Óbólusett barn lést vegna mislinga Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2025 21:01 Frá Covenant barnasjúkrahúsinu í Lubbock Texas, þar sem umrætt barn dó. AP/Mary Conlon Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. Í heildina er vitað til þess að 124 hafi smitast í níu sýslum Texas. Þar að auki eru níu smitaðir af mislingum í Nýju Mexíkó, samkvæmt AP fréttaveitunni. Heilbrigðismálayfirvöld í Texas gáfu út í dag að barnið hefði verið flutt á sjúkrahús í síðustu viku en frekari upplýsingar hafa ekki borist. Faraldurinn í Texas er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ráðuneytið væri að fylgjast með ástandinu, sem hann lýsti sem „ekki óeðlilegu“. Kennedy, sem hefur lengi dreift samsæriskenningum um bóluefni, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að nefnd myndi taka bólusetningar gegn mislingum og öðrum sjúkdómum til skoðunar. Hlutfall bólusettra barna hefur dregist saman í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Flest ríki eru komin undir 95 prósenta hlutafall barna á leikskólaaldri en það hlutfall er talið mikilvægt til að mynda hjarðofnæmi. AP segir þennan faraldur í Texas að mestu bundinn við samfélag strangtrúaðra mennoníta. Texas Tribune hefur eftir embættismönnum að margir hafi látið bólsetja sig á svæðinu þar sem faraldurinn geisar á undanförnum dögum. Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Í heildina er vitað til þess að 124 hafi smitast í níu sýslum Texas. Þar að auki eru níu smitaðir af mislingum í Nýju Mexíkó, samkvæmt AP fréttaveitunni. Heilbrigðismálayfirvöld í Texas gáfu út í dag að barnið hefði verið flutt á sjúkrahús í síðustu viku en frekari upplýsingar hafa ekki borist. Faraldurinn í Texas er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ráðuneytið væri að fylgjast með ástandinu, sem hann lýsti sem „ekki óeðlilegu“. Kennedy, sem hefur lengi dreift samsæriskenningum um bóluefni, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að nefnd myndi taka bólusetningar gegn mislingum og öðrum sjúkdómum til skoðunar. Hlutfall bólusettra barna hefur dregist saman í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Flest ríki eru komin undir 95 prósenta hlutafall barna á leikskólaaldri en það hlutfall er talið mikilvægt til að mynda hjarðofnæmi. AP segir þennan faraldur í Texas að mestu bundinn við samfélag strangtrúaðra mennoníta. Texas Tribune hefur eftir embættismönnum að margir hafi látið bólsetja sig á svæðinu þar sem faraldurinn geisar á undanförnum dögum.
Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30