Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 26. febrúar 2025 21:01 „Sterkur íslenskur her“ er fyrirsögn greinar sem góður kollegi minn, Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, birti í Morgunblaðinu í vikunni. Þar leiðir hann að því getum að við núverandi – og að ýmsu leyti mjög breyttar – aðstæður í alþjóðamálum _verði Ísland að axla meiri ábyrgð á eigin vörnum en áður“. Leggur hann til ýmsar aðgerðir í því skyni, til dæmis að efla stjórnsýslu varnarmála, sem flestir geta líklega tekið undir. Megin niðurstaða greinarhöfundar er þó sú að Ísland geti ekki lengur verið herlaust ríki og þurfi nú bráðnauðsynlega á _sterkum íslenskum her“ að halda. Breyttur heimur Öll erum við væntanlega sammála um að aðstæður á alþjóðavettvangi hafi breyst umtalsvert undanfarna mánuði og misseri, einkum eftir innrás Rússa í Úkraínu, útrýmingarstríðið sem staðið hefur í Palestínu og nú síðast kjör Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna, þar sem stjórnarhættir geðþóttans hafa tekið við af lýðræðishefðum og skipulegum verkferlum í stjórnkerfinu. Auðsýnd ásælni Bandaríkjaforseta í landsvæði og auðlindir á Norðurslóðum sem víðar, hefur valdið ótta og vakið okkur til umhugsunar um stöðu Íslands. Munum við sogast inn í hringiðu landvinningaátaka, varnarlítil örþjóð norður í Ballarhafi? Hvað er til ráða? Hvernig tryggjum við öryggi landsins? Vangaveltur um her á Íslandi eru ekki nýjar af nálinni og teygja sig langt aftur eftir síðustu öld. Um efnið hafa bæði verið skrifaðar blaðagreinar og bækur. Staðreyndin er þó sú að á Íslandi hefur til þessa verið samstaða um það sjónarmið að stríðsátök og hernaðarbrölt sé ekki farsæl leið fyrir litla og vanmegnuga þjóð í ófriðvænlegum heimi. Samstaða með bræðraþjóðum um varnir og öryggi innan ríkjabandalaga eftir diplómatískum leiðum séu vænlegri til árangurs. Vægi háskólasamfélagsins Á tímum þegar upplýsingaóreiða nærir geðþóttastjórnun, og línur gerast óskýrar í alþjóðastjórnmálum, verður hlutverk fjölmiðla og háskólasamfélagsins mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Þá ríður á að háskólar og þekkingarstofnanir leggi sitt af mörkum til þekkingarsköpunar og yfirvegaðrar umræðu. Skoðanagrein deildarforseta lagadeildar tjáir hans persónulegu afstöðu. Framlag Háskólans á Bifröst til málefnisins birtist hins vegar í námsframboði og þeim áherslum sem ríkja í fræðastarfi háskólans.Við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst er nú boðið upp á tvær nýjar námslínur sem fjalla einmitt um stöðuna í breyttum heimi. Annars vegar er um að ræða grunnnámslínuna Öryggisfræði og almannavarnir sem hrundið var af stokkum s.l. haust til undirbyggingar meistaranámslínunnar Áfallastjórnunar sem fjallar um endurreisn og uppbyggingu eftir áföll og ógnir. Í öryggisfræðanáminu er öryggishugtakið sett í alþjóðlegt og íslenskt samhengi í ljósi sögu, stjórnmála, menningar og lagaumhverfis. Því er fylgt eftir með að kynna og greina þær ógnir sem alþjóðasamfélagið og Ísland sérstaklega stendur frammi fyrir og þær varnir sem við búum að. Fjallað er um þá innviði, auðlindir og regluverk sem styrkja varnir gegn öryggisvá sem og þá aðila sem koma að almannavörnum gegn slíkri ógn. Lykilhugtökin eru ekki hernaðarhyggja og valdbeiting, heldur almannaheill og samfélagsöryggi. Um þessar mundir er einnig að hefjast innritun í nýja meistaranámslínu, Samskiptastjórnun nefnist hún og fer af stað næsta haust. Upplýsingaóreiða og óljós skil milli fjölmiðla og annara samskiptamiðla geta verið ógn við samfélagsskipan og öryggi. Í náminu liggur áherslan á að skilja þverfaglegt samband miðlunar og samskipta í breytilegu nútímaumhverfi þar sem örugg miðlun upplýsinga og traust samskipti eru sífellt mikilvægari þáttur í stjórnun flestra skipulagsheilda. Samstöðu frekar en vopnaskak Það er á tímum sem þessum sem reynir á staðfestu og yfirvegun lítillar þjóðar og þeirra lykilstofnana sem hún byggir á, þar með háskólastofnana og fjölmiðla. Augljóst má vera að 400 þúsund manna þjóð mun aldrei geta komið sér upp burðugum her sem veitt geti minnsta viðnám ef til alvörunnar kæmi gagnvart milljónasamfélögum sem kunna að ásælast land okkar eða auðlindir. Okkar styrkur og sterkasta von til að standa af okkur ófrið á alþjóðavettvangi er sú vörn sem felst í alþjóðalögum, evrópskum og norrænum lýðræðishefðum og stjórnfestu – en ekki síst kröfunni um að ákvarðanir sem teknar eru í nafni þjóða séu teknar á forsendum þekkingar, almannaheilla og friðarhyggju. Að hvika frá kröfunni um að þau gildi ráði för jafngildir uppgjöf. Þar með er friðarkröfunni kastað fyrir róða og boðið upp á valdbeitingu með fyrirsjáanlegri niðurstöðu fyrir þann sem lítið afl hefur.Það er engin tilviljun að allt ungviði ber utan á sér varnarleysi á fyrsta skeiði lífs. Í því er fólgin helsta vörn náttúrunnar andspænis hættum heimsins. Í samfélagi þjóða eiga lítil og vanmáttug ríki allt sitt undir góðu samkomulagi við nágrannaríki, samningum og friðsamlegum lausnum. Það er sú staða sem við Íslendingar erum í nú um stundir. Herleysi er styrkur varnarlausrar örþjóðar. Styrkur okkar og von felst í öðru en vopnaskaki. Davíð sigraði ekki Golíat með aflsmunum heldur vitsmunum. Höfundur er deildarforseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
„Sterkur íslenskur her“ er fyrirsögn greinar sem góður kollegi minn, Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, birti í Morgunblaðinu í vikunni. Þar leiðir hann að því getum að við núverandi – og að ýmsu leyti mjög breyttar – aðstæður í alþjóðamálum _verði Ísland að axla meiri ábyrgð á eigin vörnum en áður“. Leggur hann til ýmsar aðgerðir í því skyni, til dæmis að efla stjórnsýslu varnarmála, sem flestir geta líklega tekið undir. Megin niðurstaða greinarhöfundar er þó sú að Ísland geti ekki lengur verið herlaust ríki og þurfi nú bráðnauðsynlega á _sterkum íslenskum her“ að halda. Breyttur heimur Öll erum við væntanlega sammála um að aðstæður á alþjóðavettvangi hafi breyst umtalsvert undanfarna mánuði og misseri, einkum eftir innrás Rússa í Úkraínu, útrýmingarstríðið sem staðið hefur í Palestínu og nú síðast kjör Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna, þar sem stjórnarhættir geðþóttans hafa tekið við af lýðræðishefðum og skipulegum verkferlum í stjórnkerfinu. Auðsýnd ásælni Bandaríkjaforseta í landsvæði og auðlindir á Norðurslóðum sem víðar, hefur valdið ótta og vakið okkur til umhugsunar um stöðu Íslands. Munum við sogast inn í hringiðu landvinningaátaka, varnarlítil örþjóð norður í Ballarhafi? Hvað er til ráða? Hvernig tryggjum við öryggi landsins? Vangaveltur um her á Íslandi eru ekki nýjar af nálinni og teygja sig langt aftur eftir síðustu öld. Um efnið hafa bæði verið skrifaðar blaðagreinar og bækur. Staðreyndin er þó sú að á Íslandi hefur til þessa verið samstaða um það sjónarmið að stríðsátök og hernaðarbrölt sé ekki farsæl leið fyrir litla og vanmegnuga þjóð í ófriðvænlegum heimi. Samstaða með bræðraþjóðum um varnir og öryggi innan ríkjabandalaga eftir diplómatískum leiðum séu vænlegri til árangurs. Vægi háskólasamfélagsins Á tímum þegar upplýsingaóreiða nærir geðþóttastjórnun, og línur gerast óskýrar í alþjóðastjórnmálum, verður hlutverk fjölmiðla og háskólasamfélagsins mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Þá ríður á að háskólar og þekkingarstofnanir leggi sitt af mörkum til þekkingarsköpunar og yfirvegaðrar umræðu. Skoðanagrein deildarforseta lagadeildar tjáir hans persónulegu afstöðu. Framlag Háskólans á Bifröst til málefnisins birtist hins vegar í námsframboði og þeim áherslum sem ríkja í fræðastarfi háskólans.Við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst er nú boðið upp á tvær nýjar námslínur sem fjalla einmitt um stöðuna í breyttum heimi. Annars vegar er um að ræða grunnnámslínuna Öryggisfræði og almannavarnir sem hrundið var af stokkum s.l. haust til undirbyggingar meistaranámslínunnar Áfallastjórnunar sem fjallar um endurreisn og uppbyggingu eftir áföll og ógnir. Í öryggisfræðanáminu er öryggishugtakið sett í alþjóðlegt og íslenskt samhengi í ljósi sögu, stjórnmála, menningar og lagaumhverfis. Því er fylgt eftir með að kynna og greina þær ógnir sem alþjóðasamfélagið og Ísland sérstaklega stendur frammi fyrir og þær varnir sem við búum að. Fjallað er um þá innviði, auðlindir og regluverk sem styrkja varnir gegn öryggisvá sem og þá aðila sem koma að almannavörnum gegn slíkri ógn. Lykilhugtökin eru ekki hernaðarhyggja og valdbeiting, heldur almannaheill og samfélagsöryggi. Um þessar mundir er einnig að hefjast innritun í nýja meistaranámslínu, Samskiptastjórnun nefnist hún og fer af stað næsta haust. Upplýsingaóreiða og óljós skil milli fjölmiðla og annara samskiptamiðla geta verið ógn við samfélagsskipan og öryggi. Í náminu liggur áherslan á að skilja þverfaglegt samband miðlunar og samskipta í breytilegu nútímaumhverfi þar sem örugg miðlun upplýsinga og traust samskipti eru sífellt mikilvægari þáttur í stjórnun flestra skipulagsheilda. Samstöðu frekar en vopnaskak Það er á tímum sem þessum sem reynir á staðfestu og yfirvegun lítillar þjóðar og þeirra lykilstofnana sem hún byggir á, þar með háskólastofnana og fjölmiðla. Augljóst má vera að 400 þúsund manna þjóð mun aldrei geta komið sér upp burðugum her sem veitt geti minnsta viðnám ef til alvörunnar kæmi gagnvart milljónasamfélögum sem kunna að ásælast land okkar eða auðlindir. Okkar styrkur og sterkasta von til að standa af okkur ófrið á alþjóðavettvangi er sú vörn sem felst í alþjóðalögum, evrópskum og norrænum lýðræðishefðum og stjórnfestu – en ekki síst kröfunni um að ákvarðanir sem teknar eru í nafni þjóða séu teknar á forsendum þekkingar, almannaheilla og friðarhyggju. Að hvika frá kröfunni um að þau gildi ráði för jafngildir uppgjöf. Þar með er friðarkröfunni kastað fyrir róða og boðið upp á valdbeitingu með fyrirsjáanlegri niðurstöðu fyrir þann sem lítið afl hefur.Það er engin tilviljun að allt ungviði ber utan á sér varnarleysi á fyrsta skeiði lífs. Í því er fólgin helsta vörn náttúrunnar andspænis hættum heimsins. Í samfélagi þjóða eiga lítil og vanmáttug ríki allt sitt undir góðu samkomulagi við nágrannaríki, samningum og friðsamlegum lausnum. Það er sú staða sem við Íslendingar erum í nú um stundir. Herleysi er styrkur varnarlausrar örþjóðar. Styrkur okkar og von felst í öðru en vopnaskaki. Davíð sigraði ekki Golíat með aflsmunum heldur vitsmunum. Höfundur er deildarforseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar