„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Stefán Marteinn skrifar 28. febrúar 2025 21:42 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni. vísir / diego Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81. „Virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn sérstaklega hjá mínu liði og bara fagmennskuna sem við sýndum þessum verkefni. Það getur verið svona „tricky“ fyrir bæði lið að koma inn í svona leik þar sem liðin eru á öfugum stað í töflunni, mismunandi pólum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum alveg ákveðnir í því að gefa þeim enga von og búa til eitthvað sjálfstraust. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega fagmannlega spilaður af okkur og við svolítið krömdum þá strax á þessum fyrstu tuttugu mínútum,“ hélt Rúnar Ingi áfram. Njarðvíkingar náðu snemma mikilli forystu sem þeir létu ekki af hendi. Njarðvíkingar voru með 29 stiga forskot í hálfleik en hvað var hægt að segja til að fá menn til að slaka ekki á? „Það er mjög erfitt en ég sjálfur hef spilað marga svona leiki þar sem þú ert einhvernveginn búin að klára leikinn í fyrri hálfleik og þú ert inni í klefa að reyna peppa þig upp í seinni hálfleikinn og það ætla allir að gefa í en svo byrjar seinni hálfleikurinn og þá fer ákvörðunartakan niður. Mikilvægi varnarstoppsins er ekki alltaf jafn mikið og þú ert kannski aðeins viljugri til þess að fara í einstaklingsframtök í sókninni. Þetta snýst um þetta hugarfar að halda áfram með það sem við vorum að gera,“ Njarðvíkingar fóru að gefa ungum leikmönnum séns í kvöld og einn þeirra var Patrik Birmingham sem setti fyrsta skotið sitt í leiknum úr opnum þrist í horninu. „Þetta gefur aðeins meira oft. Það er gríðarlega efnilegur leikmaður og ég er heppinn þjálfari með fullt af góðum leikmönnum sem að fá kannski oft lítið að spila. Það er bara styrkleiki deildarinnar og styrkleiki liðsins. Það er virkileg samkeppni um mínútur hjá okkur og núna þegar allir eru heilir þá er ekkert gefið að fá að vera á gólfinu. Þeir sem að standa sig og leggja sig fram þeir setja tilkall á það að fá fleiri mínútur og það sem það sem við þurfum á að halda núna í næstu leikjum inn í erfiðan mars mánuð,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvíkingar styrku með sigrinum stöðu sína í þriðja sætið og fóru langt með að tryggja sér heimavallarréttinn fyrir fyrstu umferð í úrslitakeppninni. „Það er svo stutt á milli í þessu. Við erum búnir að vinna hérna tæpa spennuleiki eftir áramót og ef að eitt eða tvö skot hefðu farið hinseginn þá værum við núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Það er svakalega stutt á milli en með hverjum sigrinum þá höldum við allavega í þriðja sætið. Það er spurning hvernig hinir leikirnir fóru, við eigum Stjörnuna og Tindastól eftir, hvort við getum farið að horfa upp fyrir okkur en að vera með heimavöll í fyrstu umferð það var okkar markmið fyrir tímabilið og við ætlum að gera allt til þess að sjá til þess að það gangi eftir,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
„Virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn sérstaklega hjá mínu liði og bara fagmennskuna sem við sýndum þessum verkefni. Það getur verið svona „tricky“ fyrir bæði lið að koma inn í svona leik þar sem liðin eru á öfugum stað í töflunni, mismunandi pólum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum alveg ákveðnir í því að gefa þeim enga von og búa til eitthvað sjálfstraust. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega fagmannlega spilaður af okkur og við svolítið krömdum þá strax á þessum fyrstu tuttugu mínútum,“ hélt Rúnar Ingi áfram. Njarðvíkingar náðu snemma mikilli forystu sem þeir létu ekki af hendi. Njarðvíkingar voru með 29 stiga forskot í hálfleik en hvað var hægt að segja til að fá menn til að slaka ekki á? „Það er mjög erfitt en ég sjálfur hef spilað marga svona leiki þar sem þú ert einhvernveginn búin að klára leikinn í fyrri hálfleik og þú ert inni í klefa að reyna peppa þig upp í seinni hálfleikinn og það ætla allir að gefa í en svo byrjar seinni hálfleikurinn og þá fer ákvörðunartakan niður. Mikilvægi varnarstoppsins er ekki alltaf jafn mikið og þú ert kannski aðeins viljugri til þess að fara í einstaklingsframtök í sókninni. Þetta snýst um þetta hugarfar að halda áfram með það sem við vorum að gera,“ Njarðvíkingar fóru að gefa ungum leikmönnum séns í kvöld og einn þeirra var Patrik Birmingham sem setti fyrsta skotið sitt í leiknum úr opnum þrist í horninu. „Þetta gefur aðeins meira oft. Það er gríðarlega efnilegur leikmaður og ég er heppinn þjálfari með fullt af góðum leikmönnum sem að fá kannski oft lítið að spila. Það er bara styrkleiki deildarinnar og styrkleiki liðsins. Það er virkileg samkeppni um mínútur hjá okkur og núna þegar allir eru heilir þá er ekkert gefið að fá að vera á gólfinu. Þeir sem að standa sig og leggja sig fram þeir setja tilkall á það að fá fleiri mínútur og það sem það sem við þurfum á að halda núna í næstu leikjum inn í erfiðan mars mánuð,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvíkingar styrku með sigrinum stöðu sína í þriðja sætið og fóru langt með að tryggja sér heimavallarréttinn fyrir fyrstu umferð í úrslitakeppninni. „Það er svo stutt á milli í þessu. Við erum búnir að vinna hérna tæpa spennuleiki eftir áramót og ef að eitt eða tvö skot hefðu farið hinseginn þá værum við núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Það er svakalega stutt á milli en með hverjum sigrinum þá höldum við allavega í þriðja sætið. Það er spurning hvernig hinir leikirnir fóru, við eigum Stjörnuna og Tindastól eftir, hvort við getum farið að horfa upp fyrir okkur en að vera með heimavöll í fyrstu umferð það var okkar markmið fyrir tímabilið og við ætlum að gera allt til þess að sjá til þess að það gangi eftir,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli