður.“ Ekki gleyma okkur! Hún veltir fyrir sér hvort hún hafi ekki varið nógu miklum tíma í að segja kjörnum fulltrúum og starfsfólkum bæjarins frá starfi Gróanda. „Kannski hef ég verið of upptekin við að vinna, koma hlutum í verk, rækta mat fyrir ykkur, halda opna samfélagsviðburði. Ekki haft tíma til að auglýsa fyrir pólitíkusum eða starfsfólki Ísafjarðarbæjar hvað er að gerast þarna í hlíðinni. En þetta er mikilvægt og samfélagið kann að meta það,“ segir Hildur. „Ekki gleyma okkur. Ef þið viljið byggja kláf, getið þið þá gert það án þess að eyðileggja ræktunarsvæðin í Gróanda. Getiði tekið okkur með? Getið þið passað upp á að ef þið ætlið að gera nýtt skipulag, þá sé Gróandi með.“ Hildur tjáir blaðamanni Vísis að myndbandið hafi fengið mikil viðbrögð sem hún sé þakklát fyrir. Fólk hafi skilning á mikilvægi samfélagsverkefna sem séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Passa þurfi upp á þau. Hún segist hafa fengið fund með Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur á morgun en Sigríður er nýtekin við sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Þar verður Gróandi til umræðu og án nokkurs vafa fyrirhugaðar breytingar á skipulagi. Ísafjarðarbær Landbúnaður Sjálfbærni Skipulag Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á dögunum að kynna skipulagslýsingu vegna vinnu við nýtt deiliskipulag fyrirhugaðs kláfs upp á Eyrarfjall. Skipulagssvæðið er staðsett í Eyrarfjalli sem er 700 metra hátt beint fyrir ofan Ísafjarðarbæ. Það afmarkast af byrjunarstöð kláfsins við hlíðarfót Eyrarfjalls, upp að Gleiðarhjalla þar sem reistur verður millistaur fyrir kláfinn og svo áfram á topp Eyrarfjalls þar sem endastöð kláfsins er staðsett. Við framkvæmdina stendur til að setja upp vinnulyftu sem muni flytja allt byggingarefni og lyftustaura upp á Gleiðarhjalla og Eyrarfjall. Ekki þurfi því að leggja vegslóða upp fjallshlíðina. Framkvæmdin, sem verður í höndum Eyrarkláfs ehf., felist í að útbúa bílastæði fyrir farþega kláfsins, upphafsstöð kláfsins í hlíð Eyrarfjalls og endastöð á toppnum. Á toppi Eyrarfjalls verður gert ráð fyrir þjónustubyggingu og hóteli á seinni stigum uppbyggingar. Rosalega hissa Hildur Dagbjört Arnardóttir landslagsarkitekt, vistræktarkennari og frumkvöðull innan umhverfismála. Hún hefur rekið Gróanda á Ísafirði frá árinu 2016. „Ég er rosalega hissa,“ segir Hildur Dagbjört í myndbandi á Facebook. „Ísafjarðarbær er að auglýsa deiliskipulagsbreytingu, aðalskipulagsbreytingu, fyrir kláf á Ísafirði. Það sem er skrýtið er að lóðin sem er verið að auglýsa fyrir þennan kláf, fyrir bílastæði, rútustæði, hús og aðkomuveg er akkurat þar sem Gróandi hefur verið með sína starfsemi í níu ár.“ „Við erum búin að vera að rækta grænmeti, kryddjurtir og ber fyrir bæjarbúa á Ísafirði með sjálfbærustu ræktunaraðferðum sem finnast. Á síðustu níu árum á þessu svæði.“ Fólk komi að utan til að læra af Gróanda Hún hafi til þessa stolt sagt frá því að bæjarfélagið styðji við lýðheilsu og samfélag með því að bjóða Gróanda landsvæðið. Nú eigi að gera breytingar og hvergi komi fram áhrif á starfsemi Gróanda. Hugað að grænmetinu í Gróandi.Gróandi „Í öllum gögnum sem liggja fyrir er ekki minnst á Gróanda neins staðar. Það er skrýtið, mjög skrýtið. Því að Gróandi er þekktur á landsvísu. Fólk kemur annars staðar frá til að skoða Gróanda og læra um sjálfbærni.“ Hún þekki dæmi þess að fólk hafi hreinlega flutt til Ísafjarðar vegna Gróanda. Erlent sjónvarpsfólk í heimsókn í Gróandi.Gróandi „Starfsemi Gróanda hefur byggst upp statt og stöðugt. Núna erum við með fjórar lærlingsstöður. Fólk frá öðrum löndum kemur og notar heilt ár af lífi sínu til að læra af því sem við erum að gera í Gróanda og taka þátt í lífinu.“ Ísfirðingar fái aðgengi að hollum mat Undanfarið hafi Gróandi verið að útbúa sjálfbærnikennslukerfi og hluti af því sé til að krakkar geti lært að rækta mat. Hildur á vappi með grænmeti í hjólbörum.Gróandi „Núna í vor ætla allir nemendurnir í grunnskólanum á Ísafirði að rækta mat í Gróanda í beðum sem við erum búin að útbúa fyrir þau. Akkurat þar sem á að vera aðkomuvegur og bílastæði.“ Hildur segist hafa lagt allt í uppbyggingu Gróanda síðustu níu árin. „Lagt hug og hjarta og ómælda vinnu til að byggja upp stað þar sem fólk getur lært um sjálfbærni og sjálfbærar ræktunaraðgerðir. Nú hafa allir bæjarbúar aðgengi að hollum mat sem er ekki sprautaður með eitri, ekki í plasti, ekki búið að flytja á milli heimshorna og maturinn er virkilega bragðgóður.“ Ekki gleyma okkur! Hún veltir fyrir sér hvort hún hafi ekki varið nógu miklum tíma í að segja kjörnum fulltrúum og starfsfólkum bæjarins frá starfi Gróanda. „Kannski hef ég verið of upptekin við að vinna, koma hlutum í verk, rækta mat fyrir ykkur, halda opna samfélagsviðburði. Ekki haft tíma til að auglýsa fyrir pólitíkusum eða starfsfólki Ísafjarðarbæjar hvað er að gerast þarna í hlíðinni. En þetta er mikilvægt og samfélagið kann að meta það,“ segir Hildur. „Ekki gleyma okkur. Ef þið viljið byggja kláf, getið þið þá gert það án þess að eyðileggja ræktunarsvæðin í Gróanda. Getiði tekið okkur með? Getið þið passað upp á að ef þið ætlið að gera nýtt skipulag, þá sé Gróandi með.“ Hildur tjáir blaðamanni Vísis að myndbandið hafi fengið mikil viðbrögð sem hún sé þakklát fyrir. Fólk hafi skilning á mikilvægi samfélagsverkefna sem séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Passa þurfi upp á þau. Hún segist hafa fengið fund með Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur á morgun en Sigríður er nýtekin við sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Þar verður Gróandi til umræðu og án nokkurs vafa fyrirhugaðar breytingar á skipulagi.
Ísafjarðarbær Landbúnaður Sjálfbærni Skipulag Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira