Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2025 21:48 Sólveig Anna Jónsdóttir og Sigurður Kjærnested. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir uppsögn tiltölulega nýs kjarasamnings í dag hafa komið fólki verulega á óvart. Efling sagði í dag upp kjarasamning um 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum. Kjarasamningurinn var undirritaður 2. október og samþykktur um miðjan þann mánuð. „Þegar við vorum í kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu var okkar helsta markmið að bæta mönnun,“ segir Sólveig. „Hún er mjög léleg og hefur hræðileg áhrif á starfsaðstæður Eflingarfólks og leiðir til mikils álags og svo framvegis.“ Hún segir að þegar samningurinn hafi verið undirritaður hafi fylgt honum yfirlýsing frá heilbrigðisráðuneytinu um stofnun vinnuhóps. Þeim hópi væri ætlað að útbúa mönnunarviðmið sem hægt væri að fara eftir. Hópurinn væri búinn að skila niðurstöðu en Sólveig segir hana algerlega ófullnægjandi. Hún segir samninginn vera með forsenduákvæði sem segi til um að hægt sé að segja honum upp, ef Efling væri ekki ánægð með tillögurnar. Það þyrfti að vera gert fyrir 1. apríl. „En við sáum enga ástæðu til þess að bíða. Við vildum einfaldlega koma þessum skilaboðum áleiðis hratt og örugglega til okkar viðsemjenda og ríkissáttasemjara og það gerðum við í dag.“ Sólveig sagði að Efling myndi fylgja þeirra kröfugerð en sá varnagli yrði sleginn um að nú væri til að mynda búið að undirrita kjarasamning við kennara. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Nú þegar samningarnir verði opnir verði skoðað hvað opinberir launagreiðendur hafi samið um við aðra. Sólveig vildi ekki segja að farið yrði fram á frekari hækkanir en samið var um í samningunum frá október en samningur kennara yrði að sjálfsögðu skoðaður. „Þá langar mig líka að segja að við erum að fjalla um kjarasamning fyrir risastóran hóp ómissandi starfsfólks, mestmegnis kvenna, sem eru í því sem hægt er að kalla sögulega vanmetin kvennastörf. Ef einhver á hér inni einhverskonar leiðréttingu á sínum kjörum, þá er það sannarlega þessi hópur.“ Samningi sagt upp í miðri á Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV, segir uppsögn samningsins í dag hafa komið verulega á óvart. Vinnan sem Sólveig hefði vísað til, sem sneri að því að búa til viðmið um mönnun og ná sátt um hvernig eigi að fjármagna það, væri enn lokið. „Stjórnvöld hafa til 1. apríl til að bregðast við og koma með sínar tillögur og sína áætlun, þannig að þetta kom okkur bara gersamlega í opna skjöldu. Að samningnum sé sagt upp á þessum tímapunkti, þegar við erum í miðri á.“ Aðspurður hvort eitthvað hafi verið ýtt eftir svörum eða einhverjum viðvörubjöllum hringt, segir Sigurjón svo ekki vera. „Þetta kom okkur mjög á óvart vegna þess að það eru allir að vinna að fullum heilindum að þessu sameiginlega markmiði um að ná sáttum um hvernig viljum við manna þessa mikilvægu þjónustu til framtíðar,“ segir Sigurjón. Hann segir SFV, stjórnvöld og Eflingu hafa verið í þessari vinnu og að henni sé ekki lokið. „Eins og ég segi, stjórnvöld hafa frest til 1. apríl til að koma með sín viðbrögð og áætlun.“ Hann segist vona að enn sé hægt að ná sátt um þá vinnu. „Við erum að tala um þjónustu þrjú þúsund af veikustu einstaklingum samfélagsins. Við þurfum að hafa sátt um þetta og stöðugleika í þjónustunni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17 Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir uppsögn tiltölulega nýs kjarasamnings í dag hafa komið fólki verulega á óvart. Efling sagði í dag upp kjarasamning um 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum. Kjarasamningurinn var undirritaður 2. október og samþykktur um miðjan þann mánuð. „Þegar við vorum í kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu var okkar helsta markmið að bæta mönnun,“ segir Sólveig. „Hún er mjög léleg og hefur hræðileg áhrif á starfsaðstæður Eflingarfólks og leiðir til mikils álags og svo framvegis.“ Hún segir að þegar samningurinn hafi verið undirritaður hafi fylgt honum yfirlýsing frá heilbrigðisráðuneytinu um stofnun vinnuhóps. Þeim hópi væri ætlað að útbúa mönnunarviðmið sem hægt væri að fara eftir. Hópurinn væri búinn að skila niðurstöðu en Sólveig segir hana algerlega ófullnægjandi. Hún segir samninginn vera með forsenduákvæði sem segi til um að hægt sé að segja honum upp, ef Efling væri ekki ánægð með tillögurnar. Það þyrfti að vera gert fyrir 1. apríl. „En við sáum enga ástæðu til þess að bíða. Við vildum einfaldlega koma þessum skilaboðum áleiðis hratt og örugglega til okkar viðsemjenda og ríkissáttasemjara og það gerðum við í dag.“ Sólveig sagði að Efling myndi fylgja þeirra kröfugerð en sá varnagli yrði sleginn um að nú væri til að mynda búið að undirrita kjarasamning við kennara. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Nú þegar samningarnir verði opnir verði skoðað hvað opinberir launagreiðendur hafi samið um við aðra. Sólveig vildi ekki segja að farið yrði fram á frekari hækkanir en samið var um í samningunum frá október en samningur kennara yrði að sjálfsögðu skoðaður. „Þá langar mig líka að segja að við erum að fjalla um kjarasamning fyrir risastóran hóp ómissandi starfsfólks, mestmegnis kvenna, sem eru í því sem hægt er að kalla sögulega vanmetin kvennastörf. Ef einhver á hér inni einhverskonar leiðréttingu á sínum kjörum, þá er það sannarlega þessi hópur.“ Samningi sagt upp í miðri á Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV, segir uppsögn samningsins í dag hafa komið verulega á óvart. Vinnan sem Sólveig hefði vísað til, sem sneri að því að búa til viðmið um mönnun og ná sátt um hvernig eigi að fjármagna það, væri enn lokið. „Stjórnvöld hafa til 1. apríl til að bregðast við og koma með sínar tillögur og sína áætlun, þannig að þetta kom okkur bara gersamlega í opna skjöldu. Að samningnum sé sagt upp á þessum tímapunkti, þegar við erum í miðri á.“ Aðspurður hvort eitthvað hafi verið ýtt eftir svörum eða einhverjum viðvörubjöllum hringt, segir Sigurjón svo ekki vera. „Þetta kom okkur mjög á óvart vegna þess að það eru allir að vinna að fullum heilindum að þessu sameiginlega markmiði um að ná sáttum um hvernig viljum við manna þessa mikilvægu þjónustu til framtíðar,“ segir Sigurjón. Hann segir SFV, stjórnvöld og Eflingu hafa verið í þessari vinnu og að henni sé ekki lokið. „Eins og ég segi, stjórnvöld hafa frest til 1. apríl til að koma með sín viðbrögð og áætlun.“ Hann segist vona að enn sé hægt að ná sátt um þá vinnu. „Við erum að tala um þjónustu þrjú þúsund af veikustu einstaklingum samfélagsins. Við þurfum að hafa sátt um þetta og stöðugleika í þjónustunni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17 Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17
Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08