Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:32 Innri þróunarmarkmið er hugmyndafræði sem fjallar um hvaða eiginleika og hæfni einstaklingar og samfélög þurfa að tileinka sér til að takast á við flóknar áskoranir samtímans og jafnframt hvernig við sem mannkyn náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru stór og yfirgripsmikil og stundum er ekki alveg ljóst hvernig við sem einstaklingar eða samfélög getum lagt okkar af mörkum til að ná þeim. Innri þróunarmarkmiðin eru þróuð til að brúa þetta bil og tilgangur þeirra er að fjalla um og benda á hvaða innri hæfni og gildi gera einstaklingum og samfélögum betur kleift að nálgast Heimsmarkmiðin á sama tíma sem þau bæta eigin velsæld. IÞ byggir á þeirri nálgun að til að ná fram samfélagslegum breytingum sé nauðsynlegt að efla og styrkja innri eiginleika eins og sjálfsvitund, samhygð og skapandi hugsun. Þau tengja sem sé saman persónulegan þroska einstaklinga og samfélagslegar breytingar. Þannig geta Innri þróunarmarkmiðin hjálpað einstaklingum, stofnunum og samfélögum að byggja upp styrk og færni sem gagnast bæði einstaklingum og heildinni. Þessi innri gildi og markmið voru þróuð í samtali við yfir 4000 sérfræðinga, vísindafólk, leiðtoga og einstaklinga frá 40 löndum sem voru beðin um að svara spurningunni: Hvaða hæfniog eiginleika telur þú aðeinstaklingar og samfélög þurfi að tileinki sér svo að mannkynið nái Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Útkoman varð 23 hæfnisþættir sem flokkaðir eru niður í 5 víddir. Að vera (Being) - Að styrkja tengsl við sjálfan sig, efla sjálfsþekkingu, innri ró og djúpa vitund. Hugsun (Thinking) - Að efla gagnrýna og heildræna hugsun til að takast á við flóknar áskoranir. Tengsl (Relating) - Að auka samkennd, skilning og tengsl við aðra. Samvinna (Collaborating) - Að þróa hæfni í samvinnu og byggja upp traust og sameiginlega sýn. Aðgerð (Acting) - Að efla hugrekki, jákvæðni og seiglu ásamt því að þróa skapandi og lausnamiðaða hugsun til að framkvæma í takt við hagsældar markmið. Fjölmargar rannsóknir styðja þessa nálgun og í kjölfarið á þessari vinnu hafa fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir tileinkað sér þessa hugmyndafræði, hvort sem er í persónulegu lífi, inni í skólum eða inni í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki á borð við IKEA, Google, Novartis og Great Place to Work hafa tekið markmiðin inn í sína stefnumótun og samfélaglega ábyrgð og Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með nýta ramman til að rækta tengsl okkar við okkur sjálf, samfélagið og náttúruna. Innri þróunarmarkmiðin minna okkur á með því að efla innri eiginleika okkar, eins og okkar eigin innri áttavita, getum við lagt grunninn að réttlátari og sjálfbærari framtíð fyrir alla. Á fimmtudaginn 6. mars kl 17:30 verður kynning og vinnustofa í Gerðubergi á Innri þróunarmarkmiðunum og hvernig okkar innri vegferð getur leitt til ytri grósku. Höfundur er ráðgjafi og núvitundarkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Innri þróunarmarkmið er hugmyndafræði sem fjallar um hvaða eiginleika og hæfni einstaklingar og samfélög þurfa að tileinka sér til að takast á við flóknar áskoranir samtímans og jafnframt hvernig við sem mannkyn náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru stór og yfirgripsmikil og stundum er ekki alveg ljóst hvernig við sem einstaklingar eða samfélög getum lagt okkar af mörkum til að ná þeim. Innri þróunarmarkmiðin eru þróuð til að brúa þetta bil og tilgangur þeirra er að fjalla um og benda á hvaða innri hæfni og gildi gera einstaklingum og samfélögum betur kleift að nálgast Heimsmarkmiðin á sama tíma sem þau bæta eigin velsæld. IÞ byggir á þeirri nálgun að til að ná fram samfélagslegum breytingum sé nauðsynlegt að efla og styrkja innri eiginleika eins og sjálfsvitund, samhygð og skapandi hugsun. Þau tengja sem sé saman persónulegan þroska einstaklinga og samfélagslegar breytingar. Þannig geta Innri þróunarmarkmiðin hjálpað einstaklingum, stofnunum og samfélögum að byggja upp styrk og færni sem gagnast bæði einstaklingum og heildinni. Þessi innri gildi og markmið voru þróuð í samtali við yfir 4000 sérfræðinga, vísindafólk, leiðtoga og einstaklinga frá 40 löndum sem voru beðin um að svara spurningunni: Hvaða hæfniog eiginleika telur þú aðeinstaklingar og samfélög þurfi að tileinki sér svo að mannkynið nái Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Útkoman varð 23 hæfnisþættir sem flokkaðir eru niður í 5 víddir. Að vera (Being) - Að styrkja tengsl við sjálfan sig, efla sjálfsþekkingu, innri ró og djúpa vitund. Hugsun (Thinking) - Að efla gagnrýna og heildræna hugsun til að takast á við flóknar áskoranir. Tengsl (Relating) - Að auka samkennd, skilning og tengsl við aðra. Samvinna (Collaborating) - Að þróa hæfni í samvinnu og byggja upp traust og sameiginlega sýn. Aðgerð (Acting) - Að efla hugrekki, jákvæðni og seiglu ásamt því að þróa skapandi og lausnamiðaða hugsun til að framkvæma í takt við hagsældar markmið. Fjölmargar rannsóknir styðja þessa nálgun og í kjölfarið á þessari vinnu hafa fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir tileinkað sér þessa hugmyndafræði, hvort sem er í persónulegu lífi, inni í skólum eða inni í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki á borð við IKEA, Google, Novartis og Great Place to Work hafa tekið markmiðin inn í sína stefnumótun og samfélaglega ábyrgð og Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með nýta ramman til að rækta tengsl okkar við okkur sjálf, samfélagið og náttúruna. Innri þróunarmarkmiðin minna okkur á með því að efla innri eiginleika okkar, eins og okkar eigin innri áttavita, getum við lagt grunninn að réttlátari og sjálfbærari framtíð fyrir alla. Á fimmtudaginn 6. mars kl 17:30 verður kynning og vinnustofa í Gerðubergi á Innri þróunarmarkmiðunum og hvernig okkar innri vegferð getur leitt til ytri grósku. Höfundur er ráðgjafi og núvitundarkennari.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun