Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 16:08 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðu mála vonbrigði. Vísir/Arnar Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafi ásamt samninganefnd Eflingarfélaga tilkynnt fulltrúum SFV uppsögnina í dag á fundi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samningnum er sagt upp frá og með 1. maí næstkomandi, en viðræður um endurnýjun geta hafist án tafar. „Umrætt forsenduákvæði gerði ráð fyrir því að fram kæmi tímasett áætlun um hvernig ná skuli gildandi viðmiðum um lágmarksmönnum á hjúkrunarheimilum. Starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra sem í sátu fulltrúar Eflingar, SFV, Sjúkratrygginga Íslands, Heilbrigðisráðuneytisins og fleiri tókst ekki vinna slíka tímasetta áætlun heldur skilaði aðeins af sér minnisblaði þann 18. febrúar síðastliðinn,“ segir í tilkynningunni. Kröfðust úrbóta í mönnun Þá segir að úrbætur í mönnun hafi verið meginkrafa Eflingar í viðræðum við hjúkrunarheimilin fremur en launakröfur. Félagið hafi ekki vikið frá þeirri launastefnu sem mörkuð var í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í apríl 2024. Í tilkynningunni segir að það hafi markað tímamót að takast skyldi að fjalla beint um mönnun með umræddu forsenduákvæði í kjarasamningunum sem voru undirritaðir við SFV þann 2. október 2024. Ljóst sé að forsenduákvæðið hafi ekki verið uppfyllt. Það þýðir að í maí næstkomandi verða 2.300 Eflingarfélagar með lausa kjarasamninga. Þessir 2.300 félagar séu „mestmegnis konur í sögulega vanmetnum kvennastörfum,“ segir í tilkynningunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsti vonbrigðum með stöðu mála. „Mér og samninganefndinni þykir leitt að þessi staða sé komin upp. Við bundum miklar vonir við að hægt yrði að bæta úr þeirri grafalvarlegu stöðu sem ríkir á hjúkrunarheimilunum vegna undirmönnunar. Stöðu sem gerir að verkum að Eflingarfélagar axla gríðarmikla ábyrgð og ganga í reynd í störf sem faglærðir starfsmenn ættu að vinna. Hér er við stör fjölmennur hópur af algjörlega ómissandi starfsfólki. Nú hefjum við kjaraviðræður að nýju og ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Sólveig Anna í tilefni uppsagnarinnar. Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafi ásamt samninganefnd Eflingarfélaga tilkynnt fulltrúum SFV uppsögnina í dag á fundi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samningnum er sagt upp frá og með 1. maí næstkomandi, en viðræður um endurnýjun geta hafist án tafar. „Umrætt forsenduákvæði gerði ráð fyrir því að fram kæmi tímasett áætlun um hvernig ná skuli gildandi viðmiðum um lágmarksmönnum á hjúkrunarheimilum. Starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra sem í sátu fulltrúar Eflingar, SFV, Sjúkratrygginga Íslands, Heilbrigðisráðuneytisins og fleiri tókst ekki vinna slíka tímasetta áætlun heldur skilaði aðeins af sér minnisblaði þann 18. febrúar síðastliðinn,“ segir í tilkynningunni. Kröfðust úrbóta í mönnun Þá segir að úrbætur í mönnun hafi verið meginkrafa Eflingar í viðræðum við hjúkrunarheimilin fremur en launakröfur. Félagið hafi ekki vikið frá þeirri launastefnu sem mörkuð var í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í apríl 2024. Í tilkynningunni segir að það hafi markað tímamót að takast skyldi að fjalla beint um mönnun með umræddu forsenduákvæði í kjarasamningunum sem voru undirritaðir við SFV þann 2. október 2024. Ljóst sé að forsenduákvæðið hafi ekki verið uppfyllt. Það þýðir að í maí næstkomandi verða 2.300 Eflingarfélagar með lausa kjarasamninga. Þessir 2.300 félagar séu „mestmegnis konur í sögulega vanmetnum kvennastörfum,“ segir í tilkynningunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsti vonbrigðum með stöðu mála. „Mér og samninganefndinni þykir leitt að þessi staða sé komin upp. Við bundum miklar vonir við að hægt yrði að bæta úr þeirri grafalvarlegu stöðu sem ríkir á hjúkrunarheimilunum vegna undirmönnunar. Stöðu sem gerir að verkum að Eflingarfélagar axla gríðarmikla ábyrgð og ganga í reynd í störf sem faglærðir starfsmenn ættu að vinna. Hér er við stör fjölmennur hópur af algjörlega ómissandi starfsfólki. Nú hefjum við kjaraviðræður að nýju og ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Sólveig Anna í tilefni uppsagnarinnar.
Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira